Elsti kvenoddvitinn frestar ballettþátttöku fyrir stjórnmálin Snorri Másson skrifar 17. ágúst 2021 12:17 Helga Thorberg leiðir lista Sósíalistaflokksins í Norðvesturkjördæmi í komandi þingkosningum. Hún er elst kvenkyns oddvita, 71 árs. Sósíalistaflokkurinn Helga Thorberg leikkona og garðyrkjufræðingur er elsta kona til að vera oddviti flokks í framboði til alþingiskosninga í haust. Hún fer fram fyrir Sósíalistaflokkinn í Norðvesturkjördæmi og segist hissa á að ekki skuli vera fleiri konur á hennar aldri að leiða lista að þessu sinni. „Mér finnst svolítið flott að við séum komnar í tísku, alla vega hjá sósíalistum. Það er auðvitað mjög mikilvægt að það sé breidd í því hverjir sitja á Alþingi. Konum á mínum aldri er frekar ýtt til hliðar í pólitísku starfi og í samfélaginu almennt, þannig að ég mun auðvitað bera hag okkar hóps fyrir brjósti í mínum störfum,“ segir Helga í viðtali við Vísi, sem varð 71 árs í sumar. Eldri konur eru að mati Helgu burðarþáttur í hverju þjóðfélagi: „Þetta eru konurnar sem eru lífið í hverri fjölskyldu, sem hafa margt til að bera til að passa upp á að öllum líði vel. Þetta eru konurnar sem sjá til þess að þeir sem þurfi umönnun fái hana. Það passar vel inn í stjórnmálin.“ Sjálf bindur Helga vonir við að sósíalistar fái framgang í kjördæminu. „Ég gæti þurft að horfast í augu við Helgu þingkonu. Það versta við það er þó trúlega að þá þarf ég að fresta því að hefja ballettþáttöku mína með Silfursvönunum, sem ég hef lengi ætlað að gera,“ segir Helga kímin. Ofboðið hvernig hlutirnir hafa þróast Helga hefur fengist við verkefni á breiðum skala í gegnum tíðina; verið leikkona og garðyrkjufræðingur; en einnig rekið verslanir, skrifað bækur og starfað í ferðaþjónustu. Hún segir að aldurinn geri hana róttæka. „Vigdís Finnbogadóttir orðar þetta fallega, að hún sé einfaldlega búin að vera svo lengi á jörðinni. Það er hennar skilgreining á því, já, að vera gömul. Og ég held að okkur sem höfum lifað og hrærst í þessu þjóðfélagi svona lengi sé ofboðið hvernig hlutirnir hafa hérna þróast á verri veg. Það er það sem kallar fram mestu róttæknina í mér og sannfærir mig um að við þurfum að grípa til róttækra aðgerða á öllum sviðum og spyrja okkur hvað við ætlum að skilja hérna eftir fyrir næstu kynslóð,“ segir Helga. Helga hafnar þeim stjórnmálum sem hafa verið við lýði á undanförnum árum. „Hér höfum við horft upp á að allir virðist bara geta unnið með hægri öflunum. Ef maður lítur í kringum sig og sér hvaða samfélag það skapar, sér maður að það verða að vera til róttæk öfl til að stöðva það. Við þurfum að reka þetta þannig að við höfum jöfnuð og samhyggð að leiðarljósi, en ekki þessa einkavæðingu og sérhagsmuni. Þjóðin verður til dæmis öll að njóta afrakstrar auðlinda sinna,“ segir Helga. Hjartað slær í Norðvesturkjördæmi Helga vill meðal annars setja lífeyrismál kvenna í forgang, sem sumar bera skarðan hlut frá borði vegna minni þátttöku á vinnumarkaði eftir barneignir í fyrri tíð. Þetta vill hún leiðrétta. Á sama tíma eru henni hugleikin málefni kjördæmis síns, þar sem Vestfirðirnir hafa orðið út undan. Faðir hennar og aðrir forfeður voru Ísfirðingar. „Mitt hjarta slær í þessu kjördæmi. Fólki hefur fækkað á Vestfjörðum og þarna þarf að koma rafmagni inn á firðina. Í því og mörgu öðru hafa Vestfirðingar orðið út undan og standa höllum fæti,“ segir Helga, sem er einmitt á leið á fund á Ísafirði á næstu dögum og á einnig fund á Akranesi síðdegis í dag. Baráttan er fram undan. Elsti oddviti þessar kosningarnar virðist ætla að verða Tómas Tómasson, stofnandi Hamborgarabúllunnar, sem leiðir Flokk fólksins í Reykjavík norður. Hann er fæddur 1949. Alþingi Alþingiskosningar 2021 Norðvesturkjördæmi Sósíalistaflokkurinn Eldri borgarar Ballett Tengdar fréttir Jakob Frímann verður oddviti Flokks fólksins í Norðausturkjördæmi Jakob Frímann Magnússon tónlistar- og athafnamaður skipar fyrsta sætið á lista Flokks fólksins í Norðausturkjördæmi í komandi alþingiskosningum. 17. ágúst 2021 06:15 Haraldur Ingi efstur á lista Sósíalista í Norðausturkjördæmi Haraldur Ingi Haraldsson, verkefnastjóri hjá Akureyrarbæ, mun leiða lista Sósíalista í Norðausturkjördæmi fyrir komandi Alþingiskosningar. Framboðslisti flokksins í kjördæminu var birtur nú á tólfta tímanum en Margrét Pétursdóttir, verkakona, mun taka annað sæti á listanum. 10. ágúst 2021 12:07 Mest lesið Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Innlent Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Innlent Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Innlent Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Erlent Fleiri fréttir Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Sjá meira
