Shell greiðir milljarða vegna olíuleka í Nígeríu fyrir hálfri öld Kjartan Kjartansson skrifar 12. ágúst 2021 10:04 Drengur stendur með fiskinet við olíumengaðan læk í Ogoniland. Málið sem nú hefur verið útkljáð er hálfrar aldar gamalt en olíumengun er enn meiriháttar vandamál á óseyrum Nígerfljóts. Shell var einnig dæmt til skaðabóta vegna leka á árunum 2004-2007 nýlega. Vísir/EPA Olíurisinn Shell hefur loks fallist á að greiða nígerískum þjóðflokki meira en fjórtán milljarða króna í bætur vegna meiriháttar olíuleka í Biafra-stríðinu á sjöunda áratug síðustu aldar. Þar með lýkur áralöngum málaferlum vegna lekans. Nígerískur dómstóll dæmdi Shell til að greiða rúma 41 milljón dollara, jafnvirði rúmra fimm milljarða íslenskra króna, árið 2010 en málið var upphaflega höfðað árið 1991. Þeim dómi vildi Shell ekki una og áfrýjaði ítrekað án árangurs. Hæstiréttur landsins taldi að með vöxtum skuldaði Shell meira en tífalda þá upphæð. Enn reyndi Shell að komast hjá ábyrgð á lekanum og skaut málinu til alþjóðlegs gerðardóms fyrr á þessu ári með þeim rökum að fyrirtækið hafi aldrei fengið tækifæri til að verjast ásökununum efnislega. Fyrirtækið hefur alla tíð haldið því fram að aðrir hafi valdið skemmdum sem ullu lekanum í Biafra-stríðinu sem geisaði frá 1967 til 1970. Nú hefur Shell lagt árar í bát og fallist á að greiða Ejama-Ebubu-þjóðflokknum í Ogoniland 111 milljónir dollara, jafnvirði rúmra fjórtán milljarða íslenskra króna, til að bæta honum tjónið. Breska ríkisútvarpið BBC segir að olíulekar valdi enn mikilli mengun á óseyrum Nígerfljóts. Hollensku áfrýjunardómstóll úrskurðaði Shell ábyrgt fyrir tjóni af völdum leka þar á árunum 2004 til 2007 fyrr á þessu ári. Var fyrirtækið jafnframt dæmt til að greiða nígerískum bændum bætur og skipað að koma fyrir búnaði til að fyrirbyggja frekari leka. Shell hélt því fram að skemmdarverk hafi verið orsök lekanna. Bensín og olía Nígería Umhverfismál Mest lesið Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Erlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Snjallsímar undanskildir tollunum Sjá meira
Nígerískur dómstóll dæmdi Shell til að greiða rúma 41 milljón dollara, jafnvirði rúmra fimm milljarða íslenskra króna, árið 2010 en málið var upphaflega höfðað árið 1991. Þeim dómi vildi Shell ekki una og áfrýjaði ítrekað án árangurs. Hæstiréttur landsins taldi að með vöxtum skuldaði Shell meira en tífalda þá upphæð. Enn reyndi Shell að komast hjá ábyrgð á lekanum og skaut málinu til alþjóðlegs gerðardóms fyrr á þessu ári með þeim rökum að fyrirtækið hafi aldrei fengið tækifæri til að verjast ásökununum efnislega. Fyrirtækið hefur alla tíð haldið því fram að aðrir hafi valdið skemmdum sem ullu lekanum í Biafra-stríðinu sem geisaði frá 1967 til 1970. Nú hefur Shell lagt árar í bát og fallist á að greiða Ejama-Ebubu-þjóðflokknum í Ogoniland 111 milljónir dollara, jafnvirði rúmra fjórtán milljarða íslenskra króna, til að bæta honum tjónið. Breska ríkisútvarpið BBC segir að olíulekar valdi enn mikilli mengun á óseyrum Nígerfljóts. Hollensku áfrýjunardómstóll úrskurðaði Shell ábyrgt fyrir tjóni af völdum leka þar á árunum 2004 til 2007 fyrr á þessu ári. Var fyrirtækið jafnframt dæmt til að greiða nígerískum bændum bætur og skipað að koma fyrir búnaði til að fyrirbyggja frekari leka. Shell hélt því fram að skemmdarverk hafi verið orsök lekanna.
Bensín og olía Nígería Umhverfismál Mest lesið Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Erlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Snjallsímar undanskildir tollunum Sjá meira