Hópur afgansks flóttafólks fastur við landamæri Póllands og Hvíta-Rússlands Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 25. ágúst 2021 22:57 Afganski hópurinn við landamæri Hvíta-Rússlands og Póllands. Irina Polina\Getty Mannréttindadómstóll Evrópu hefur beðið pólsk og lettnesk stjórnvöld um að hjálpa flóttafólki, sem er fast á landamærunum, við að komast í öruggt skjól. Flestir flóttamannanna eru frá Afganistan og Írak. Miklar deilur hafa staðið yfir milli Evrópusambandsríkja og Hvíta-Rússlands undanfarna mánuði eftir að Evrópusambandið setti viðskiptaþvinganir á Hvíta-Rússland í kjölfar handtöku blaðamannsins Roman Prótasevíts í vor. Pólsku flóttamannasamtökin Ocalenie Foundation segjast hafa miklar áhyggjur af stöðunni á landamærum Hvíta-Rússlands. Samtökin hafi verið í sambandi við flóttafólkið, sem er hópur 32 flóttamanna, á landamærum Hvíta-Rússlands að Póllandi. 25 þeirra séu heilsuveil og 12 alvarlega veik. Hópurinn hafi ekki aðgang að hreinu drykkjarvatni og hafi ekki fengið að borða síðan á þriðjudag. „Hin 52 ára gamla Frú Gul mun fljótlega deyja fyrir framan börnin sín fimm. Það verður að bjarga henni NÚNA,“ skrifuðu samtökin á Twitter í dag. Samkvæmt samtökunum er konan flóttamaður frá Afganistan og með henni í för eru tveir synir hennar og þrjár dætur, yngsta barnið fimmtán ára gamalt. Engar frekari upplýsingar sé að fá um fjölskylduna en fleiri flóttamenn í hópnum séu frá Afganistan. Afganski hópurinn hefur verið fastur á landamærunum í tólf daga en hann er sagður hafa flúið frá Afganistan vegna valdtöku Talibana í liðinni viku. Pólsk yfirvöld segjast ekki geta hleypt hópnum inn í landið og hvítrússneskir landamæraverðir vakta hópinn allan sólarhringinn svo hann snúi ekki aftur til Hvíta-Rússlands. Fréttastofa BNS greindi frá því í dag að auk þessa 32 manna hóps við landamærin að Póllandi sé hópur 41 flóttamanns frá Írak við landamærin að Lettlandi. Yfirvöld í Póllandi, Lettlandi og Litháen hafa greint frá því undanfarið að gífurleg fjölgun hafi verið í fjölda flóttamanna frá Írak og Afganistan sem hafi reynt að komast yfir landamærin frá Hvíta-Rússlandi undanfarið. Utanríkisráðuneyti Hvíta-Rússlands sakaði í dag pólsk yfirvöld um að hafa staðið að aukningu flóttamanna frá Afganistan vegna samstarfs Póllands og Bandaríkjanna í málum Afganistan undanfarið. Evrópusambandið hefur hins vegar sakað Alexander Lúkasjenka, forseta Hvíta-Rússlands, um að hafa staðið að flóttamannastraumnum vegna deilna við Evrópusambandið. Talsmaður yfirvalda í Lettlandi sagði í dag að lettnesk stjórnvöld muni fylgja óskum Mannréttindadómstólsins og tryggja flóttafólkinu mat, vatn og aðgengi að læknisþjónustu. Pólsk yfirvöld hafa enn ekki tjáð sig um málið. Evrópusambandið Pólland Lettland Litháen Hvíta-Rússland Flóttamenn Afganistan Írak Mannréttindi Tengdar fréttir Fjöldahandtökur, ofbeldi og landflótti Í dag er liðið ár síðan umdeildar forsetakosningar í Hvíta-Rússlandi fóru fram. Síðan þá hefur mikil stjórnmálaóreiða ríkt í landinu með fjöldahandtökunum, landflótta og hremmingum. 9. ágúst 2021 10:00 Ísland á að sýna gott fordæmi sem öflugur málsvari barna og kvenna UNICEF og UN Women á Íslandi vilja undirstrika að aðstoð við Afgani er langtímaverkefni 25. ágúst 2021 10:01 Talíbanar verða dæmdir af gjörðum sínum Joe Biden, forseti Bandaríkjann,a segir að því fyrr sem bandarískar hersveitir verði farnar frá Afganistan því betra. Allt miðaðist við að standa við samkomulag Bandaríkjastjórnar og Talibana um að brottflutningi verði lokið hinn 31. ágúst. 25. ágúst 2021 06:30 Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Segist eiga fund með Pútín Erlent Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Innlent Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Innlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Fleiri fréttir Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Sjá meira
