Fagráð kallar eftir breytingum: „Það þýðir ekki að hika lengur“ Samúel Karl Ólason skrifar 11. ágúst 2021 10:05 Landspítali Fossvogi Vísir/vilhelm Fagráð Landspítalans segir stjórnvöld og stjórnendur sjúkrahússins þurfa aða leita allra leiða til að veita starfsfólki viðunandi vinnuaðstæður. Skapa þurfi umhverfi þar sem ekki sé þörf á að kalla fólk inn úr sumarfríi og tryggja að ekki sé gengið á réttindi starfsfólk. Í áskorun frá fagráðinu, sem Marta Jóns Hjördísardóttir formaður skrifar undir, segir að í mörg ár hafi það verið áskorun að manna spítalann eins og þurfi. Skortur á menntuðu fagfólki hafi orðið til þess að fækka hafi þurfti legurýmum. Við það hafi síðustu ár bæst við fordæmalaust álag vegna faraldurs Nýju kórónuveirunnar. Mörgu hafi verið ýtt til hliðar vegna faraldursins. „Í maí 2021 var rúmanýting á meðferðarsviði á Landspítala hvergi undir 96 prósent, þar sem æskileg rúmanýting á bráðasjúkrahúsi er 85 prósent. Á smitsjúkdómadeild er rúmanýting í maí 99 prósent, en það er deildin sem tekur fyrst við sjúklingum með COVID. Þegar hún er orðin full þá er Lungnadeild A6 breytt í COVID deild og þar er rúmanýting í maí 101 prósent,“ segir í áskoruninni. Þar segir einnig að það hafi ekki verið sjúklingar með Covid-19 sem lágu á þessum deildum heldur aðrir sem þurfi sérhæfða þjónustu. „…Þjónustu sem þarf nú að veita á öðrum deildum sem eru flestar með rúmanýtingu yfir 95 prósentum. Það gefur augaleið að svigrúmið er ekki til staðar.“ Störf hafi orðið erfiðari Í áskoruninni segir einnig að störf á spítalanum hafi orðið erfiðari og þá meðal annars vegna íþyngjandi hlífðarbúnaði og þess að starfsfólk þurfi að vera stöðugt á verði, sýna sveigjanleika og ganga inn í aðstæður þar sem ríki óvissa. Ofan á það búi starfsfólk við áreiti utan vinnu. Til dæmis varðandi það að þau eigi að búa í einhvers konar sóttvarnarkúlu umfram aðra í samfélaginu. „Á sama tíma er starfsfólk í sumarfríi, fólk sem er margt búið að standa vaktina í meira en ár, undir gríðarlegu álagi,“ segir í áskoruninni. „Starfsfólk er kjarni hverrar stofnunar. Á álagstíma þarf að hlúa sérstaklega vel að starfsfólki, þar er svo sannarlega svigrúm til að gera betur.“ Fagráðið segir þörf á að veita starfsfólki viðunandi vinnuaðstæður. Eins og áður segir þurfi að skapa umhverfi þar sem ekki sé þörf á að kalla fólk inn úr sumarfríi og ganga á réttindi starfsfólks. Til þess þurfi verulega uppbyggingu í heilbrigðiskerfinu öllu. „Stofnanir þurfa að vinna þétt saman. Það þýðir ekki að hika lengur, búið er að benda á vandann í mörg ár, nú sem aldrei fyrr er tækifæri til úrbóta. Fagráð Landspítala skorar á stjórnvöld að gera það sem þarf til að heilbrigðiskerfið, með Landspítala í fararbroddi, sé eftirsóttur vinnustaður þar sem veitt sé besta heilbrigðisþjónusta sem völ er á hverju sinni.“ Heilbrigðismál Landspítalinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Bergþór dregur framboðið til baka Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent „Þetta er pólitísk vakning“ Innlent Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Innlent Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Erlent Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Fleiri fréttir „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sjá meira
Í áskorun frá fagráðinu, sem Marta Jóns Hjördísardóttir formaður skrifar undir, segir að í mörg ár hafi það verið áskorun að manna spítalann eins og þurfi. Skortur á menntuðu fagfólki hafi orðið til þess að fækka hafi þurfti legurýmum. Við það hafi síðustu ár bæst við fordæmalaust álag vegna faraldurs Nýju kórónuveirunnar. Mörgu hafi verið ýtt til hliðar vegna faraldursins. „Í maí 2021 var rúmanýting á meðferðarsviði á Landspítala hvergi undir 96 prósent, þar sem æskileg rúmanýting á bráðasjúkrahúsi er 85 prósent. Á smitsjúkdómadeild er rúmanýting í maí 99 prósent, en það er deildin sem tekur fyrst við sjúklingum með COVID. Þegar hún er orðin full þá er Lungnadeild A6 breytt í COVID deild og þar er rúmanýting í maí 101 prósent,“ segir í áskoruninni. Þar segir einnig að það hafi ekki verið sjúklingar með Covid-19 sem lágu á þessum deildum heldur aðrir sem þurfi sérhæfða þjónustu. „…Þjónustu sem þarf nú að veita á öðrum deildum sem eru flestar með rúmanýtingu yfir 95 prósentum. Það gefur augaleið að svigrúmið er ekki til staðar.“ Störf hafi orðið erfiðari Í áskoruninni segir einnig að störf á spítalanum hafi orðið erfiðari og þá meðal annars vegna íþyngjandi hlífðarbúnaði og þess að starfsfólk þurfi að vera stöðugt á verði, sýna sveigjanleika og ganga inn í aðstæður þar sem ríki óvissa. Ofan á það búi starfsfólk við áreiti utan vinnu. Til dæmis varðandi það að þau eigi að búa í einhvers konar sóttvarnarkúlu umfram aðra í samfélaginu. „Á sama tíma er starfsfólk í sumarfríi, fólk sem er margt búið að standa vaktina í meira en ár, undir gríðarlegu álagi,“ segir í áskoruninni. „Starfsfólk er kjarni hverrar stofnunar. Á álagstíma þarf að hlúa sérstaklega vel að starfsfólki, þar er svo sannarlega svigrúm til að gera betur.“ Fagráðið segir þörf á að veita starfsfólki viðunandi vinnuaðstæður. Eins og áður segir þurfi að skapa umhverfi þar sem ekki sé þörf á að kalla fólk inn úr sumarfríi og ganga á réttindi starfsfólks. Til þess þurfi verulega uppbyggingu í heilbrigðiskerfinu öllu. „Stofnanir þurfa að vinna þétt saman. Það þýðir ekki að hika lengur, búið er að benda á vandann í mörg ár, nú sem aldrei fyrr er tækifæri til úrbóta. Fagráð Landspítala skorar á stjórnvöld að gera það sem þarf til að heilbrigðiskerfið, með Landspítala í fararbroddi, sé eftirsóttur vinnustaður þar sem veitt sé besta heilbrigðisþjónusta sem völ er á hverju sinni.“
Heilbrigðismál Landspítalinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Bergþór dregur framboðið til baka Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent „Þetta er pólitísk vakning“ Innlent Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Innlent Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Erlent Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Fleiri fréttir „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sjá meira