Þrjátíu ísraelskir ferðamenn sagðir hafa greinst með Covid-19 Eiður Þór Árnason skrifar 16. ágúst 2021 10:07 Ekki liggur fyrir hvenær ísraelsku ferðamennirnir komu til landsins. Ljósmyndin tengist efni fréttarinnar ekki með beinum hætti. KMU Minnst þrjátíu ísraelskir ferðamenn sem staddir eru hér á landi hafa greinst með Covid-19. Nokkrir þeirra voru fluttir á ótilgreint sjúkrahús eftir að líðan þeirra versnaði. Einn ferðamannanna er sagður vera alvarlega veikur og tveir með vægari einkenni. Frá þessu greinir ísraelski miðilinn Jerusalem Post og vísar í frétt sjónvarpsstöðvarinnar Keshet 12. Allir ferðamennirnir eru sagðir bólusettir en talið er að einn þeirra hafi smitast um borð í fluginu til Íslands og í kjölfarið sýkt samferðamenn sína. Að sögn N12, fréttastofu Keshet 12, vinna stjórnvöld í Ísrael nú að því að skipuleggja sérstakt sjúkraflug til að flytja einstaklingana til Ísraels. Von á því að talan hækki Hjördís Guðmundsdóttir, samskiptastjóri almannavarna, staðfestir að mikill fjöldi ísraelskra ferðamanna hafi nýverið greinst með Covid-19 en getur ekki gefið upp nákvæman fjölda. Hún segir að rúmlega helmingur hópsins sem kom til landsins hafi nú greinst jákvæður en á von á því að talan eigi eftir að hækka. Allur hópurinn er ýmist kominn í einangrun eða sóttkví og dvelja margir í farsóttahúsi. Hjördís gat ekki veitt upplýsingar um hvenær ferðamennirnir komu til Íslands eða hvort einhverjir hafi verið lagðir inn á sjúkrahús. Eykur álagið á heilbrigðiskerfinu Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir í samtali við fréttastofu að hópar erlendra ferðamanna hafi vissulega verið að greinast hér á landi. „Rakning hefur sýnt það að þetta er ný veira þannig að greinilegt er að þetta fólk hefur komið með þessa veiru með sér. Landspítalinn hefur líka greint frá að þetta sé auka álag á kerfið okkar. Þetta er bara hluti af þeim pakka sem við erum að fást við,“ segir Þórólfur um hópsýkingarnar. Fréttin hefur verið uppfærð. Ísrael Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Innlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf Innlent Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Erlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Fleiri fréttir Umhverfis- og tæknisvið uppsveita á Laugarvatni Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Um 170 íbúar komnir með húsaskjól og rýmingarsvæðum fjölgað Rýmingar á Austfjörðum, vopnahlé og dýramessa „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjá meira
Frá þessu greinir ísraelski miðilinn Jerusalem Post og vísar í frétt sjónvarpsstöðvarinnar Keshet 12. Allir ferðamennirnir eru sagðir bólusettir en talið er að einn þeirra hafi smitast um borð í fluginu til Íslands og í kjölfarið sýkt samferðamenn sína. Að sögn N12, fréttastofu Keshet 12, vinna stjórnvöld í Ísrael nú að því að skipuleggja sérstakt sjúkraflug til að flytja einstaklingana til Ísraels. Von á því að talan hækki Hjördís Guðmundsdóttir, samskiptastjóri almannavarna, staðfestir að mikill fjöldi ísraelskra ferðamanna hafi nýverið greinst með Covid-19 en getur ekki gefið upp nákvæman fjölda. Hún segir að rúmlega helmingur hópsins sem kom til landsins hafi nú greinst jákvæður en á von á því að talan eigi eftir að hækka. Allur hópurinn er ýmist kominn í einangrun eða sóttkví og dvelja margir í farsóttahúsi. Hjördís gat ekki veitt upplýsingar um hvenær ferðamennirnir komu til Íslands eða hvort einhverjir hafi verið lagðir inn á sjúkrahús. Eykur álagið á heilbrigðiskerfinu Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir í samtali við fréttastofu að hópar erlendra ferðamanna hafi vissulega verið að greinast hér á landi. „Rakning hefur sýnt það að þetta er ný veira þannig að greinilegt er að þetta fólk hefur komið með þessa veiru með sér. Landspítalinn hefur líka greint frá að þetta sé auka álag á kerfið okkar. Þetta er bara hluti af þeim pakka sem við erum að fást við,“ segir Þórólfur um hópsýkingarnar. Fréttin hefur verið uppfærð.
Ísrael Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Innlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf Innlent Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Erlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Fleiri fréttir Umhverfis- og tæknisvið uppsveita á Laugarvatni Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Um 170 íbúar komnir með húsaskjól og rýmingarsvæðum fjölgað Rýmingar á Austfjörðum, vopnahlé og dýramessa „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjá meira