Missti stjórn á sér og stuggaði við mótmælandanum Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 24. ágúst 2021 20:30 Tólf ára sonur Ísaks fékk bólusetningu í Laugardalshöll í dag. vísir/egill Faðir barns sem fékk bólusetningu í morgun hálf sér eftir að hafa stuggað við mótmælanda sem hrópaði að börnunum að þau væru að fara að láta sprauta í sig efnavopni. Hann kveðst kannast við manninn og viljað koma honum í burtu frá börnunum. „Barnsmóðir mín var á leið inn með drenginn. Ég ætlaði nú bara sjálfur að bíða út í bíl en svo heyri ég í þessum manni sem kemur þarna og fer að hrópa að börnunum. Og fer þarna út og sé að þetta er maður sem ég kannast við og fannst mjög leiðinlegt að sjá þarna,“ segir Ísak Jónsson, faðir tólf ára drengs sem fékk bólusetningu í morgun. Mótmælandinn hrópaði yfir röð barna og foreldra: „Það er verið að fara að sprauta börn með S1-prótein lífefnavopni.“ Hann sagði einnig að bóluefnið myndaði blóðkekki hjá 70 prósent þeirra sem fengju það. Ísak segist fyrst hafa reynt að fá manninn til að yfirgefa svæðið með því að tala við hann. Hann endaði þó á því að stugga við honum. „Jú, ég endaði nú á því. Ég hélt að hann hefði nú tekið sönsum og væri hættur en þá byrjar hann aftur og þá svona missi ég svoldið stjórn á mér, ég var orðinn svoldið reiður og þá svona ýti ég aðeins við honum eða reyni bara að koma honum í burtu. Það var eiginlega það eina sem ég var að hugsa um, að koma bara manninum í burtu úr þessum aðstæðum sem hann hafði komið sér í,“ segir Ísak. Myndband af atvikinu má sjá hér: Eftir á að hyggja segist Ísak ekki hafa brugðist rétt við aðstæðunum. Hann hafði þegar hringt í lögregluna sem mætti fljótlega á svæðið og fjarlægði manninn. Börnin skelkuð Hvernig leið fólki í röðinni? „Það náttúrulega bara leið engum vel yfir þessu. Svona áróður er náttúrulega bara stórskaðlegur. Maður getur fyrirgefið alls kyns dót sem að er á internetinu því það skaðar engan… Þú mátt alveg dreifa því að jörðin sé flöt en svona áróður er skaðlegur. Hann kostar actually mannslíf,“ segir Ísak. Voru börnin skelkuð? „Já, mér sýndist það nú að þau hafi orðið svona frekar óróleg yfir þessu og þetta voru ekki þægilegar aðstæður fyrir þau til að vera í og ekki til eftirspurnar að koma þeim í þessar aðstæður.“ Vonar að fleiri mótmæli ekki Hann vonar að fólk hugsi sig tvisvar um áður en það ákveði að mæta og mótmæla bólusetningum. „Því að fólk tekur sínar ákvarðanir og þú getur tekið þína ákvörðun fyrir sjálfan þig og mögulega börnin þín en þú tekur ekki ákvarðanir fyrir aðra. Fólk tekur sínar eigin upplýstu ákvarðanir, misupplýstu kannski.“ Ánægð með hve fáir hafa mótmælt Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir hjá heilsugæslunni á höfuðborgarsvæðinu segir að mótmælin í dag séu þau einu sem hafi komið upp síðan bólusetningar barna hófust í gær. Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir er yfir bólusetningarverkefni heilsugæslunnar. vísir/Sigurjón Hún er ánægð með hve fátíð mótmæli við raðir fólks á leið í bólusetningar hafa verið en henni er aðeins kunnugt um tvö tilvik; mótmælin í dag og þegar kona nokkur var handtekin þegar hún mótmælti bólusetningum þungaðra kvenna. Bólusetningar Reykjavík Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Mótmælandi hrópaði á foreldra og börn sem biðu eftir bólusetningu Mótmælandi lét ókvæðisorð falla að foreldrum sem biðu með börnum sínum í röð eftir bólusetningu fyrir utan Laugardalshöll í morgun. 24. ágúst 2021 13:13 Mótmæltu bólusetningum: „Ég vona að næst verði ég handtekinn með þér“ Hópur sem kallar sig Coviðspurnuna stóð fyrir mótmælum á Austurvelli í gær þar sem bólusetningum og sóttvarnaaðgerðum stjórnvalda var mótmælt. Hópurinn hefur nú boðað til „stórmótmæla“ fyrir framan heilbrigðisráðuneytið á fimmtudag. 1. ágúst 2021 13:30 Mest lesið „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Innlent Virginia Giuffre er látin Erlent Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Innlent „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Innlent Þýskur kafbátur við Sundahöfn Innlent Bein útsending: Útför Frans Páfa Erlent Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Innlent Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Erlent Fleiri fréttir Þrettán gistu fangageymslur „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Sjá meira
„Barnsmóðir mín var á leið inn með drenginn. Ég ætlaði nú bara sjálfur að bíða út í bíl en svo heyri ég í þessum manni sem kemur þarna og fer að hrópa að börnunum. Og fer þarna út og sé að þetta er maður sem ég kannast við og fannst mjög leiðinlegt að sjá þarna,“ segir Ísak Jónsson, faðir tólf ára drengs sem fékk bólusetningu í morgun. Mótmælandinn hrópaði yfir röð barna og foreldra: „Það er verið að fara að sprauta börn með S1-prótein lífefnavopni.“ Hann sagði einnig að bóluefnið myndaði blóðkekki hjá 70 prósent þeirra sem fengju það. Ísak segist fyrst hafa reynt að fá manninn til að yfirgefa svæðið með því að tala við hann. Hann endaði þó á því að stugga við honum. „Jú, ég endaði nú á því. Ég hélt að hann hefði nú tekið sönsum og væri hættur en þá byrjar hann aftur og þá svona missi ég svoldið stjórn á mér, ég var orðinn svoldið reiður og þá svona ýti ég aðeins við honum eða reyni bara að koma honum í burtu. Það var eiginlega það eina sem ég var að hugsa um, að koma bara manninum í burtu úr þessum aðstæðum sem hann hafði komið sér í,“ segir Ísak. Myndband af atvikinu má sjá hér: Eftir á að hyggja segist Ísak ekki hafa brugðist rétt við aðstæðunum. Hann hafði þegar hringt í lögregluna sem mætti fljótlega á svæðið og fjarlægði manninn. Börnin skelkuð Hvernig leið fólki í röðinni? „Það náttúrulega bara leið engum vel yfir þessu. Svona áróður er náttúrulega bara stórskaðlegur. Maður getur fyrirgefið alls kyns dót sem að er á internetinu því það skaðar engan… Þú mátt alveg dreifa því að jörðin sé flöt en svona áróður er skaðlegur. Hann kostar actually mannslíf,“ segir Ísak. Voru börnin skelkuð? „Já, mér sýndist það nú að þau hafi orðið svona frekar óróleg yfir þessu og þetta voru ekki þægilegar aðstæður fyrir þau til að vera í og ekki til eftirspurnar að koma þeim í þessar aðstæður.“ Vonar að fleiri mótmæli ekki Hann vonar að fólk hugsi sig tvisvar um áður en það ákveði að mæta og mótmæla bólusetningum. „Því að fólk tekur sínar ákvarðanir og þú getur tekið þína ákvörðun fyrir sjálfan þig og mögulega börnin þín en þú tekur ekki ákvarðanir fyrir aðra. Fólk tekur sínar eigin upplýstu ákvarðanir, misupplýstu kannski.“ Ánægð með hve fáir hafa mótmælt Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir hjá heilsugæslunni á höfuðborgarsvæðinu segir að mótmælin í dag séu þau einu sem hafi komið upp síðan bólusetningar barna hófust í gær. Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir er yfir bólusetningarverkefni heilsugæslunnar. vísir/Sigurjón Hún er ánægð með hve fátíð mótmæli við raðir fólks á leið í bólusetningar hafa verið en henni er aðeins kunnugt um tvö tilvik; mótmælin í dag og þegar kona nokkur var handtekin þegar hún mótmælti bólusetningum þungaðra kvenna.
Bólusetningar Reykjavík Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Mótmælandi hrópaði á foreldra og börn sem biðu eftir bólusetningu Mótmælandi lét ókvæðisorð falla að foreldrum sem biðu með börnum sínum í röð eftir bólusetningu fyrir utan Laugardalshöll í morgun. 24. ágúst 2021 13:13 Mótmæltu bólusetningum: „Ég vona að næst verði ég handtekinn með þér“ Hópur sem kallar sig Coviðspurnuna stóð fyrir mótmælum á Austurvelli í gær þar sem bólusetningum og sóttvarnaaðgerðum stjórnvalda var mótmælt. Hópurinn hefur nú boðað til „stórmótmæla“ fyrir framan heilbrigðisráðuneytið á fimmtudag. 1. ágúst 2021 13:30 Mest lesið „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Innlent Virginia Giuffre er látin Erlent Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Innlent „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Innlent Þýskur kafbátur við Sundahöfn Innlent Bein útsending: Útför Frans Páfa Erlent Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Innlent Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Erlent Fleiri fréttir Þrettán gistu fangageymslur „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Sjá meira
Mótmælandi hrópaði á foreldra og börn sem biðu eftir bólusetningu Mótmælandi lét ókvæðisorð falla að foreldrum sem biðu með börnum sínum í röð eftir bólusetningu fyrir utan Laugardalshöll í morgun. 24. ágúst 2021 13:13
Mótmæltu bólusetningum: „Ég vona að næst verði ég handtekinn með þér“ Hópur sem kallar sig Coviðspurnuna stóð fyrir mótmælum á Austurvelli í gær þar sem bólusetningum og sóttvarnaaðgerðum stjórnvalda var mótmælt. Hópurinn hefur nú boðað til „stórmótmæla“ fyrir framan heilbrigðisráðuneytið á fimmtudag. 1. ágúst 2021 13:30