Síbrotamaður dæmdur í þriggja ára fangelsi Árni Sæberg skrifar 19. ágúst 2021 11:18 Tómas Helgi var dæmdur í Héraðsdómi Norðurlands eystra. Vísir/Vilhelm Tómas Helgi Jónsson var á þriðjudag dæmdur til þriggja ára fangelsisvistar og ævilangrar sviptingar ökuréttinda fyrir umferðar- og fíkniefna- og vopnalagabrot auk eldri brota. Tómas Helgi á að baki áralangan brotaferil. Tómas Helgi var dæmdur til fangelsirefsingar í Héraðsdómi Norðurlands eystra en hann var ákærður fyrir umferðarlaga-, ávana-og fíkniefnalaga-og vopnalagabrot, með því að hafa, að kvöldi laugardagsins 10. október 2020, ekið bifreið sviptur ökurétti og óhæfur til að stjórna bifreiðinni örugglega vegna áhrifa ávana-og fíkniefna og lyfja. Í blóði Tómasar Helga mældust kannabisefni, amfetamín og klónazepam, sem er róandi lyf. Þá fundust í fórum hans kannabisefni, amfetamín, flogaveikilyfið Gabapentin Ratiopharm og raflostbyssa. Athygli vekur að í ákæru á hendur Tómasi Helga er minnst á Gabapentin Ratiopharm, en lyfið er hvergi að finna á lista yfir efni sem eru bönnuð á íslensku yfirráðasvæði. Í seinni hluta ákæru er Tómas Helgi ákærður fyrir að hafa að kvöldi föstudagsins 16. október verið með í vörslum sínum 0,91 gramm af maríhúana, þegar lögregla hafði afskipti af honum í íbúð á Akureyri. Tómas Helgi játaði sök í öllum ákæruliðum. Refsing var ákveðin í einu lagi með fimm eldri dómum Líkt og áður segir er brotaferill Tómasar Helga töluverður en hann nær allt til ársins 1994. Með ofangreindum brotum sínum rauf hann skilyrði reynslulausnar sem honum var veitt í apríl 2020. Reynslulausnin var til tveggja ára á 901 dags eftirstöðvum refsingar. Tómas Helgi hefur margoft verið dæmdur fyrir samskonar brot og eru í ákæru á hendur honum. Það er að segja umferðar- og fíkniefnalagabrot. Þyngstan dóm hlaut hann þó árið 2016 þegar hann var sakfelldur fyrir brot gegn valdstjórninni, tilraun til fjárkúgunar, þjófnað og stórfelld eignarspjöll og dæmdur til þriggja og hálfs árs fangelsis. Dóminn hlaut Tómas Helgi fyrir hlut sinn í Molotov-málinu svokallaða en hann veittist að sýslumannsfulltrúa á Akureyri með átaksskafti og kveikti í bíl hans með bensínsprengju eða svokölluðum molotov-kokteil. Svipting ökuréttinda síáréttuð Sem áður segir var Tómas Helgi dæmdur til þriggja ára fangelsisvistar og ævilangrar sviptingar ökuréttinda. Athygli vekur að Tómas var sviptur ökuréttindum ævilangt í febrúar árið 2016 og er sviptingin áréttuð í fimmta skipti með nýgengnum dómi. Tómas var einnið dæmdur til að þola upptöku nokkurs magns vímuefna og raflostbyssu auk þess að greiða allan sakarkostnað sem nam 312 þúsund krónum. Akureyri Dómsmál Fíkniefnabrot Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Erlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Fleiri fréttir Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Sjá meira
Tómas Helgi var dæmdur til fangelsirefsingar í Héraðsdómi Norðurlands eystra en hann var ákærður fyrir umferðarlaga-, ávana-og fíkniefnalaga-og vopnalagabrot, með því að hafa, að kvöldi laugardagsins 10. október 2020, ekið bifreið sviptur ökurétti og óhæfur til að stjórna bifreiðinni örugglega vegna áhrifa ávana-og fíkniefna og lyfja. Í blóði Tómasar Helga mældust kannabisefni, amfetamín og klónazepam, sem er róandi lyf. Þá fundust í fórum hans kannabisefni, amfetamín, flogaveikilyfið Gabapentin Ratiopharm og raflostbyssa. Athygli vekur að í ákæru á hendur Tómasi Helga er minnst á Gabapentin Ratiopharm, en lyfið er hvergi að finna á lista yfir efni sem eru bönnuð á íslensku yfirráðasvæði. Í seinni hluta ákæru er Tómas Helgi ákærður fyrir að hafa að kvöldi föstudagsins 16. október verið með í vörslum sínum 0,91 gramm af maríhúana, þegar lögregla hafði afskipti af honum í íbúð á Akureyri. Tómas Helgi játaði sök í öllum ákæruliðum. Refsing var ákveðin í einu lagi með fimm eldri dómum Líkt og áður segir er brotaferill Tómasar Helga töluverður en hann nær allt til ársins 1994. Með ofangreindum brotum sínum rauf hann skilyrði reynslulausnar sem honum var veitt í apríl 2020. Reynslulausnin var til tveggja ára á 901 dags eftirstöðvum refsingar. Tómas Helgi hefur margoft verið dæmdur fyrir samskonar brot og eru í ákæru á hendur honum. Það er að segja umferðar- og fíkniefnalagabrot. Þyngstan dóm hlaut hann þó árið 2016 þegar hann var sakfelldur fyrir brot gegn valdstjórninni, tilraun til fjárkúgunar, þjófnað og stórfelld eignarspjöll og dæmdur til þriggja og hálfs árs fangelsis. Dóminn hlaut Tómas Helgi fyrir hlut sinn í Molotov-málinu svokallaða en hann veittist að sýslumannsfulltrúa á Akureyri með átaksskafti og kveikti í bíl hans með bensínsprengju eða svokölluðum molotov-kokteil. Svipting ökuréttinda síáréttuð Sem áður segir var Tómas Helgi dæmdur til þriggja ára fangelsisvistar og ævilangrar sviptingar ökuréttinda. Athygli vekur að Tómas var sviptur ökuréttindum ævilangt í febrúar árið 2016 og er sviptingin áréttuð í fimmta skipti með nýgengnum dómi. Tómas var einnið dæmdur til að þola upptöku nokkurs magns vímuefna og raflostbyssu auk þess að greiða allan sakarkostnað sem nam 312 þúsund krónum.
Akureyri Dómsmál Fíkniefnabrot Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Erlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Fleiri fréttir Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Sjá meira