Heilbrigðisþjónustu skal byggja á jöfnuði, réttlæti og góðu aðgengi Pétur Heimisson skrifar 27. ágúst 2021 14:31 Því það skiptir máli hver stjórnar! Jöfnuður, réttlæti og gott aðgengi að öruggri gæðaþjónustu er andi laga um heilbrigðisþjónustu og laga um réttindi sjúklinga. Vorið 2019 samþykkti Alþingi Heilbrigðisstefnu til 2030 undir dyggri stjórn Svandísar Svavarsdóttur. Heilbrigðisstefnan undirstrikar framangreint og bætir um betur. Í henni er mikil áhersla á að veita rétta þjónustu á réttum stað, að hafa fólkið í forgrunni og á virka notendur. Stefnan er studd aðgerðaáætlun til fimm ára í senn. Ábyrgð ráðherra á stefnunni er óumdeild þó margir aðrir þurfi að leggja hönd á plóg. Forsenda árangurs er að ráðherran sé stefnunni trúr og það er Svandís Svavarsdóttir. Það skiptir máli hver stjórnar! Skýr stefnumörkun Undirritaður hefur starfað í heilbrigðisþjónustu á Austurlandi síðan 1988. Allan tímann hefur verið kallað eftir skýrari stefnumörkun um hvaða hlutverki ólíkir þættir heilbrigðiskerfisins eigi að sinna; hver á að gera hvað og hvar? Á þessum rúmu þrjátíu árum hefur aldrei náðst svo skýr sýn og stefnumörkun eins og í tíð núverandi ráðherra. Uppskriftin er einföld, samanstendur af fjórum aðalatriðum, nefnilega að; Muna fyrir hvern heilbrigðisþjónustan er Byggja á lögum um þjónustuna Móta þá stefnu sem svo lengi hefur verið kallað eftir Framfylgja stefnunni. Fyrstu þrjú atriðin eru klár og vinna við það fjórða hafin og brýnt að Svandís Svavarsdóttir fái umboð til að verkstýra henni næsta kjörtímabil. Ella munu háværir hagsmunahópar og bakraddir pólitískra íhaldsafla stöðva vegferðina sem hafin er um þann hluta uppskriftarinnar. Þjónusta fyrir fólk Hér verður tæpt á aðalatriðum. Fyrst, að þetta fjallar allt um fólk; þjónustan er til fyrir fólk og veitt af fólki með ólíkan bakgrunn sem saman myndar þjónustukeðjuna, hið þverfaglega teymi. Næst að heilsugæslustöðvar hafa lengi verið burðarás heilbrigðisþjónustu úti á landi og er ætlað það hlutverk áfram. Loks að úr NA-kjördæmi og víðar er langt í hátækniþjónustu Landspítalans. Heilsugæslan; markvisst þarf að stuðla að áhuga heilbrigðisfagfólks á störfum úti á landi. Ástunda samráð við háskóla um „mikilvægi þess að menntun heilbrigðisstétta taki mið af íslenskum aðstæðum“ eins og segir í Heilbrigðisstefnunni. Horfa ber til þess um kjör og aðstæður fagfólks heilsugæslu í dreifbýli að það veitir alla fyrstu þjónustu sem á höfuðborgarsvæðinu dreifist á heilsugæsluna, stofur sérgreinalækna, bráðamóttöku og göngudeildir Landspítala. Skilgreina þarf hvað umfram hefðbundna heilsugæsluþjónustu skal vera nærþjónusta, aðgengileg í heilbrigðisumdæmum. Hér vísa ég til þess að íbúar dreifbýlis nýta þjónustu sérgreinalækna mun minna en íbúar höfuðborgarsvæðis, hvar nær öll þjónustan er. Sjúkrahúsþjónusta NA-kjördæmi; Styrkja Umdæmissjúkrahús Austurlands með áherslu á nærsamfélagslega grundvallar þjónustu s.s. fæðingar, þjónustu við aldraða og endurhæfingu og huga þar m.a. að mögulegri aðkomu Landspítala. Styrkja sjúkrahúsið á Akureyri með þarfir íbúa á Norður og Austurlandi í huga, hlutverks þess í sjúkraflugi og almannavörnum landsins alls og efla það sem kennslustofnun. Bæta almenningssamgöngur milli Norður og Austurlands til að auka aðgengi íbúa Austurlands að þjónustu Sjúkrahússins á Akureyri. Við stækkun björgunarþyrluflota landsins að staðsetja þyrlu á Egilsstöðum eða Akureyri. Efling sjúkraflutninga og nýting fjarþjónustu eru áhersluatriði í heilbrigðisstefnunni sem fylgja þarf eftir. Vegna farsóttar og margs annars þarf forsætisráðherra og heilbrigðisráðherra sem treysta á vísindamenn og taka mið af samfélagslegum sjónarmiðum, vitandi að góð heilsa er gulli betri. Munum að þetta fjallar allt um fólk og öllu skiptir hverjir stjórna! Vinstrihreyfingin - grænt framboð hefur skýra stefnu og markmið varðandi heilbrigðismál og -þjónustu. Nú á VG tvo þingmenn í NA-kjördæmi og þá stöðu, að lágmarki, er brýnt að tryggja. Oddvitanum Bjarkey Olsen Gunnarsdóttur og Jódísi Skúladóttur í 2. sæti VG-lista í NA, treysti ég til að fylgja þessum áherslum eftir í okkar kjördæmi. Tryggjum þeim þingsæti 25. september nk. Höfundur er heimilislæknir og fulltrúi VG í umhverfis- og framkvæmdaráði Múlaþings. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Alþingiskosningar 2021 Vinstri græn Heilbrigðisstofnun Austurlands Pétur Heimisson Mest lesið Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun Halldór 10.05.2025 Halldór Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda mun skila sér í bættum innviðum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson skrifar Sjá meira
