Kristján segir sig frá krabbameinsskimunum Vésteinn Örn Pétursson skrifar 14. ágúst 2021 14:01 Kristján Oddsson er hættur hjá Samhæfingarstöð krabbameinsskimana. Vísir/Friðrik Kristján Oddsson, svæðisstjóri Heilsugæslunnar Hamraborgar, hefur sagt sig frá Samhæfingarstöð krabbameinsskimana, sem hann hefur stýrt frá miðju síðasta ári. Samhæfingarstöðin sá meðal annars um skimanir fyrir leghálskrabbameini eftir að þær voru færðar frá Krabbameinsfélagi Íslands til Heilsugæslunnar. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Þar segir að Kristján hafi sagt sig frá verkefninu og hann muni einbeita sér að starfinu við Heilsugæsluna Hamraborg, auk þess sem honum er þakkað fyrir sitt framlag til verkefnisins. Ágúst Ingi Ágústsson kvensjúkdómalæknir hefur verið ráðinn yfirlæknir og nýr forstöðumaður Samhæfingarstöðvarinnar til hálfs árs. Hann var áður yfirlæknir og sviðsstjóri leitarsviðs Krabbameinsfélagsins. „Brýnasta verkefni næstu mánaða er að ljúka gerð nýs tölvukerfis sem heldur utan um skimanirnar, samkvæmt þeim leiðbeiningum sem í gildi eru, og kemur niðurstöðum með sjálfvirkum hætti í www.heilsuvera.is. Embætti landlæknis leiðir þá vinnu sem lýkur vonandi á haustmánuðum og mun flýta verulega fyrir skráningu og meðferð sýna,“ segir í tilkynningunni. Þar segir að Heilsugæslan, Landspítalinn og Heilbrigðisráðuneytið undirbúi nú hvernig best verði að því staðið að öll sýni verði rannsökuð á spítalanum og hvenær það getur orðið, að uppfylltum skilyrðum embættis Landlæknis. Óhætt er að segja að málefni skimana fyrir leghálskrabbameini hafi verið nokkuð umdeild frá því um áramótin, þegar skimanirnar voru fluttar frá Krabbameinsfélaginu til Heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu. Fyrr í sumar var greint frá því að yfir tuttugu konur hefðu kvartað til umboðsmanns Alþingis vegna stöðu skimana hér á landi, þar sem bið eftir niðurstöðu var þrír mánuðir. Skimun fyrir krabbameini Heilsugæsla Landspítalinn Heilbrigðismál Tengdar fréttir Heilsugæslan segist ekki „henda“ sýnum Forsvarsmenn Heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu segjast ekki „henda“ sýnum sem berast Samhæfingarstöð krabbameinsskimana. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef heilsugæslunnar. 30. júní 2021 10:43 Læknar ræða að fá Landspítala til að rannsaka einkennasýni Læknar skoða nú þann möguleika að Landspítalinn taki að sér rannsóknir á einkennasýnum frá leghálsi. Vísir hefur heimildir fyrir því að þetta hafi verið rætt innan Landspítalans. 30. júní 2021 07:40 Með frumubreytingar og einkenni en sýninu engu að síður hent Kona sem greindist með frumubreytingar í leghálsi í júní í fyrra og hefur verið með dæmigerð einkenni leghálskrabbameins fær sýnið sitt ekki rannsakað. Ákvörðun þess efnis var tekin af Kristjáni Oddssyni, yfirmanni Samhæfingarstöðvar krabbameinsskimana. 26. júní 2021 11:32 Mest lesið Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Erlent Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Innlent Fimmti úrskurðaður í varðhald Innlent Best að sleppa áfenginu alveg Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Erlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Fleiri fréttir Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Um tíu milljónir söfnuðust fyrir íbúa Gasa Best að sleppa áfenginu alveg Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Kennir dýrum að vera róleg í sínu eigin umhverfi Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Segir fangageymslur ekki viðeigandi vistunarstað fyrir börn Stóraukið búðarhnupl, fjölgun í haldi og aldamótagoð í beinni Einn slasaðist þegar öryggi fór af hjá Norðuráli Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Fimmti úrskurðaður í varðhald Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins „Ég er rasandi hissa á þessu“ Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Þar segir að Kristján hafi sagt sig frá verkefninu og hann muni einbeita sér að starfinu við Heilsugæsluna Hamraborg, auk þess sem honum er þakkað