Framhaldið veltur á Landspítalanum: Gæti gerst fyrr en seinna að aðgerðir verði hertar Hólmfríður Gísladóttir skrifar 12. ágúst 2021 11:23 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. vísir/vilhelm Það gæti gerst fyrr en síðar að Landspítalinn sendir út neyðarkall vegna ástandsins og Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir sjái sig til neyddan að koma með tillögur að hertum aðgerðum innanlands. Þetta kom fram á upplýsingafundi rétt í þessu. Þar sagði Þórólfur að ef stjórnendur spítalans mætu það svo að neyð væri yfirvofandi og að núverandi ástand og fjöldi smita væru að yfirkeyra stofnunina yrði ekki annað í stöðunni en að leggja til við heilbrigðisráðherra að herða aðgerðir. Hann sagðist í nánu samtali við stjórnendur Landspítala um stöðuna. Þórólfur sagði verkefni dagsins að ráða að niðurlögum þeirra bylgju sem nú gengi yfir, sem væri klárlega sú stærsta hingað til. Landsmenn þyrftu hins vegar að lifa með veirunni næstu mánuði og ef til vill ár og því þyrfti einnig að skipuleggja aðgerðir til lengri tíma. Hann hefði skilað ráðherra minnisblaði með tillögum hvað þetta varðaði. Bólusetningar verndi gegn smiti og sérstaklega alvarlegum veikindum Þórólfur sagði bylgjuna hafa verið í miklum vexti síðustu þrjár til fjórar vikur; um væri að ræða línulegan vöxt en ekki veldisvöxt en engar vísbendingar væru uppi um að smitfjöldinn væri á niðurleið. Hann sagði nánast alla greindu hafa greinst með delta-afbrigði veirunnar og þar væri um að ræða fjórar til fimm tegundir; eina sem mætti rekja til skemmtistaðar í miðborginni og aðra sem mætti rekja til kynbótasýningar innanlands en hinar væru tengdar hópferðum til útlanda. Þá hefði komið upp umfangsmikið hópsmit meðal erlendra ferðamanna. Sóttvarnalæknir sagði eðlilegt að spyrja á þessum tímapunkti hvort bólusetningar hefðu ekki haft tilætluð áhrif. Svarið væri að þær hefðu sannarlega dregið úr smitum og sérstaklega úr alvarlegum veikindum. Óbólusettir væru þrisvar sinnum líklegri til að greinast en bólusettir, fjórum sinnum líklegri til að leggjast inn á sjúkrahús og fimm sinnum líklegri til að vera lagðir inn á gjörgæslu. Þórólfur hvatti landsmenn enn og aftur til að mæta í bólusetningu og gat þess að í næstu viku geta allir óbólusettir sem vilja fengið bólusetningu í Laugardalshöll. Þar verður opið frá kl. 10 til 15 mánudag til fimmtudags. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Heilbrigðismál Landspítalinn Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Fleiri fréttir Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Sjá meira
Þetta kom fram á upplýsingafundi rétt í þessu. Þar sagði Þórólfur að ef stjórnendur spítalans mætu það svo að neyð væri yfirvofandi og að núverandi ástand og fjöldi smita væru að yfirkeyra stofnunina yrði ekki annað í stöðunni en að leggja til við heilbrigðisráðherra að herða aðgerðir. Hann sagðist í nánu samtali við stjórnendur Landspítala um stöðuna. Þórólfur sagði verkefni dagsins að ráða að niðurlögum þeirra bylgju sem nú gengi yfir, sem væri klárlega sú stærsta hingað til. Landsmenn þyrftu hins vegar að lifa með veirunni næstu mánuði og ef til vill ár og því þyrfti einnig að skipuleggja aðgerðir til lengri tíma. Hann hefði skilað ráðherra minnisblaði með tillögum hvað þetta varðaði. Bólusetningar verndi gegn smiti og sérstaklega alvarlegum veikindum Þórólfur sagði bylgjuna hafa verið í miklum vexti síðustu þrjár til fjórar vikur; um væri að ræða línulegan vöxt en ekki veldisvöxt en engar vísbendingar væru uppi um að smitfjöldinn væri á niðurleið. Hann sagði nánast alla greindu hafa greinst með delta-afbrigði veirunnar og þar væri um að ræða fjórar til fimm tegundir; eina sem mætti rekja til skemmtistaðar í miðborginni og aðra sem mætti rekja til kynbótasýningar innanlands en hinar væru tengdar hópferðum til útlanda. Þá hefði komið upp umfangsmikið hópsmit meðal erlendra ferðamanna. Sóttvarnalæknir sagði eðlilegt að spyrja á þessum tímapunkti hvort bólusetningar hefðu ekki haft tilætluð áhrif. Svarið væri að þær hefðu sannarlega dregið úr smitum og sérstaklega úr alvarlegum veikindum. Óbólusettir væru þrisvar sinnum líklegri til að greinast en bólusettir, fjórum sinnum líklegri til að leggjast inn á sjúkrahús og fimm sinnum líklegri til að vera lagðir inn á gjörgæslu. Þórólfur hvatti landsmenn enn og aftur til að mæta í bólusetningu og gat þess að í næstu viku geta allir óbólusettir sem vilja fengið bólusetningu í Laugardalshöll. Þar verður opið frá kl. 10 til 15 mánudag til fimmtudags.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Heilbrigðismál Landspítalinn Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Fleiri fréttir Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Sjá meira