Lögregla leitar ljósum logum að karókíþyrstu Covid-sjúklingunum Vésteinn Örn Pétursson skrifar 25. ágúst 2021 10:28 Gauknum var lokað í gær, til að varna því að þangað kæmu Covid-sjúklingar. Vísir/Vilhelm Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu veit engin deili á fólki sem tilkynnt var um að ætlaði sér á karókíkvöld á skemmtistaðnum Gauknum í Reykjavík í gær, þrátt fyrir að hluti hópsins væri Covid-smitaður. Málinu er þó ekki lokið af hálfu lögreglu. Þetta staðfestir Björn Steinn Sveinsson, aðalsvarðstjóri hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, í samtali við fréttastofu. Eins og greint var frá í gær var Gauknum lokað eftir að stjórnendum staðarins barst það til eyrna að Covid-smitaðir einstaklingar hygðust mæta á karókíkvöld. „Tilkynningin er þannig að það er verið að tilkynna um partí í gærkvöldi, og að Covid-smitaðir séu að fara. Svona var þetta matreitt ofan í okkur,“ segir Björn Steinn. Stefnan hafi verið sett á Gaukinn, samkvæmt tilkynningunni. „En það var náttúrulega lokað og þá gefur auga leið að það kom enginn á Gaukinn. En það eru engin nöfn eða nokkur skapaður hlutur í þessu. Við vitum svo sem ekkert meira.“ Hafa lítið í höndunum Lögreglan vinni nú að því að komast til botns í málinu og finna út um hvaða hóp var að ræða. Tilkynningin til lögreglunnar sé þó eina gagnið sem lögregla geti stuðst við í augnablikinu. „Allavega held ég að það sé nú betra fyrir okkur að vita af því hvaða hópar þetta eru, svo þeir fari ekki inn á aðra staði,“ segir Björn Steinn. Hann segist ánægður með viðbrögð stjórnenda Gauksins, að loka einfaldlega staðnum til þess að koma í veg fyrir að Covid-smitaðir einstaklingar kæmu þar inn, með tilheyrandi hættu á útbreiðslu veirunnar. „Líka af því það veit enginn hverjir viðkomandi eru, þannig það er ómögulegt að segja hvernig þetta hefði getað farið. Eins og ég segi, við ætlum að reyna að athuga hvort við getum fundið eitthvað meira út úr þessu, en það hefur ekkert skilað sér enn þá.“ Ekkert brot og engir brotamenn Aðspurður út í möguleg viðurlög segir Björn Steinn erfitt að svara því á þessari stundu, enda liggi hvorki fyrir brot á reglum né hverjir meintir brotamenn þá eru. „Þau gerðu ekki neitt og fóru hvergi inn. Ég veit ekki hvort það yrðu einhver viðurlög fyrr en þau brjóta af sér. En þau eiga klárlega að vera í sóttkví og einangrun ef þetta er smitað, en fyrst þurfum við að hafa uppi á einhverjum úr þessum hópum,“ segir Björn Steinn. Næturlíf Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Snarpur skjálfti við Trölladyngju Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Fleiri fréttir Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Sjá meira
Þetta staðfestir Björn Steinn Sveinsson, aðalsvarðstjóri hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, í samtali við fréttastofu. Eins og greint var frá í gær var Gauknum lokað eftir að stjórnendum staðarins barst það til eyrna að Covid-smitaðir einstaklingar hygðust mæta á karókíkvöld. „Tilkynningin er þannig að það er verið að tilkynna um partí í gærkvöldi, og að Covid-smitaðir séu að fara. Svona var þetta matreitt ofan í okkur,“ segir Björn Steinn. Stefnan hafi verið sett á Gaukinn, samkvæmt tilkynningunni. „En það var náttúrulega lokað og þá gefur auga leið að það kom enginn á Gaukinn. En það eru engin nöfn eða nokkur skapaður hlutur í þessu. Við vitum svo sem ekkert meira.“ Hafa lítið í höndunum Lögreglan vinni nú að því að komast til botns í málinu og finna út um hvaða hóp var að ræða. Tilkynningin til lögreglunnar sé þó eina gagnið sem lögregla geti stuðst við í augnablikinu. „Allavega held ég að það sé nú betra fyrir okkur að vita af því hvaða hópar þetta eru, svo þeir fari ekki inn á aðra staði,“ segir Björn Steinn. Hann segist ánægður með viðbrögð stjórnenda Gauksins, að loka einfaldlega staðnum til þess að koma í veg fyrir að Covid-smitaðir einstaklingar kæmu þar inn, með tilheyrandi hættu á útbreiðslu veirunnar. „Líka af því það veit enginn hverjir viðkomandi eru, þannig það er ómögulegt að segja hvernig þetta hefði getað farið. Eins og ég segi, við ætlum að reyna að athuga hvort við getum fundið eitthvað meira út úr þessu, en það hefur ekkert skilað sér enn þá.“ Ekkert brot og engir brotamenn Aðspurður út í möguleg viðurlög segir Björn Steinn erfitt að svara því á þessari stundu, enda liggi hvorki fyrir brot á reglum né hverjir meintir brotamenn þá eru. „Þau gerðu ekki neitt og fóru hvergi inn. Ég veit ekki hvort það yrðu einhver viðurlög fyrr en þau brjóta af sér. En þau eiga klárlega að vera í sóttkví og einangrun ef þetta er smitað, en fyrst þurfum við að hafa uppi á einhverjum úr þessum hópum,“ segir Björn Steinn.
Næturlíf Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Snarpur skjálfti við Trölladyngju Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Fleiri fréttir Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Sjá meira