Uppbygging á íbúðarhúsnæði í Hafnarfirði – skipsbrot Sjálfstæðisflokksins Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar 9. ágúst 2021 20:01 Það er engin djörfung né skýr framtíðarsýn þegar kemur að uppbyggingu húsnæðis í Hafnarfirði undir stjórn núverandi meirihluta. Síðustu 7 ár hefur ládeyða og skortur á sóknarhug í skipulags- og byggingarmálum verið einkennandi á tíma meirihluta Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði. Lítil sem engin fjölgun hefur átt sér stað síðan 2016 Alls staðar í nágrannasveitarfélögunum á höfuðborgarsvæðinu að Seltjarnarnesi undanskyldu fjölgaði íbúum svo jafnvel skipti tugum prósenta á tímabilinu 2016 – 2021. Innan höfuðborgarsvæðisins er fjölgunin mest í Mosfellsbæ, eða 34,2%. Þar búa nú 12.880 manns. Raunar hefur ekkert sveitarfélag með fleiri en þúsund íbúa vaxið eins og Mosfellsbær á tímabilinu. Í Reykjavík búa 134.000 manns og hefur íbúum fjölgað um 9,1% á tímabilinu.En í Hafnarfirði fjölgaði íbúum á þessu árabili um 3,8%! Það er ömurlegt að vita til þess að á 7 ára valdatímabili Sjálfstæðisflokksins hér í Hafnarfirði er þetta niðustaðan. Grútmáttlaus skipulagsstefna og framtaksleysi þeirra er hrópandi. Þeir hafa haft formennsku í Skipulags- og byggingarráði öll þessi ár. Þeirra er svo sannarlega ábyrgðin. Lengi getur vont versnað! En lengi getur vont versnað. Nú er svo komið að bæjarbúum fækkaði á milli ára, frá árinu 2020 til ársins 2021. Í fyrsta skipti í marga áratugi. Fram kemur í nýjum tölum á vef Þjóðskrár að íbúum í Hafnarfirði hefur fækkað um 154 frá 1. desember síðastliðnum fram til 1. ágúst á þessu ári. Á sama tíma hefur íbúum Reykjavíkurborgar fjölgað um 981. Eins hefur íbúum í Kópavogi, Garðabæ og Mosfellsbæ einnig fjölgað um nokkur hundruð. Allt öðrum að kenna! Sjálfstæðismenn hafa reynt að verja aðgerðarleysi sitt og fólksflótta úr bænum. Þeir sjá ekki eigið getuleysi í þessum málaflokki og kenna því öllu öðru um.Meðal annars því að flutningslínur rafmagns hafi tafið uppbyggingu í Skarðshlíð, Hamranesi og jafnvel í Áslandi 4 og 5 sem er æði langsótt og ekkert annað en veikluleg tilraun til að tala sig frá eigin veikleikum í skipulagsmálum. Við áætlanir þeirra um þéttingu byggðar hafa þeir talað um það hversu illa skipulagslög hafa leikið þá og eins þykir þeim íbúalýðræði þvælast fyrir. Og svo auðvitað hefur minnihlutinn verið til trafala. Alltaf hreint með bölvað vesen og tefja fyrir öllu. Allt þetta dæmir sig sjálft og undirstrikar veikleika þeirra þegar kemur að stjórn skipulags- og byggingarmála í bænum. Það er ljóst og engum um að kenna öðrum en þeim sjálfum! Grátleg staða er á ábyrgð þeirra! Það skyldi þau ekki vera að fleira komi til sem skýri fólksflótta úr Hafnarfirði. Forsvarsmenn núverandi meirihluta hafa reynt að tala bæinn upp en því miður hefur það verið mjóróma rödd. Ungt fólk flytur úr bænum í leit að betra samfélagi þar sem betur er stutt við t.d. barnafjölskyldur og þar sem húsnæði er til staðar sem hentar þeim og þeirra kröfum.Ábyrgðin er á hendi meirihluta Sjálfstæðismanna og Framsóknar á grátlegri stöðu og fólksflótta úr bænum. Það er vonandi að kjósendur gefi meirihlutanum rauða spjaldið í næstu kosningum. Íbúar Hafnarfjarðar eiga svo miklu betra skilið. Höfundur er bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar í Hafnarfirði Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hafnarfjörður Samfylkingin Sjálfstæðisflokkurinn Húsnæðismál Mest lesið Ert þú ung kona á leiðinni á landsfund? Hópur ungra Sjálfstæðiskvenna Skoðun Dagur sjaldgæfra sjúkdóma 2025 Alice Viktoría Kent Skoðun Háskóladagurinn og föðurlausir drengir Margrét Valdimarsdóttir Skoðun En hvað með mig kórinn: Eiga kennarar að vera lægsti samnefnari launaþróunar Davíð Már Sigurðsson Skoðun Guðrún Hafsteinsdóttir til forystu Hópur Sjálfstæðismanna Skoðun Vill ríkisstjórnin vernda vatnið okkar? Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Tækifærin felast í hjúkrunarfræðingum Helga Rósa Másdóttir Skoðun Loðnukreppan: Fleiri hvalir þýða meiri fiskur Micah Garen Skoðun Björn Þorsteinsson er gefandi og gagnrýninn stjórnandi fyrir öflugan Háskóla Íslands Nanna Hlín Halldórsdóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun Guðrún Hafsteins nýr leiðtogi - Sameinandi afl Jóna Lárusdóttir Skoðun Skoðun Skoðun COVID-19: 5 ár frá fyrsta smiti Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Meira um íslenskan her skrifar Skoðun Sannanir í dómsmáli? Huldufyrirtæki og huldusögur Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Guðrún Hafsteinsdóttir til forystu Hópur Sjálfstæðismanna skrifar Skoðun Háskóladagurinn og föðurlausir drengir Margrét Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Björn Þorsteinsson er gefandi og gagnrýninn stjórnandi fyrir öflugan Háskóla Íslands Nanna Hlín Halldórsdóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun En hvað með mig kórinn: Eiga kennarar að vera lægsti samnefnari launaþróunar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Vandi Háskóla Íslands og lausnir – III – Fjármögnun háskóla Pétur Henry Petersen skrifar Skoðun Loðnukreppan: Fleiri hvalir þýða meiri fiskur Micah Garen skrifar Skoðun Tölum um það sem skiptir máli Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Hvernig borg verður til Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Vill ríkisstjórnin vernda vatnið okkar? Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tækifærin felast í hjúkrunarfræðingum Helga Rósa Másdóttir skrifar Skoðun Ert þú ung kona á leiðinni á landsfund? Hópur ungra Sjálfstæðiskvenna skrifar Skoðun Dagur sjaldgæfra sjúkdóma 2025 Alice Viktoría Kent skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn – Breiðfylking framtíðar Sigvaldi H. Ragnarsson skrifar Skoðun Guðrún Hafsteins nýr leiðtogi - Sameinandi afl Jóna Lárusdóttir skrifar Skoðun Látum verkin tala Sigríður María Björnsdóttir Fortescue skrifar Skoðun Guðrún Hafsteinsdóttir, leiðtogi með sterka framtíðarsýn Jón Ólafur Halldórsson skrifar Skoðun Sannanir í dómsmáli? Rithandarrannsóknir, seinni grein Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Glötuðu tækifærin Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Hnignun samgangna og áhrif á ferðaþjónustu og atvinnulíf Sverrir Fannberg Júliusson skrifar Skoðun Ísland á tímamótum – Við skulum leiða gervigreindaröldina! Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hvað eru Innri þróunarmarkmið? Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hagur okkar allra Steinþór Logi Arnarsson skrifar Skoðun Áskoranir næstu áratuga kalla á fjármögnun rannsókna Silja Bára R. Ómarsdóttir skrifar Skoðun Ég styð Guðrúnu Hafsteinsdóttur sem formann – en hvers vegna? Karl Guðmundsson skrifar Skoðun Smíðar eru nauðsyn Einar Sverrisson skrifar Skoðun Nýsköpunarlandið Elías Larsen skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Móse og boðorðin 10 Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Sjá meira