„Mér finnst svolítið flott að við séum komnar í tísku, alla vega hjá sósíalistum. Það er auðvitað mjög mikilvægt að það sé breidd í því hverjir sitja á Alþingi. Konum á mínum aldri er frekar ýtt til hliðar í pólitísku starfi og í samfélaginu almennt, þannig að ég mun auðvitað bera hag okkar hóps fyrir brjósti í mínum störfum,“ segir Helga í viðtali við Vísi, sem varð 71 árs í sumar. Eldri konur eru að mati Helgu burðarþáttur í hverju þjóðfélagi: „Þetta eru konurnar sem eru lífið í hverri fjölskyldu, sem hafa margt til að bera til að passa upp á að öllum líði vel. Þetta eru konurnar sem sjá til þess að þeir sem þurfi umönnun fái hana. Það passar vel inn í stjórnmálin.“ Sjálf bindur Helga vonir við að sósíalistar fái framgang í kjördæminu. „Ég gæti þurft að horfast í augu við Helgu þingkonu. Það versta við það er þó trúlega að þá þarf ég að fresta því að hefja ballettþáttöku mína með Silfursvönunum, sem ég hef lengi ætlað að gera,“ segir Helga kímin. Ofboðið hvernig hlutirnir hafa þróast Helga hefur fengist við verkefni á breiðum skala í gegnum tíðina; verið leikkona og garðyrkjufræðingur; en einnig rekið verslanir, skrifað bækur og starfað í ferðaþjónustu. Hún segir að aldurinn geri hana róttæka. „Vigdís Finnbogadóttir orðar þetta fallega, að hún sé einfaldlega búin að vera svo lengi á jörðinni. Það er hennar skilgreining á því, já, að vera gömul. Og ég held að okkur sem höfum lifað og hrærst í þessu þjóðfélagi svona lengi sé ofboðið hvernig hlutirnir hafa hérna þróast á verri veg. Það er það sem kallar fram mestu róttæknina í mér og sannfærir mig um að við þurfum að grípa til róttækra aðgerða á öllum sviðum og spyrja okkur hvað við ætlum að skilja hérna eftir fyrir næstu kynslóð,“ segir Helga. Helga hafnar þeim stjórnmálum sem hafa verið við lýði á undanförnum árum. „Hér höfum við horft upp á að allir virðist bara geta unnið með hægri öflunum. Ef maður lítur í kringum sig og sér hvaða samfélag það skapar, sér maður að það verða að vera til róttæk öfl til að stöðva það. Við þurfum að reka þetta þannig að við höfum jöfnuð og samhyggð að leiðarljósi, en ekki þessa einkavæðingu og sérhagsmuni. Þjóðin verður til dæmis öll að njóta afrakstrar auðlinda sinna,“ segir Helga. Hjartað slær í Norðvesturkjördæmi Helga vill meðal annars setja lífeyrismál kvenna í forgang, sem sumar bera skarðan hlut frá borði vegna minni þátttöku á vinnumarkaði eftir barneignir í fyrri tíð. Þetta vill hún leiðrétta. Á sama tíma eru henni hugleikin málefni kjördæmis síns, þar sem Vestfirðirnir hafa orðið út undan. Faðir hennar og aðrir forfeður voru Ísfirðingar. „Mitt hjarta slær í þessu kjördæmi. Fólki hefur fækkað á Vestfjörðum og þarna þarf að koma rafmagni inn á firðina. Í því og mörgu öðru hafa Vestfirðingar orðið út undan og standa höllum fæti,“ segir Helga, sem er einmitt á leið á fund á Ísafirði á næstu dögum og á einnig fund á Akranesi síðdegis í dag. Baráttan er fram undan. Elsti oddviti þessar kosningarnar virðist ætla að verða Tómas Tómasson, stofnandi Hamborgarabúllunnar, sem leiðir Flokk fólksins í Reykjavík norður. Hann er fæddur 1949.
Alþingi Alþingiskosningar 2021 Norðvesturkjördæmi Sósíalistaflokkurinn Eldri borgarar Ballett Tengdar fréttir Jakob Frímann verður oddviti Flokks fólksins í Norðausturkjördæmi Jakob Frímann Magnússon tónlistar- og athafnamaður skipar fyrsta sætið á lista Flokks fólksins í Norðausturkjördæmi í komandi alþingiskosningum. 17. ágúst 2021 06:15 Haraldur Ingi efstur á lista Sósíalista í Norðausturkjördæmi Haraldur Ingi Haraldsson, verkefnastjóri hjá Akureyrarbæ, mun leiða lista Sósíalista í Norðausturkjördæmi fyrir komandi Alþingiskosningar. Framboðslisti flokksins í kjördæminu var birtur nú á tólfta tímanum en Margrét Pétursdóttir, verkakona, mun taka annað sæti á listanum. 10. ágúst 2021 12:07 Mest lesið Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Innlent Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Innlent Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Innlent Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Erlent Fleiri fréttir Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Sjá meira
Jakob Frímann verður oddviti Flokks fólksins í Norðausturkjördæmi Jakob Frímann Magnússon tónlistar- og athafnamaður skipar fyrsta sætið á lista Flokks fólksins í Norðausturkjördæmi í komandi alþingiskosningum. 17. ágúst 2021 06:15
Haraldur Ingi efstur á lista Sósíalista í Norðausturkjördæmi Haraldur Ingi Haraldsson, verkefnastjóri hjá Akureyrarbæ, mun leiða lista Sósíalista í Norðausturkjördæmi fyrir komandi Alþingiskosningar. Framboðslisti flokksins í kjördæminu var birtur nú á tólfta tímanum en Margrét Pétursdóttir, verkakona, mun taka annað sæti á listanum. 10. ágúst 2021 12:07