Stjórnar pólitískum umræðuþætti sem sitjandi þingmaður Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 9. ágúst 2021 11:22 Þingflokksfundur Sjálfstæðisflokksins í Valhöll Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson Páll Magnússon, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hefur verið fenginn til að halda utan um pólitíska umræðuþætti á sjónvarpsstöð Hringbrautar fram að næstu alþingiskosningum 25. september. Páll er auðvitað áfram sitjandi þingmaður þangað til nýtt þing tekur við og mun því stýra þættinum sem slíkur. „Það er enginn feluleikur á bak við það,“ segir Páll í samtali við Vísi um nýju þættina. Þeir heita Pólitík með Páli Magnússyni og verða á dagskrá alla miðvikudaga á Hringbraut fram að kosningum, alls sjö þættir. Fréttablaðið greindi frá þessu í gær. Sá fyrsti verður sýndur næsta miðvikudag og verða þau Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður Vinstri grænna, og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, gestir þáttarins. En þurfa áhorfendur að hafa áhyggjur af hlutleysi Páls þegar hann stýrir pólitískum þætti sem sitjandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins? „Fólk veit hvaðan ég kem og verður síðan bara að meta það á eigin forsendum hvort ég stjórnist af einhverjum annarlegum hvötum,“ segir Páll léttur í bragði. „En það er auðvitað það sem setur á þetta dálítið óvenjulegan og kannski dýnamískan eða spennandi vinkil, að ég er þarna að tala við fólk sem ég hef haft sem starfsfélaga, svo að segja, eða verið í kringum og starfað með í pólitík, bæði bandamenn og andstæðinga.“ Hann segir að formið sé vel þekkt erlendis. Í Bandaríkjunum sé til dæmis ekki óalgengt að bæði fyrrverandi og sitjandi pólitíkusar séu fengnir til að stýra viðtals- og umræðuþáttum. Páll er auðvitað afar reyndur fjölmiðlamaður; starfaði í fréttastjórastöðum hjá Stöð 2, RÚV og víðar og síðast sem útvarpsstjóri Ríkisútvarpsins. Hann fór svo inn á þing árið 2016 en ákvað að gefa ekki aftur kost á sér fyrir næstu þingkosningar. Fara menn þá beint aftur í fjölmiðla? „Ætli ég geri það ekki bara upp við mig þegar þessari seríu lýkur,“ segir Páll. „Þá geri ég það upp við mig hvort ég hafi enn þá jafngaman að þessu og ég hafði. Ég er að bisast við að halda mig við þá reglu sem ég setti mér að gera bara það sem mér þykir skemmtilegt hverju sinni.“ Fjölmiðlar Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Alþingiskosningar 2021 Bíó og sjónvarp Mest lesið „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Nafngreina árásarmanninn í Manchester Erlent Rauk upp úr flugvél Jet2 Innlent Segja falda launauppbót hjá níu af tíu stofnunum ríkisins Innlent Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Innlent Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Innlent Ragnhildur tekur við Kveik Innlent Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Innlent Fleiri fréttir Bergþór vill verða varaformaður Segja falda launauppbót hjá níu af tíu stofnunum ríkisins Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Þúsundir barna bíða og listarnir lengjast POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Sjá meira
„Það er enginn feluleikur á bak við það,“ segir Páll í samtali við Vísi um nýju þættina. Þeir heita Pólitík með Páli Magnússyni og verða á dagskrá alla miðvikudaga á Hringbraut fram að kosningum, alls sjö þættir. Fréttablaðið greindi frá þessu í gær. Sá fyrsti verður sýndur næsta miðvikudag og verða þau Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður Vinstri grænna, og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, gestir þáttarins. En þurfa áhorfendur að hafa áhyggjur af hlutleysi Páls þegar hann stýrir pólitískum þætti sem sitjandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins? „Fólk veit hvaðan ég kem og verður síðan bara að meta það á eigin forsendum hvort ég stjórnist af einhverjum annarlegum hvötum,“ segir Páll léttur í bragði. „En það er auðvitað það sem setur á þetta dálítið óvenjulegan og kannski dýnamískan eða spennandi vinkil, að ég er þarna að tala við fólk sem ég hef haft sem starfsfélaga, svo að segja, eða verið í kringum og starfað með í pólitík, bæði bandamenn og andstæðinga.“ Hann segir að formið sé vel þekkt erlendis. Í Bandaríkjunum sé til dæmis ekki óalgengt að bæði fyrrverandi og sitjandi pólitíkusar séu fengnir til að stýra viðtals- og umræðuþáttum. Páll er auðvitað afar reyndur fjölmiðlamaður; starfaði í fréttastjórastöðum hjá Stöð 2, RÚV og víðar og síðast sem útvarpsstjóri Ríkisútvarpsins. Hann fór svo inn á þing árið 2016 en ákvað að gefa ekki aftur kost á sér fyrir næstu þingkosningar. Fara menn þá beint aftur í fjölmiðla? „Ætli ég geri það ekki bara upp við mig þegar þessari seríu lýkur,“ segir Páll. „Þá geri ég það upp við mig hvort ég hafi enn þá jafngaman að þessu og ég hafði. Ég er að bisast við að halda mig við þá reglu sem ég setti mér að gera bara það sem mér þykir skemmtilegt hverju sinni.“
Fjölmiðlar Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Alþingiskosningar 2021 Bíó og sjónvarp Mest lesið „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Nafngreina árásarmanninn í Manchester Erlent Rauk upp úr flugvél Jet2 Innlent Segja falda launauppbót hjá níu af tíu stofnunum ríkisins Innlent Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Innlent Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Innlent Ragnhildur tekur við Kveik Innlent Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Innlent Fleiri fréttir Bergþór vill verða varaformaður Segja falda launauppbót hjá níu af tíu stofnunum ríkisins Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Þúsundir barna bíða og listarnir lengjast POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Sjá meira
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu