Sjálflýsing á afrekaskrá ráðherra Erna Bjarnadóttir skrifar 13. ágúst 2021 12:01 Þegar neyðin er stærst er oft hjálpin næst er stundum haft að viðkvæði. Eftir nokkurt grúsk í tölum OECD um útgjöld til heilbrigðismála kom heilbrigðisráðherra sjálf til skjalanna og birti grein á visir.is „Sterkara heilbrigðiskerfi“ þar sem hún fjallar um útgjöld íslenskra stjórnvalda til málaflokksins. Niðurstaðan var sú að fjármagn til heilbrigðiskerfisins hefði svo sannarlega verið aukið umtalsvert sl. fjögur ár. Þar segir hún m.a. eftirfarandi: „Þegar heildarfjárheimildir til heilbrigðiskerfisins eru skoðaðar, það er bæði rekstur og fjárfestingar/framkvæmdir, á verðlagi hvers árs, hafa fjárheimildirnar aukist um 46%, eða 90 milljarða. Á föstu verðlagi gerir það um 16% hækkun. Þegar aðeins rekstur er skoðaður nemur hækkunin um 38% á kjörtímabilinu, eða um 10% á föstu verðlagi, umfram launa- og verðlagshækkanir.“ Nú er það sannarlega svo að þegar samanburður er gerður á útgjöldum til heilbrigðismála hjá OECD, tekur ekki nokkur maður með í reikninginn útgjöld til fjárfestinga og framkvæmda heldur er samanburðurinn gerður á útgjöldum til rekstrar og þá sem hlutfall af vergri landsframleiðslu. Ráðherrann sýnir þó af sér það lítillæti að geta líka um þann þátt sérstaklega. Útgjöld til þessa flokks hafi hækkað um 10% á föstu verðlagi. Það hefði hins vegar verið sanngjarnt að láta að fylgja með hve mikill hluti hækkunarinnar 2020 og 2021 væri kominn til vegna heimsfaraldursins af völdum COVID-19 sjúkdómsins. Allir vita að bæta þurfti verulegum upphæðum í heilbrigðiskerfið til að standa undir þeim klyfjum. Útgjöld til heilbrigðismála að mati OECD Ráðherrann lætur áfram gamminn geisa og segir síðar í greininni: „Útgjöld til heilbrigðismála sem hlutfall af vergri þjóðarframleiðslu (VLF) hafa verið aukin úr 7,4% árið 2017 í 9,3% samkvæmt fjárlögum 2021“. Fyrri talan er væntanlega samkvæmt ríkisreikningi. En hvernig metur OECD sömu mynd. Jú árið 2017 námu útgjöld til heilbrigðismála 8,3% af VLF. Þess má geta að árið 2010 námu þau samkvæmt sömu heimild 8,4%. Árið 2019 var sama tala 8,6%. Eftirfarandi tafla sýnir samanburð milli og Norðurlandanna árin 2017-2020 auk ársins 2010, þar sem útgjöld til heilbrigðismála eru metin sem hlutfall af VLF. 2010 2017 2018 2019 2020 Danmörk 10,3 10,0 10,1 10,0 .. Finnland 9,1 9,1 9,0 9,2 .. Ísland 8,4 8,3 8,4 8,6 9,8 Noregur 8,9 10,3 10,0 10,5 11,3 Svíþjóð 8,3 10,8 10,9 10,9 11,4 Hér má sjá svart á hvítu að Ísland er eftirbátur hinna Norðurlandanna þegar þetta er skoðað. Hækkun þessa hlutfall á árinu 2020 erekkert séríslenskt fyrirbæri. Það hefur varla farið fram hjá nokkrum manni að heimsfaraldur af völdum COVID-19 sjúkdómsins hefur valdið þungum búsifjum með tilheyrandi auknum útgjöldum. Öðrum verkefnum þarf að sinna eftir sem áður. Skemmst er þess að minnast að nú er verið að þrengja að fæðingarþjónustu á Selfossi, með tugmilljóna tilkostnaði til að takast á við heimsfaraldurinn. Í lokaorðum sínum segir ráðherra síðan. „Samandregið er að mínu mati ljóst að heilbrigðiskerfið okkar er gott, og það stenst samanburð við það sem best gerist í heiminum.