Um 28 prósent vilja að aðeins meira fé verði veitt til spítalans og 13 prósent að fjárframlög til spítalans haldist óbreytt. Aðeins um 2 prósent vilja að aðeins minna fé eða miklu minna fé sé veitt til spítalans.
Um 64 prósent kvenna vilja veita miklu meira fé í rekstur Landspítala en 50 prósent karla. Þeir sem eru með hærri tekjur eru líklegri til að vilja að framlögin haldist óbreytt en lítill munur er á afstöðu fólks þegar kemur að menntun og búsetu.
Samkvæmt umfjöllun Fréttablaðsins skera stuðningsmenn Sjálfstæðisflokksins sig nokkuð úr samanborið við stuðningsmenn annarra flokka en 42 prósent þeirra vilja að framlög ríkisins til spítalans haldist óbreytt, 32 prósent að þau hækki aðeins og 20 prósent að þau hækki mikið.
„Þetta endurspeglar það sem að áður hefur komið fram. Það er eindreginn stuðningur landsmanna við opinbert heilbrigðiskerfi og sterkan Landspítala. Þetta er eindregið ákall um að haldið verði áfram á þeirri braut að byggja upp þessa mikilvægu þjónustu,“ hefur blaðið eftir Svandísi Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra.