Vítahringur vantrausts Einar Brynjólfsson skrifar 25. ágúst 2021 07:01 Skoðanakannanir hafa sýnt mörg undanfarin ár að almenningur ber mjög lítið traust til stjórnvalda og ýmissa stofnana, sérstaklega til Alþingis og ráðherra. Fyrir því eru einfaldar ástæður, en reyndar ansi margar. Þingmönnum og ráðherrum hefur nefnilega ítrekað tekist að klúðra málum, t.d. varðandi skipan dómara við Landsrétt, með því að halda skýrslum og upplýsingum frá almenningi, með því að fara ekki eftir eigin sóttvarnarreglum og svo mætti lengi telja. En hvar liggur vandinn? Efnahags- og framfarastofnunin (OECD) hefur oft látið rannsaka traust og vantraust á stjórnvöldum og stjórnkerfum aðildarlandanna. Í einni slíkri, Trust and Public Policy frá 2017, kemur fram að traust (eða vantraust) almennings snýr annars vegar að hæfni stjórnvalda til að sinna skyldum sínum. Hins vegar snýr það að því hvort stjórnvöld fari eftir þeim leikreglum og viðmiðum sem þau sjálf hafa sett. Í þessari rannsókn kemur skýrt fram að almenningur gerir kröfu um 1. að stjórnvöld sætti sig við skýrar leikreglur og; 2. að það endurspeglist þegar stórar og afdrifaríkar ákvarðanir eru teknar; 3. að pólitískir leiðtogar sýni gott fordæmi, t.d. með því að stuðla að góðu aðgengi að upplýsingum og gagnsæi; 4. að sömu viðmið og leikreglur gildi í öllum kimum stjórnkerfisins, jafnt hjá embættisfólki og kjörnum fulltrúum. Þessir meginþættir falla vel að grunngildum Pírata, enda segir í grunnstefnu okkar m.a. að gagnsæi snúist um að opna hina valdameiri gagnvart eftirliti hinna valdaminni, að almenningur þurfi að vera upplýstur fyrir lýðræðislega ákvarðanatöku og að upplýsingar eigi að vera aðgengilegar almenningi. Atvikin sem ég nefndi hér að ofan eru góð dæmi (eða vond) um það hvernig íslensk stjórnvöld reyna ítrekað að sveigja framhjá þessum meginþáttum sem almenningur gerir kröfu um. Píratar vilja rjúfa þennan vítahring vantrausts, með betra aðgengi að upplýsingum að vopni og síðast en ekki síst, auðmýkt gagnvart valdinu sem þeim er fært í hendur. Höfundur er oddviti Pírata í Norðausturkjördæmi við Alþingiskosningarnar 25. september nk. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Píratar Alþingiskosningar 2021 Skoðun: Kosningar 2021 Mest lesið Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson Skoðun Þegar fjórða valdið sefur – og gamla tuggan lifir Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason Skoðun Óttinn selur Davíð Bergmann Skoðun „AMOC straumurinn", enn ein heimsendaspáin... Valgerður Árnadóttir Skoðun Börn með fjölþættan vanda – horft til framtíðar Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Umbóta á námi fanga enn beðið Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Skoðun Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks skrifar Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun „AMOC straumurinn", enn ein heimsendaspáin... Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason skrifar Skoðun Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Óttinn selur Davíð Bergmann skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda – horft til framtíðar Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Umbóta á námi fanga enn beðið Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þegar fjórða valdið sefur – og gamla tuggan lifir Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller skrifar Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Sjá meira
Skoðanakannanir hafa sýnt mörg undanfarin ár að almenningur ber mjög lítið traust til stjórnvalda og ýmissa stofnana, sérstaklega til Alþingis og ráðherra. Fyrir því eru einfaldar ástæður, en reyndar ansi margar. Þingmönnum og ráðherrum hefur nefnilega ítrekað tekist að klúðra málum, t.d. varðandi skipan dómara við Landsrétt, með því að halda skýrslum og upplýsingum frá almenningi, með því að fara ekki eftir eigin sóttvarnarreglum og svo mætti lengi telja. En hvar liggur vandinn? Efnahags- og framfarastofnunin (OECD) hefur oft látið rannsaka traust og vantraust á stjórnvöldum og stjórnkerfum aðildarlandanna. Í einni slíkri, Trust and Public Policy frá 2017, kemur fram að traust (eða vantraust) almennings snýr annars vegar að hæfni stjórnvalda til að sinna skyldum sínum. Hins vegar snýr það að því hvort stjórnvöld fari eftir þeim leikreglum og viðmiðum sem þau sjálf hafa sett. Í þessari rannsókn kemur skýrt fram að almenningur gerir kröfu um 1. að stjórnvöld sætti sig við skýrar leikreglur og; 2. að það endurspeglist þegar stórar og afdrifaríkar ákvarðanir eru teknar; 3. að pólitískir leiðtogar sýni gott fordæmi, t.d. með því að stuðla að góðu aðgengi að upplýsingum og gagnsæi; 4. að sömu viðmið og leikreglur gildi í öllum kimum stjórnkerfisins, jafnt hjá embættisfólki og kjörnum fulltrúum. Þessir meginþættir falla vel að grunngildum Pírata, enda segir í grunnstefnu okkar m.a. að gagnsæi snúist um að opna hina valdameiri gagnvart eftirliti hinna valdaminni, að almenningur þurfi að vera upplýstur fyrir lýðræðislega ákvarðanatöku og að upplýsingar eigi að vera aðgengilegar almenningi. Atvikin sem ég nefndi hér að ofan eru góð dæmi (eða vond) um það hvernig íslensk stjórnvöld reyna ítrekað að sveigja framhjá þessum meginþáttum sem almenningur gerir kröfu um. Píratar vilja rjúfa þennan vítahring vantrausts, með betra aðgengi að upplýsingum að vopni og síðast en ekki síst, auðmýkt gagnvart valdinu sem þeim er fært í hendur. Höfundur er oddviti Pírata í Norðausturkjördæmi við Alþingiskosningarnar 25. september nk.
Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson Skoðun
Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar
Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar
Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar
Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar
Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson Skoðun