fyrir sitt framlag til verkefnisins. Ágúst Ingi Ágústsson kvensjúkdómalæknir hefur verið ráðinn yfirlæknir og nýr forstöðumaður Samhæfingarstöðvarinnar til hálfs árs. Hann var áður yfirlæknir og sviðsstjóri leitarsviðs Krabbameinsfélagsins. „Brýnasta verkefni næstu mánaða er að ljúka gerð nýs tölvukerfis sem heldur utan um skimanirnar, samkvæmt þeim leiðbeiningum sem í gildi eru, og kemur niðurstöðum með sjálfvirkum hætti í www.heilsuvera.is. Embætti landlæknis leiðir þá vinnu sem lýkur vonandi á haustmánuðum og mun flýta verulega fyrir skráningu og meðferð sýna,“ segir í tilkynningunni. Þar segir að Heilsugæslan, Landspítalinn og Heilbrigðisráðuneytið undirbúi nú hvernig best verði að því staðið að öll sýni verði rannsökuð á spítalanum og hvenær það getur orðið, að uppfylltum skilyrðum embættis Landlæknis. Óhætt er að segja að málefni skimana fyrir leghálskrabbameini hafi verið nokkuð umdeild frá því um áramótin, þegar skimanirnar voru fluttar frá Krabbameinsfélaginu til Heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu. Fyrr í sumar var greint frá því að yfir tuttugu konur hefðu kvartað til umboðsmanns Alþingis vegna stöðu skimana hér á landi, þar sem bið eftir niðurstöðu var þrír mánuðir.
Skimun fyrir krabbameini Heilsugæsla Landspítalinn Heilbrigðismál Tengdar fréttir Heilsugæslan segist ekki „henda“ sýnum Forsvarsmenn Heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu segjast ekki „henda“ sýnum sem berast Samhæfingarstöð krabbameinsskimana. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef heilsugæslunnar. 30. júní 2021 10:43 Læknar ræða að fá Landspítala til að rannsaka einkennasýni Læknar skoða nú þann möguleika að Landspítalinn taki að sér rannsóknir á einkennasýnum frá leghálsi. Vísir hefur heimildir fyrir því að þetta hafi verið rætt innan Landspítalans. 30. júní 2021 07:40 Með frumubreytingar og einkenni en sýninu engu að síður hent Kona sem greindist með frumubreytingar í leghálsi í júní í fyrra og hefur verið með dæmigerð einkenni leghálskrabbameins fær sýnið sitt ekki rannsakað. Ákvörðun þess efnis var tekin af Kristjáni Oddssyni, yfirmanni Samhæfingarstöðvar krabbameinsskimana. 26. júní 2021 11:32 Mest lesið Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Erlent Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Innlent Fimmti úrskurðaður í varðhald Innlent Best að sleppa áfenginu alveg Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Erlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Fleiri fréttir Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Um tíu milljónir söfnuðust fyrir íbúa Gasa Best að sleppa áfenginu alveg Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Kennir dýrum að vera róleg í sínu eigin umhverfi Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Segir fangageymslur ekki viðeigandi vistunarstað fyrir börn Stóraukið búðarhnupl, fjölgun í haldi og aldamótagoð í beinni Einn slasaðist þegar öryggi fór af hjá Norðuráli Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Fimmti úrskurðaður í varðhald Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins „Ég er rasandi hissa á þessu“ Sjá meira
Heilsugæslan segist ekki „henda“ sýnum Forsvarsmenn Heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu segjast ekki „henda“ sýnum sem berast Samhæfingarstöð krabbameinsskimana. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef heilsugæslunnar. 30. júní 2021 10:43
Læknar ræða að fá Landspítala til að rannsaka einkennasýni Læknar skoða nú þann möguleika að Landspítalinn taki að sér rannsóknir á einkennasýnum frá leghálsi. Vísir hefur heimildir fyrir því að þetta hafi verið rætt innan Landspítalans. 30. júní 2021 07:40
Með frumubreytingar og einkenni en sýninu engu að síður hent Kona sem greindist með frumubreytingar í leghálsi í júní í fyrra og hefur verið með dæmigerð einkenni leghálskrabbameins fær sýnið sitt ekki rannsakað. Ákvörðun þess efnis var tekin af Kristjáni Oddssyni, yfirmanni Samhæfingarstöðvar krabbameinsskimana. 26. júní 2021 11:32