Miklar deilur hafa staðið yfir milli Evrópusambandsríkja og Hvíta-Rússlands undanfarna mánuði eftir að Evrópusambandið setti viðskiptaþvinganir á Hvíta-Rússland í kjölfar handtöku blaðamannsins Roman Prótasevíts í vor. Pólsku flóttamannasamtökin Ocalenie Foundation segjast hafa miklar áhyggjur af stöðunni á landamærum Hvíta-Rússlands. Samtökin hafi verið í sambandi við flóttafólkið, sem er hópur 32 flóttamanna, á landamærum Hvíta-Rússlands að Póllandi. 25 þeirra séu heilsuveil og 12 alvarlega veik. Hópurinn hafi ekki aðgang að hreinu drykkjarvatni og hafi ekki fengið að borða síðan á þriðjudag. „Hin 52 ára gamla Frú Gul mun fljótlega deyja fyrir framan börnin sín fimm. Það verður að bjarga henni NÚNA,“ skrifuðu samtökin á Twitter í dag. Samkvæmt samtökunum er konan flóttamaður frá Afganistan og með henni í för eru tveir synir hennar og þrjár dætur, yngsta barnið fimmtán ára gamalt. Engar frekari upplýsingar sé að fá um fjölskylduna en fleiri flóttamenn í hópnum séu frá Afganistan. Afganski hópurinn hefur verið fastur á landamærunum í tólf daga en hann er sagður hafa flúið frá Afganistan vegna valdtöku Talibana í liðinni viku. Pólsk yfirvöld segjast ekki geta hleypt hópnum inn í landið og hvítrússneskir landamæraverðir vakta hópinn allan sólarhringinn svo hann snúi ekki aftur til Hvíta-Rússlands. Fréttastofa BNS greindi frá því í dag að auk þessa 32 manna hóps við landamærin að Póllandi sé hópur 41 flóttamanns frá Írak við landamærin að Lettlandi. Yfirvöld í Póllandi, Lettlandi og Litháen hafa greint frá því undanfarið að gífurleg fjölgun hafi verið í fjölda flóttamanna frá Írak og Afganistan sem hafi reynt að komast yfir landamærin frá Hvíta-Rússlandi undanfarið. Utanríkisráðuneyti Hvíta-Rússlands sakaði í dag pólsk yfirvöld um að hafa staðið að aukningu flóttamanna frá Afganistan vegna samstarfs Póllands og Bandaríkjanna í málum Afganistan undanfarið. Evrópusambandið hefur hins vegar sakað Alexander Lúkasjenka, forseta Hvíta-Rússlands, um að hafa staðið að flóttamannastraumnum vegna deilna við Evrópusambandið. Talsmaður yfirvalda í Lettlandi sagði í dag að lettnesk stjórnvöld muni fylgja óskum Mannréttindadómstólsins og tryggja flóttafólkinu mat, vatn og aðgengi að læknisþjónustu. Pólsk yfirvöld hafa enn ekki tjáð sig um málið.
Evrópusambandið Pólland Lettland Litháen Hvíta-Rússland Flóttamenn Afganistan Írak Mannréttindi Tengdar fréttir Fjöldahandtökur, ofbeldi og landflótti Í dag er liðið ár síðan umdeildar forsetakosningar í Hvíta-Rússlandi fóru fram. Síðan þá hefur mikil stjórnmálaóreiða ríkt í landinu með fjöldahandtökunum, landflótta og hremmingum. 9. ágúst 2021 10:00 Ísland á að sýna gott fordæmi sem öflugur málsvari barna og kvenna UNICEF og UN Women á Íslandi vilja undirstrika að aðstoð við Afgani er langtímaverkefni 25. ágúst 2021 10:01 Talíbanar verða dæmdir af gjörðum sínum Joe Biden, forseti Bandaríkjann,a segir að því fyrr sem bandarískar hersveitir verði farnar frá Afganistan því betra. Allt miðaðist við að standa við samkomulag Bandaríkjastjórnar og Talibana um að brottflutningi verði lokið hinn 31. ágúst. 25. ágúst 2021 06:30 Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Segist eiga fund með Pútín Erlent Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Innlent Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Innlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Fleiri fréttir Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Sjá meira
Fjöldahandtökur, ofbeldi og landflótti Í dag er liðið ár síðan umdeildar forsetakosningar í Hvíta-Rússlandi fóru fram. Síðan þá hefur mikil stjórnmálaóreiða ríkt í landinu með fjöldahandtökunum, landflótta og hremmingum. 9. ágúst 2021 10:00
Ísland á að sýna gott fordæmi sem öflugur málsvari barna og kvenna UNICEF og UN Women á Íslandi vilja undirstrika að aðstoð við Afgani er langtímaverkefni 25. ágúst 2021 10:01
Talíbanar verða dæmdir af gjörðum sínum Joe Biden, forseti Bandaríkjann,a segir að því fyrr sem bandarískar hersveitir verði farnar frá Afganistan því betra. Allt miðaðist við að standa við samkomulag Bandaríkjastjórnar og Talibana um að brottflutningi verði lokið hinn 31. ágúst. 25. ágúst 2021 06:30