Það er engin djörfung né skýr framtíðarsýn þegar kemur að uppbyggingu húsnæðis í Hafnarfirði undir stjórn núverandi meirihluta. Síðustu 7 ár hefur ládeyða og skortur á sóknarhug í skipulags- og byggingarmálum verið einkennandi á tíma meirihluta Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði. Lítil sem engin fjölgun hefur átt sér stað síðan 2016 Alls staðar í nágrannasveitarfélögunum á höfuðborgarsvæðinu að Seltjarnarnesi undanskyldu fjölgaði íbúum svo jafnvel skipti tugum prósenta á tímabilinu 2016 – 2021. Innan höfuðborgarsvæðisins er fjölgunin mest í Mosfellsbæ, eða 34,2%. Þar búa nú 12.880 manns. Raunar hefur ekkert sveitarfélag með fleiri en þúsund íbúa vaxið eins og Mosfellsbær á tímabilinu. Í Reykjavík búa 134.000 manns og hefur íbúum fjölgað um 9,1% á tímabilinu.En í Hafnarfirði fjölgaði íbúum á þessu árabili um 3,8%! Það er ömurlegt að vita til þess að á 7 ára valdatímabili Sjálfstæðisflokksins hér í Hafnarfirði er þetta niðustaðan. Grútmáttlaus skipulagsstefna og framtaksleysi þeirra er hrópandi. Þeir hafa haft formennsku í Skipulags- og byggingarráði öll þessi ár. Þeirra er svo sannarlega ábyrgðin. Lengi getur vont versnað! En lengi getur vont versnað. Nú er svo komið að bæjarbúum fækkaði á milli ára, frá árinu 2020 til ársins 2021. Í fyrsta skipti í marga áratugi. Fram kemur í nýjum tölum á vef Þjóðskrár að íbúum í Hafnarfirði hefur fækkað um 154 frá 1. desember síðastliðnum fram til 1. ágúst á þessu ári. Á sama tíma hefur íbúum Reykjavíkurborgar fjölgað um 981. Eins hefur íbúum í Kópavogi, Garðabæ og Mosfellsbæ einnig fjölgað um nokkur hundruð. Allt öðrum að kenna! Sjálfstæðismenn hafa reynt að verja aðgerðarleysi sitt og fólksflótta úr bænum. Þeir sjá ekki eigið getuleysi í þessum málaflokki og kenna því öllu öðru um.Meðal annars því að flutningslínur rafmagns hafi tafið uppbyggingu í Skarðshlíð, Hamranesi og jafnvel í Áslandi 4 og 5 sem er æði langsótt og ekkert annað en veikluleg tilraun til að tala sig frá eigin veikleikum í skipulagsmálum. Við áætlanir þeirra um þéttingu byggðar hafa þeir talað um það hversu illa skipulagslög hafa leikið þá og eins þykir þeim íbúalýðræði þvælast fyrir. Og svo auðvitað hefur minnihlutinn verið til trafala. Alltaf hreint með bölvað vesen og tefja fyrir öllu. Allt þetta dæmir sig sjálft og undirstrikar veikleika þeirra þegar kemur að stjórn skipulags- og byggingarmála í bænum. Það er ljóst og engum um að kenna öðrum en þeim sjálfum! Grátleg staða er á ábyrgð þeirra! Það skyldi þau ekki vera að fleira komi til sem skýri fólksflótta úr Hafnarfirði. Forsvarsmenn núverandi meirihluta hafa reynt að tala bæinn upp en því miður hefur það verið mjóróma rödd. Ungt fólk flytur úr bænum í leit að betra samfélagi þar sem betur er stutt við t.d. barnafjölskyldur og þar sem húsnæði er til staðar sem hentar þeim og þeirra kröfum.Ábyrgðin er á hendi meirihluta Sjálfstæðismanna og Framsóknar á grátlegri stöðu og fólksflótta úr bænum. Það er vonandi að kjósendur gefi meirihlutanum rauða spjaldið í næstu kosningum. Íbúar Hafnarfjarðar eiga svo miklu betra skilið. Höfundur er bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar í Hafnarfirði
En hvað með mig kórinn: Eiga kennarar að vera lægsti samnefnari launaþróunar Davíð Már Sigurðsson Skoðun
Björn Þorsteinsson er gefandi og gagnrýninn stjórnandi fyrir öflugan Háskóla Íslands Nanna Hlín Halldórsdóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Skoðun Björn Þorsteinsson er gefandi og gagnrýninn stjórnandi fyrir öflugan Háskóla Íslands Nanna Hlín Halldórsdóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun En hvað með mig kórinn: Eiga kennarar að vera lægsti samnefnari launaþróunar Davíð Már Sigurðsson skrifar
Skoðun Hnignun samgangna og áhrif á ferðaþjónustu og atvinnulíf Sverrir Fannberg Júliusson skrifar
En hvað með mig kórinn: Eiga kennarar að vera lægsti samnefnari launaþróunar Davíð Már Sigurðsson Skoðun
Björn Þorsteinsson er gefandi og gagnrýninn stjórnandi fyrir öflugan Háskóla Íslands Nanna Hlín Halldórsdóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun