Reynt verði að takmarka fjölda ferðamanna ráði kerfið ekki við skimanir Birgir Olgeirsson skrifar 19. ágúst 2021 12:06 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Vísir/Vilhelm Sóttvarnalæknir leggur til að reynt verði að takmarka fjölda ferðamanna hingað til lands ef ekki næst að anna skimunum allra farþega á landamærunum. Þetta kemur fram í minnisblaði sóttvarnalæknis um framtíðarsýn sóttvarna. Hann segist þó ekki vita hvernig hægt verði að takmarka komu ferðamanna. 108 greindust með veiruna í gær og eru sjö á gjörgæslu vegna Covid. Fjölmiðlar fengu þetta minnisblað sóttvarnalæknis í gær en þar segir hann mikilvægasta þáttinn í sóttvörnum gegn kórónuveirunni að lágmarka flutning veirunnar til landsins með farþegum. Hann leggur til að allir verði skimaðir við komuna til landsins, líka börn og að þeir framvísi neikvæðu prófi áður en þeir eru fluttir til landsins. Í tillögunum leggur sóttvarnalæknir til að ef ekki verði hægt að anna skimunum þá verði leitað leiða að takmarka fjölda ferðamanna við þann fjölda sem okkar sóttvarnaráðstafanir ráða við. Ræður kerfið við það? „Ekki eins og staðan er núna. Ég segi líka í þessum tillögum að ég teldi þá eðlilegt að fjöldi farþega til Íslands verði takmarkaður við getuna til að taka þessi próf. Það er líka mjög umdeilt,“ segir Þórólfur. Sérðu fyrir þér hvernig við gætum takmarkað komur ferðamanna til landsins? „Nei, það er annarra að sjá hvort það er mögulegt. Ég veit að eins og staðan er núna er það ekki framkvæmanlegt. En ég held að menn þurfi að skoða dæmið og sjá hvaða möguleikar eru í stöðunni. Það sem ég er að benda á er að koma upp kerfi sem við ráðum við og er skynsamlegt en séum ekki alltaf á eftir í því að skima og grípa til ráðstafana og ráðum ekki við það sem við erum að gera.“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Í tillögunum um innanlandsaðgerðir kemur Þórólfur með þá hugmynd að stærri viðburður geti farið fram ef gestir geta sýnt fram á neikvætt pcr eða antigen hraðpróf sem er ekki elda en 24 til 48 klukkustunda gamalt. „Ég held að það séu allar hugmyndir uppi í því. En ég bendi á að það er ekki öruggt. Við höfum verið með atburði hér þar sem fólk hefur þurft að fara í hraðpróf áður en það mætir en samt hafa komið upp hópsmit á þeim stöðum. Þetta er ekki öruggt en það minnkar líkurnar á slíku.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Nýtt minnisblað: Svona sér Þórólfur fyrir sér framtíðina Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir telur ólíklegt að hægt verði að aflétta takmörkunum innanlands á meðan faraldurinn geisar í heiminum. Þetta segir hann í minnisblaði sínu til Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra um framtíðarfyrirkomulag sóttvarna á Íslandi vegna Covid-19. 18. ágúst 2021 14:26 Hugmyndir Þórólfs ekki tillögur sem beri að samþykkja eða hafna Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hyggst ekki taka afstöðu til þess hvort 200 manna samkomubann verði áfram við lýði næstu mánuði og misseri. 18. ágúst 2021 16:13 Mest lesið Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Erlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Eldur í þvottahúsi á Granda Innlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Innlent Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Erlent Fleiri fréttir Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Sjá meira
Fjölmiðlar fengu þetta minnisblað sóttvarnalæknis í gær en þar segir hann mikilvægasta þáttinn í sóttvörnum gegn kórónuveirunni að lágmarka flutning veirunnar til landsins með farþegum. Hann leggur til að allir verði skimaðir við komuna til landsins, líka börn og að þeir framvísi neikvæðu prófi áður en þeir eru fluttir til landsins. Í tillögunum leggur sóttvarnalæknir til að ef ekki verði hægt að anna skimunum þá verði leitað leiða að takmarka fjölda ferðamanna við þann fjölda sem okkar sóttvarnaráðstafanir ráða við. Ræður kerfið við það? „Ekki eins og staðan er núna. Ég segi líka í þessum tillögum að ég teldi þá eðlilegt að fjöldi farþega til Íslands verði takmarkaður við getuna til að taka þessi próf. Það er líka mjög umdeilt,“ segir Þórólfur. Sérðu fyrir þér hvernig við gætum takmarkað komur ferðamanna til landsins? „Nei, það er annarra að sjá hvort það er mögulegt. Ég veit að eins og staðan er núna er það ekki framkvæmanlegt. En ég held að menn þurfi að skoða dæmið og sjá hvaða möguleikar eru í stöðunni. Það sem ég er að benda á er að koma upp kerfi sem við ráðum við og er skynsamlegt en séum ekki alltaf á eftir í því að skima og grípa til ráðstafana og ráðum ekki við það sem við erum að gera.“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Í tillögunum um innanlandsaðgerðir kemur Þórólfur með þá hugmynd að stærri viðburður geti farið fram ef gestir geta sýnt fram á neikvætt pcr eða antigen hraðpróf sem er ekki elda en 24 til 48 klukkustunda gamalt. „Ég held að það séu allar hugmyndir uppi í því. En ég bendi á að það er ekki öruggt. Við höfum verið með atburði hér þar sem fólk hefur þurft að fara í hraðpróf áður en það mætir en samt hafa komið upp hópsmit á þeim stöðum. Þetta er ekki öruggt en það minnkar líkurnar á slíku.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Nýtt minnisblað: Svona sér Þórólfur fyrir sér framtíðina Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir telur ólíklegt að hægt verði að aflétta takmörkunum innanlands á meðan faraldurinn geisar í heiminum. Þetta segir hann í minnisblaði sínu til Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra um framtíðarfyrirkomulag sóttvarna á Íslandi vegna Covid-19. 18. ágúst 2021 14:26 Hugmyndir Þórólfs ekki tillögur sem beri að samþykkja eða hafna Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hyggst ekki taka afstöðu til þess hvort 200 manna samkomubann verði áfram við lýði næstu mánuði og misseri. 18. ágúst 2021 16:13 Mest lesið Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Erlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Eldur í þvottahúsi á Granda Innlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Innlent Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Erlent Fleiri fréttir Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Sjá meira
Nýtt minnisblað: Svona sér Þórólfur fyrir sér framtíðina Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir telur ólíklegt að hægt verði að aflétta takmörkunum innanlands á meðan faraldurinn geisar í heiminum. Þetta segir hann í minnisblaði sínu til Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra um framtíðarfyrirkomulag sóttvarna á Íslandi vegna Covid-19. 18. ágúst 2021 14:26
Hugmyndir Þórólfs ekki tillögur sem beri að samþykkja eða hafna Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hyggst ekki taka afstöðu til þess hvort 200 manna samkomubann verði áfram við lýði næstu mánuði og misseri. 18. ágúst 2021 16:13