Því það skiptir máli hver stjórnar! Jöfnuður, réttlæti og gott aðgengi að öruggri gæðaþjónustu er andi laga um heilbrigðisþjónustu og laga um réttindi sjúklinga. Vorið 2019 samþykkti Alþingi Heilbrigðisstefnu til 2030 undir dyggri stjórn Svandísar Svavarsdóttur. Heilbrigðisstefnan undirstrikar framangreint og bætir um betur. Í henni er mikil áhersla á að veita rétta þjónustu á réttum stað, að hafa fólkið í forgrunni og á virka notendur. Stefnan er studd aðgerðaáætlun til fimm ára í senn. Ábyrgð ráðherra á stefnunni er óumdeild þó margir aðrir þurfi að leggja hönd á plóg. Forsenda árangurs er að ráðherran sé stefnunni trúr og það er Svandís Svavarsdóttir. Það skiptir máli hver stjórnar! Skýr stefnumörkun Undirritaður hefur starfað í heilbrigðisþjónustu á Austurlandi síðan 1988. Allan tímann hefur verið kallað eftir skýrari stefnumörkun um hvaða hlutverki ólíkir þættir heilbrigðiskerfisins eigi að sinna; hver á að gera hvað og hvar? Á þessum rúmu þrjátíu árum hefur aldrei náðst svo skýr sýn og stefnumörkun eins og í tíð núverandi ráðherra. Uppskriftin er einföld, samanstendur af fjórum aðalatriðum, nefnilega að; Muna fyrir hvern heilbrigðisþjónustan er Byggja á lögum um þjónustuna Móta þá stefnu sem svo lengi hefur verið kallað eftir Framfylgja stefnunni. Fyrstu þrjú atriðin eru klár og vinna við það fjórða hafin og brýnt að Svandís Svavarsdóttir fái umboð til að verkstýra henni næsta kjörtímabil. Ella munu háværir hagsmunahópar og bakraddir pólitískra íhaldsafla stöðva vegferðina sem hafin er um þann hluta uppskriftarinnar. Þjónusta fyrir fólk Hér verður tæpt á aðalatriðum. Fyrst, að þetta fjallar allt um fólk; þjónustan er til fyrir fólk og veitt af fólki með ólíkan bakgrunn sem saman myndar þjónustukeðjuna, hið þverfaglega teymi. Næst að heilsugæslustöðvar hafa lengi verið burðarás heilbrigðisþjónustu úti á landi og er ætlað það hlutverk áfram. Loks að úr NA-kjördæmi og víðar er langt í hátækniþjónustu Landspítalans. Heilsugæslan; markvisst þarf að stuðla að áhuga heilbrigðisfagfólks á störfum úti á landi. Ástunda samráð við háskóla um „mikilvægi þess að menntun heilbrigðisstétta taki mið af íslenskum aðstæðum“ eins og segir í Heilbrigðisstefnunni. Horfa ber til þess um kjör og aðstæður fagfólks heilsugæslu í dreifbýli að það veitir alla fyrstu þjónustu sem á höfuðborgarsvæðinu dreifist á heilsugæsluna, stofur sérgreinalækna, bráðamóttöku og göngudeildir Landspítala. Skilgreina þarf hvað umfram hefðbundna heilsugæsluþjónustu skal vera nærþjónusta, aðgengileg í heilbrigðisumdæmum. Hér vísa ég til þess að íbúar dreifbýlis nýta þjónustu sérgreinalækna mun minna en íbúar höfuðborgarsvæðis, hvar nær öll þjónustan er. Sjúkrahúsþjónusta NA-kjördæmi; Styrkja Umdæmissjúkrahús Austurlands með áherslu á nærsamfélagslega grundvallar þjónustu s.s. fæðingar, þjónustu við aldraða og endurhæfingu og huga þar m.a. að mögulegri aðkomu Landspítala. Styrkja sjúkrahúsið á Akureyri með þarfir íbúa á Norður og Austurlandi í huga, hlutverks þess í sjúkraflugi og almannavörnum landsins alls og efla það sem kennslustofnun. Bæta almenningssamgöngur milli Norður og Austurlands til að auka aðgengi íbúa Austurlands að þjónustu Sjúkrahússins á Akureyri. Við stækkun björgunarþyrluflota landsins að staðsetja þyrlu á Egilsstöðum eða Akureyri. Efling sjúkraflutninga og nýting fjarþjónustu eru áhersluatriði í heilbrigðisstefnunni sem fylgja þarf eftir. Vegna farsóttar og margs annars þarf forsætisráðherra og heilbrigðisráðherra sem treysta á vísindamenn og taka mið af samfélagslegum sjónarmiðum, vitandi að góð heilsa er gulli betri. Munum að þetta fjallar allt um fólk og öllu skiptir hverjir stjórna! Vinstrihreyfingin - grænt framboð hefur skýra stefnu og markmið varðandi heilbrigðismál og -þjónustu. Nú á VG tvo þingmenn í NA-kjördæmi og þá stöðu, að lágmarki, er brýnt að tryggja. Oddvitanum Bjarkey Olsen Gunnarsdóttur og Jódísi Skúladóttur í 2. sæti VG-lista í NA, treysti ég til að fylgja þessum áherslum eftir í okkar kjördæmi. Tryggjum þeim þingsæti 25. september nk. Höfundur er heimilislæknir og fulltrúi VG í umhverfis- og framkvæmdaráði Múlaþings.
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun