Shell greiðir milljarða vegna olíuleka í Nígeríu fyrir hálfri öld Kjartan Kjartansson skrifar 12. ágúst 2021 10:04 Drengur stendur með fiskinet við olíumengaðan læk í Ogoniland. Málið sem nú hefur verið útkljáð er hálfrar aldar gamalt en olíumengun er enn meiriháttar vandamál á óseyrum Nígerfljóts. Shell var einnig dæmt til skaðabóta vegna leka á árunum 2004-2007 nýlega. Vísir/EPA Olíurisinn Shell hefur loks fallist á að greiða nígerískum þjóðflokki meira en fjórtán milljarða króna í bætur vegna meiriháttar olíuleka í Biafra-stríðinu á sjöunda áratug síðustu aldar. Þar með lýkur áralöngum málaferlum vegna lekans. Nígerískur dómstóll dæmdi Shell til að greiða rúma 41 milljón dollara, jafnvirði rúmra fimm milljarða íslenskra króna, árið 2010 en málið var upphaflega höfðað árið 1991. Þeim dómi vildi Shell ekki una og áfrýjaði ítrekað án árangurs. Hæstiréttur landsins taldi að með vöxtum skuldaði Shell meira en tífalda þá upphæð. Enn reyndi Shell að komast hjá ábyrgð á lekanum og skaut málinu til alþjóðlegs gerðardóms fyrr á þessu ári með þeim rökum að fyrirtækið hafi aldrei fengið tækifæri til að verjast ásökununum efnislega. Fyrirtækið hefur alla tíð haldið því fram að aðrir hafi valdið skemmdum sem ullu lekanum í Biafra-stríðinu sem geisaði frá 1967 til 1970. Nú hefur Shell lagt árar í bát og fallist á að greiða Ejama-Ebubu-þjóðflokknum í Ogoniland 111 milljónir dollara, jafnvirði rúmra fjórtán milljarða íslenskra króna, til að bæta honum tjónið. Breska ríkisútvarpið BBC segir að olíulekar valdi enn mikilli mengun á óseyrum Nígerfljóts. Hollensku áfrýjunardómstóll úrskurðaði Shell ábyrgt fyrir tjóni af völdum leka þar á árunum 2004 til 2007 fyrr á þessu ári. Var fyrirtækið jafnframt dæmt til að greiða nígerískum bændum bætur og skipað að koma fyrir búnaði til að fyrirbyggja frekari leka. Shell hélt því fram að skemmdarverk hafi verið orsök lekanna. Bensín og olía Nígería Umhverfismál Mest lesið Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Innlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi Erlent Fleiri fréttir Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Sjá meira
Nígerískur dómstóll dæmdi Shell til að greiða rúma 41 milljón dollara, jafnvirði rúmra fimm milljarða íslenskra króna, árið 2010 en málið var upphaflega höfðað árið 1991. Þeim dómi vildi Shell ekki una og áfrýjaði ítrekað án árangurs. Hæstiréttur landsins taldi að með vöxtum skuldaði Shell meira en tífalda þá upphæð. Enn reyndi Shell að komast hjá ábyrgð á lekanum og skaut málinu til alþjóðlegs gerðardóms fyrr á þessu ári með þeim rökum að fyrirtækið hafi aldrei fengið tækifæri til að verjast ásökununum efnislega. Fyrirtækið hefur alla tíð haldið því fram að aðrir hafi valdið skemmdum sem ullu lekanum í Biafra-stríðinu sem geisaði frá 1967 til 1970. Nú hefur Shell lagt árar í bát og fallist á að greiða Ejama-Ebubu-þjóðflokknum í Ogoniland 111 milljónir dollara, jafnvirði rúmra fjórtán milljarða íslenskra króna, til að bæta honum tjónið. Breska ríkisútvarpið BBC segir að olíulekar valdi enn mikilli mengun á óseyrum Nígerfljóts. Hollensku áfrýjunardómstóll úrskurðaði Shell ábyrgt fyrir tjóni af völdum leka þar á árunum 2004 til 2007 fyrr á þessu ári. Var fyrirtækið jafnframt dæmt til að greiða nígerískum bændum bætur og skipað að koma fyrir búnaði til að fyrirbyggja frekari leka. Shell hélt því fram að skemmdarverk hafi verið orsök lekanna.
Bensín og olía Nígería Umhverfismál Mest lesið Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Innlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi Erlent Fleiri fréttir Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Sjá meira