Eldskírn í bakverði í sex stiga fallslag: „Var bara frábær í þessum leik“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 24. ágúst 2021 13:00 Óli Valur í baráttunni við Ægi Jarl Jónasson, leikmann KR. Vísir/Hulda Margrét Hinn ungi og efnilegi Óli Valur Ómarsson lék í stöðu hægri bakvarðar í fallslag Stjörnunnar og Fylkis í Pepsi Max deild karla í knattspyrnu. Óli Valur, sem leikur vanalega mun framar á vellinum, stóð sig með sóma en farið var yfir frammistöðu hans í Stúkunni að leik loknum. „Mér fannst hann ógnandi, vildi fá boltann og fara á Óla Val Ómarsson í hægri bakvarðarstöðunni. Hann var að reyna og manni fannst gusta um hann,“ sagði Kjartan Atli Kjartansson, þáttastjórnandi, um innkomu Djair Terraii Carl Parfitt-Williams í Fylkisliðið í gær. Óli Valur hafði ekki átt í miklum vandræðum framan af leik en Djair var erfiður viðureignar. Það dugði þó ekki til þar sem Stjarnan vann 2-0 sigur á endanum. „Hér sjáum við einmitt Óla Val sem spilaði í hægri bakverði og það var talað um þetta fyrir leikinn, ungur strákur kominn í hægri bakvörðinn,“ bætti Kjartan Atli við áður en hann spurði Mána Pétursson, sérfræðing, hvernig honum hefði fundist Óli Valur standa sig. „Óli Valur var bara frábær í þessum leik. Það kemur allt öðruvísi ógn frá honum fram á við heldur en frá Heiðari (Ægissyni, sem spilar venjulega í bakverði Stjörnunnar). Hann var eini sinni tekinn í leiknum, Djair tók hann og skildi hann eftir. Annars réð hann bara við allt sem þeir sendu á hann. Einu áhyggjurnar sem ég haf honum í varnarleik er þegar menn ákveða að setja stóran mann á móti honum og skrúfa boltann þangað. Ég hef ekki áhyggjur af honum einn á einn eða að einhver hlaupi framhjá honum,“ sagði Máni um frammistöðu Óla Vals í leiknum. „Við tókum meira eftir honum þegar Djair kom inn á. Daði (Ólafsson) var þarna úti vinstra megin fyrstu 60 mínútur og hann er ekki leikmaður sem fer mikið á varnarmenn, einn á einn. Djair var að reyna, það reyndi því meira á Óla Val í þessum stöðum. Leysti það vel en maður sá líka að það voru merki á honum að hann væri nýr í þessari stöðu og pínulítið tæpur,“ bætti Atli Viðar Björnsson við að endingu. Stjarnan vann eins og áður sagði gríðar mikilvægan 2-0 sigur og lyfti sér aðeins frá fallsvæðinu. Nú munar fimm stigum á Stjörnunni og HK sem situr í 11. sæti Pepsi Max deildarinnar. Klippa: Pepsi Max Stúkan: Umræða um nýjan hægri bakvörð Stjörnunnar Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Pepsi Max stúkan Stjarnan Tengdar fréttir Sjáðu mörk Stjörnunnar og umræðuna um markið sem var dæmt af Leikni: „Fyrir mér hefur hann ekki áhrif á leikinn“ Tveir leikir fóru fram í Pepsi Max deild karla í gærkvöld. Stjarnan vann gríðarlega mikilvægan 2-0 sigur á Fylki en fyrir leik voru bæði lið aðeins þremur stigum frá fallsæti. Leiknir Reykjavík og HK gerðu þá markalaust jafntefli þar sem mark var dæmt af Leikni. 24. ágúst 2021 08:31 „Þetta var góður vinnusigur hjá okkur og við spiluðum vel“ Stjörnumenn unnu 2-0 sigur á Fylki í Pepsi-Max deild karla á heimavelli í Garðabænum í kvöld. Þorvarldur Örlygsson, þjálfari Stjörnunnar, var léttur í leikslok. 23. ágúst 2021 21:50 Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - Fylkir 2-0 | Garðbæingar unnu fallslaginn Stjarnan steig stórt skref frá fallsvæðinu í Pepsi Max-deild karla í fótbolta með 2-0 heimasigri á Fylki í kvöld. Fylkismenn eru í bráðri hættu eftir að hafa leikið sex leiki í röð án sigurs. 23. ágúst 2021 22:10 Mest lesið Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Íslenski boltinn Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Enski boltinn Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Enski boltinn Það verða tónleikar í hálfleik á úrslitum HM félagsliða Sport Messi slær enn eitt metið Fótbolti „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Íslenski boltinn Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Enski boltinn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Enski boltinn Konate gæti farið frítt frá Liverpool Sport Fleiri fréttir Í beinni: FH - KA | Fallbaráttuslagur í Kaplakrika Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Sjá meira
„Mér fannst hann ógnandi, vildi fá boltann og fara á Óla Val Ómarsson í hægri bakvarðarstöðunni. Hann var að reyna og manni fannst gusta um hann,“ sagði Kjartan Atli Kjartansson, þáttastjórnandi, um innkomu Djair Terraii Carl Parfitt-Williams í Fylkisliðið í gær. Óli Valur hafði ekki átt í miklum vandræðum framan af leik en Djair var erfiður viðureignar. Það dugði þó ekki til þar sem Stjarnan vann 2-0 sigur á endanum. „Hér sjáum við einmitt Óla Val sem spilaði í hægri bakverði og það var talað um þetta fyrir leikinn, ungur strákur kominn í hægri bakvörðinn,“ bætti Kjartan Atli við áður en hann spurði Mána Pétursson, sérfræðing, hvernig honum hefði fundist Óli Valur standa sig. „Óli Valur var bara frábær í þessum leik. Það kemur allt öðruvísi ógn frá honum fram á við heldur en frá Heiðari (Ægissyni, sem spilar venjulega í bakverði Stjörnunnar). Hann var eini sinni tekinn í leiknum, Djair tók hann og skildi hann eftir. Annars réð hann bara við allt sem þeir sendu á hann. Einu áhyggjurnar sem ég haf honum í varnarleik er þegar menn ákveða að setja stóran mann á móti honum og skrúfa boltann þangað. Ég hef ekki áhyggjur af honum einn á einn eða að einhver hlaupi framhjá honum,“ sagði Máni um frammistöðu Óla Vals í leiknum. „Við tókum meira eftir honum þegar Djair kom inn á. Daði (Ólafsson) var þarna úti vinstra megin fyrstu 60 mínútur og hann er ekki leikmaður sem fer mikið á varnarmenn, einn á einn. Djair var að reyna, það reyndi því meira á Óla Val í þessum stöðum. Leysti það vel en maður sá líka að það voru merki á honum að hann væri nýr í þessari stöðu og pínulítið tæpur,“ bætti Atli Viðar Björnsson við að endingu. Stjarnan vann eins og áður sagði gríðar mikilvægan 2-0 sigur og lyfti sér aðeins frá fallsvæðinu. Nú munar fimm stigum á Stjörnunni og HK sem situr í 11. sæti Pepsi Max deildarinnar. Klippa: Pepsi Max Stúkan: Umræða um nýjan hægri bakvörð Stjörnunnar Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Pepsi Max stúkan Stjarnan Tengdar fréttir Sjáðu mörk Stjörnunnar og umræðuna um markið sem var dæmt af Leikni: „Fyrir mér hefur hann ekki áhrif á leikinn“ Tveir leikir fóru fram í Pepsi Max deild karla í gærkvöld. Stjarnan vann gríðarlega mikilvægan 2-0 sigur á Fylki en fyrir leik voru bæði lið aðeins þremur stigum frá fallsæti. Leiknir Reykjavík og HK gerðu þá markalaust jafntefli þar sem mark var dæmt af Leikni. 24. ágúst 2021 08:31 „Þetta var góður vinnusigur hjá okkur og við spiluðum vel“ Stjörnumenn unnu 2-0 sigur á Fylki í Pepsi-Max deild karla á heimavelli í Garðabænum í kvöld. Þorvarldur Örlygsson, þjálfari Stjörnunnar, var léttur í leikslok. 23. ágúst 2021 21:50 Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - Fylkir 2-0 | Garðbæingar unnu fallslaginn Stjarnan steig stórt skref frá fallsvæðinu í Pepsi Max-deild karla í fótbolta með 2-0 heimasigri á Fylki í kvöld. Fylkismenn eru í bráðri hættu eftir að hafa leikið sex leiki í röð án sigurs. 23. ágúst 2021 22:10 Mest lesið Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Íslenski boltinn Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Enski boltinn Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Enski boltinn Það verða tónleikar í hálfleik á úrslitum HM félagsliða Sport Messi slær enn eitt metið Fótbolti „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Íslenski boltinn Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Enski boltinn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Enski boltinn Konate gæti farið frítt frá Liverpool Sport Fleiri fréttir Í beinni: FH - KA | Fallbaráttuslagur í Kaplakrika Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Sjá meira
Sjáðu mörk Stjörnunnar og umræðuna um markið sem var dæmt af Leikni: „Fyrir mér hefur hann ekki áhrif á leikinn“ Tveir leikir fóru fram í Pepsi Max deild karla í gærkvöld. Stjarnan vann gríðarlega mikilvægan 2-0 sigur á Fylki en fyrir leik voru bæði lið aðeins þremur stigum frá fallsæti. Leiknir Reykjavík og HK gerðu þá markalaust jafntefli þar sem mark var dæmt af Leikni. 24. ágúst 2021 08:31
„Þetta var góður vinnusigur hjá okkur og við spiluðum vel“ Stjörnumenn unnu 2-0 sigur á Fylki í Pepsi-Max deild karla á heimavelli í Garðabænum í kvöld. Þorvarldur Örlygsson, þjálfari Stjörnunnar, var léttur í leikslok. 23. ágúst 2021 21:50
Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - Fylkir 2-0 | Garðbæingar unnu fallslaginn Stjarnan steig stórt skref frá fallsvæðinu í Pepsi Max-deild karla í fótbolta með 2-0 heimasigri á Fylki í kvöld. Fylkismenn eru í bráðri hættu eftir að hafa leikið sex leiki í röð án sigurs. 23. ágúst 2021 22:10