“ Eftir að hafa stofnað fésbókarhóp um einn afmarkaðan þátt í heilbrigðisþjónustu hér á landi og breytingar sem ráðherrann hefur sjálf staðið fyrir varð ég því hálf hvumsa við lesturinn. Er það mælikvarði á gott heilbrigðiskerfi þar sem konur sem þurfa rannsókna við þegar lífsógnandi sjúkdómur á í hlut, þurfa að bíða mánuðum saman eftir niðurstöðum? Er það besta heilbrigðiskerfi í heimi sem tekur flókinn gagnagrunn og ætlar að treysta á guð og lukku þegar kemur að því að nota hann til að lesa úr upplýsingum sem eru allt öðruvísi til orðnar en hann er sjálfur byggður upp fyrir? Afleiðingarnar munu ekki koma í ljós að fullu fyrr en að nokkrum tíma liðnum. Óvissan, ólgan og óttinn sem konur upplifa við þessar aðstæður er raunveruleg ógn við heilsu kvenna og á því ber einhver ábyrgð. Það er alveg sama hversu oft flöskustútnum verður snúið oft héðan af, hann mun alltaf benda á heilbrigðisráðherra. Í viðtali við RUV fimmtudagskvöldið 12. ágúst lýsti prófessor í stjórnmálafræði því yfir að það væri nýnæmi að ríkisstjórn birti gröf og yfirlit yfir árangur sinn í lok kjörtímabils. „Það þurfi að taka yfirlýsingum hennar með fyrirvara enda ákveðinn freistnivandi til staðar þegar pólitíkusar dæma eigið ágæti.“ Sjá hér: https://www.ruv.is/frett/2021/08/12/verdur-ad-hafa-i-huga-thennan-freistnivanda. Það er þakkavert að fræðasamfélagið kemur hér til skjalanna til að svipta huliðshjálminum af upplýsingaóreiðu stjórnvalda. Því er því eins gott að pússa gleraugun og búa sig undir „skyggnusýningar“ komandi vikna. Höfundur skipar 2. Sæti á lista Miðflokksins í Suðurkjördæmi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Erna Bjarnadóttir Skoðun: Kosningar 2021 Miðflokkurinn Heilbrigðismál Mest lesið Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson Skoðun Skoðun Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Sjá meira
Þegar neyðin er stærst er oft hjálpin næst er stundum haft að viðkvæði. Eftir nokkurt grúsk í tölum OECD um útgjöld til heilbrigðismála kom heilbrigðisráðherra sjálf til skjalanna og birti grein á visir.is „Sterkara heilbrigðiskerfi“ þar sem hún fjallar um útgjöld íslenskra stjórnvalda til málaflokksins. Niðurstaðan var sú að fjármagn til heilbrigðiskerfisins hefði svo sannarlega verið aukið umtalsvert sl. fjögur ár. Þar segir hún m.a. eftirfarandi: „Þegar heildarfjárheimildir til heilbrigðiskerfisins eru skoðaðar, það er bæði rekstur og fjárfestingar/framkvæmdir, á verðlagi hvers árs, hafa fjárheimildirnar aukist um 46%, eða 90 milljarða. Á föstu verðlagi gerir það um 16% hækkun. Þegar aðeins rekstur er skoðaður nemur hækkunin um 38% á kjörtímabilinu, eða um 10% á föstu verðlagi, umfram launa- og verðlagshækkanir.“ Nú er það sannarlega svo að þegar samanburður er gerður á útgjöldum til heilbrigðismála hjá OECD, tekur ekki nokkur maður með í reikninginn útgjöld til fjárfestinga og framkvæmda heldur er samanburðurinn gerður á útgjöldum til rekstrar og þá sem hlutfall af vergri landsframleiðslu. Ráðherrann sýnir þó af sér það lítillæti að geta líka um þann þátt sérstaklega. Útgjöld til þessa flokks hafi hækkað um 10% á föstu verðlagi. Það hefði hins vegar verið sanngjarnt að láta að fylgja með hve mikill hluti hækkunarinnar 2020 og 2021 væri kominn til vegna heimsfaraldursins af völdum COVID-19 sjúkdómsins. Allir vita að bæta þurfti verulegum upphæðum í heilbrigðiskerfið til að standa undir þeim klyfjum. Útgjöld til heilbrigðismála að mati OECD Ráðherrann lætur áfram gamminn geisa og segir síðar í greininni: „Útgjöld til heilbrigðismála sem hlutfall af vergri þjóðarframleiðslu (VLF) hafa verið aukin úr 7,4% árið 2017 í 9,3% samkvæmt fjárlögum 2021“. Fyrri talan er væntanlega samkvæmt ríkisreikningi. En hvernig metur OECD sömu mynd. Jú árið 2017 námu útgjöld til heilbrigðismála 8,3% af VLF. Þess má geta að árið 2010 námu þau samkvæmt sömu heimild 8,4%. Árið 2019 var sama tala 8,6%. Eftirfarandi tafla sýnir samanburð milli og Norðurlandanna árin 2017-2020 auk ársins 2010, þar sem útgjöld til heilbrigðismála eru metin sem hlutfall af VLF. 2010 2017 2018 2019 2020 Danmörk 10,3 10,0 10,1 10,0 .. Finnland 9,1 9,1 9,0 9,2 .. Ísland 8,4 8,3 8,4 8,6 9,8 Noregur 8,9 10,3 10,0 10,5 11,3 Svíþjóð 8,3 10,8 10,9 10,9 11,4 Hér má sjá svart á hvítu að Ísland er eftirbátur hinna Norðurlandanna þegar þetta er skoðað. Hækkun þessa hlutfall á árinu 2020 erekkert séríslenskt fyrirbæri. Það hefur varla farið fram hjá nokkrum manni að heimsfaraldur af völdum COVID-19 sjúkdómsins hefur valdið þungum búsifjum með tilheyrandi auknum útgjöldum. Öðrum verkefnum þarf að sinna eftir sem áður. Skemmst er þess að minnast að nú er verið að þrengja að fæðingarþjónustu á Selfossi, með tugmilljóna tilkostnaði til að takast á við heimsfaraldurinn. Í lokaorðum sínum segir ráðherra síðan. „Samandregið er að mínu mati ljóst að heilbrigðiskerfið okkar er gott, og það stenst samanburð við það sem best gerist í heiminum.“ Eftir að hafa stofnað fésbókarhóp um einn afmarkaðan þátt í heilbrigðisþjónustu hér á landi og breytingar sem ráðherrann hefur sjálf staðið fyrir varð ég því hálf hvumsa við lesturinn. Er það mælikvarði á gott heilbrigðiskerfi þar sem konur sem þurfa rannsókna við þegar lífsógnandi sjúkdómur á í hlut, þurfa að bíða mánuðum saman eftir niðurstöðum? Er það besta heilbrigðiskerfi í heimi sem tekur flókinn gagnagrunn og ætlar að treysta á guð og lukku þegar kemur að því að nota hann til að lesa úr upplýsingum sem eru allt öðruvísi til orðnar en hann er sjálfur byggður upp fyrir? Afleiðingarnar munu ekki koma í ljós að fullu fyrr en að nokkrum tíma liðnum. Óvissan, ólgan og óttinn sem konur upplifa við þessar aðstæður er raunveruleg ógn við heilsu kvenna og á því ber einhver ábyrgð. Það er alveg sama hversu oft flöskustútnum verður snúið oft héðan af, hann mun alltaf benda á heilbrigðisráðherra. Í viðtali við RUV fimmtudagskvöldið 12. ágúst lýsti prófessor í stjórnmálafræði því yfir að það væri nýnæmi að ríkisstjórn birti gröf og yfirlit yfir árangur sinn í lok kjörtímabils. „Það þurfi að taka yfirlýsingum hennar með fyrirvara enda ákveðinn freistnivandi til staðar þegar pólitíkusar dæma eigið ágæti.“ Sjá hér: https://www.ruv.is/frett/2021/08/12/verdur-ad-hafa-i-huga-thennan-freistnivanda. Það er þakkavert að fræðasamfélagið kemur hér til skjalanna til að svipta huliðshjálminum af upplýsingaóreiðu stjórnvalda. Því er því eins gott að pússa gleraugun og búa sig undir „skyggnusýningar“ komandi vikna. Höfundur skipar 2. Sæti á lista Miðflokksins í Suðurkjördæmi
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun