Andri Már er aðeins átján ára gamall og er núna að spila með íslenska nítján ára landsliðinu á EM í Króatíu.
TVB Stuttgart tilkynnti í dag um nýja samninginn á heimasíðu sinni en þetta er samningur sem nær út júní 2025.
TVB Stuttgart er í þýsku Bundesligunni og endaði í fjórtánda sæti á síðustu leiktíð með 14 sigra og 20 töp í 38 leikjum. Með liðinu spilar einnig íslenski landsliðsmaðurinn Viggó Kristjánsson.
TVB verpflichtet isländisches Toptalent!
— TVB Stuttgart (@tvbstuttgart) August 16, 2021
Der TVB Stuttgart verpflichtet mit sofortiger Wirkung Spielmacher Andri Már Rúnarsson. Der erst 18-jährige Isländer erhält bei den WILD BOYS einen Vierjahresvertrag.
Für mehr Infos: https://t.co/MtSgmFfM7x#neuzugang #transfer #tvb pic.twitter.com/a5l8maq5zm
Andri var valinn maður leiksins þegar Ísland vann sigur á Serbum og tryggði sér sæti í milliriðli á mótinu.
Andri Már lék með Fram á síðustu leiktíð en þar áður var hann í Stjörnunni. Hann getur bæði leikið sem skytta og sem leikstjórnandi.
Hann er alinn upp að mestu í Þýskalandi þar sem faðir hans Rúnar Sigtryggsson þjálfaði lið EHF Aue og Balingen Weilstetten í mörg ár.
„Andri er einn besti leikstjórnandinn í Evrópu í sínum árgangi. Hann mun hjálpa okkur með að leysa af Egon Hanusz í miðjustöðunni. Við ætlum líka að gefa Andra tíma til að þróa sinn leik enn frekar,“ sagði Jürgen Schweikardt, framkvæmdastjóri TVB Stuttgart í viðtali á heimasíðu félagsins.
„Við erum nú með þrjá leikmenn á EM 19 ára í þeim Andra, Fynn og Nico og allir eru með langa samning hjá okkur,“ bætti hann við.