Samstarfserfiðleikar og meðvirkni á vinnustað Þórkatla Aðalsteinsdóttir skrifar 9. ágúst 2021 11:30 Öll höfum við sjálfsagt reynslu af því að hafa upplifað samstarfserfiðleika á vinnustað. Annað hvort á eigin skinni eða hjá vinnufélögum. Öll vitum við að slíkir erfiðleikar hafa mikil áhrif á líðan okkar, vekur kvíða, skapa sveiflur í skapi, við verðum kjarklausari gagnvart verkefnum og lífið tekur á sig leiðinlegri lit – líka utan vinnu. Við erum nefnilega megnið af okkar vökutíma í vinnunni og svo sannarlega getum við ekki aðgreint svo skýrt vinnu og einkalíf að vinnan hafi engin áhrif á líðan okkar utan hennar. Samstarfserfiðleikar birtast frekar þegar fólk er undir langvarandi álagi vegna breytinga, áfalla eða aukinna krefjandi verkefna. Vinnuumhverfi okkar litast af slíku þessa daganna og vikurnar. Þarf ekki að fjölyrða um það. Samstarfserfiðleikar geta svo sannarlega kveikt á meðvirkni í umhverfinu bæði hjá vinnufélögum og stjórnendum. Það er bæði mannlegt og skiljanlegt. Við forðumst að sjálfsögðu átök, leitum ekki í óþægindi og erfiðar tilfinningar og mjög oft ómeðvitað reynum við að slétta úr, gera lítið úr og bíða af okkur storminn. Meðvirknin lamar. Við tölum þvert um hug okkar, segjum ekki það sem við meinum og meinum ekki það sem við segjum. Af stað fer einhvers konar leikrit sem getur tekið yfir heilu hópana með tilheyrandi markaleysi og ruglingi. Stjórnendur eru ekki undanþegnir slíkum viðbrögðum, sjálfir eru þeir oft undir miklu álagi, með eigin verkefni sem þeir þurfa að sinna, orðnir langþreyttir vegna veirunnar og viðbragða þess vegna. Þeir telja sig oft ekki hafa tíma eða afgangs orku í einhver leiðindi í samskiptum og aðhafast því ekkert en vona að vandamálin leysist af sjálfu sér. Oft heyrast viðhorf á borð við „þetta er fullorðið fólk – það hlýtur að finna út úr þessu.“ Eða „þetta er örugglega ekki eins slæmt og fólk er að tala um og kvarta yfir, það er verið að ýkja vandann“. Hlutverk stjórnandans er að stíga inn, finna leiðir til lausnar, fylgja þeim eftir og vera mjög skýr í sínum skilaboðum. Það er hans skylda gagnvart hópnum og þeim einstaklingum sem eiga í erfiðleikum. Viðvarandi samstarfserfiðleikar skapa kvíða og vanlíðan í starfsumhverfinu, hafa slæm áhrif á vinnuframlag og starfsánægju. Svo það er mikið í húfi að bregðast við sem fyrst og finna leiðir til að leysa vandann. Annað hvort með hjálp hópsins eða utanaðkomandi aðstoð fagfólks. Sálrænt öryggi starfshópsins er í húfi og ef þörfinni fyrir sálrænt öryggi er ekki sinnt á vinnustaðnum gengur fátt upp. Höfundur er er sálfræðingur, stofnandi og einn eigenda Lífs og sálar sálfræði- og ráðgjafarstofu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórkatla Aðalsteinsdóttir Vinnustaðurinn Mest lesið Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Skoðun Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar Skoðun Lyftistöng fyrir samfélagið Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki og fjölskyldum Ragna Sigurðardóttir,Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Kominn tími á öðruvísi stjórnmál Gísli Rafn Ólafsson skrifar Sjá meira
Öll höfum við sjálfsagt reynslu af því að hafa upplifað samstarfserfiðleika á vinnustað. Annað hvort á eigin skinni eða hjá vinnufélögum. Öll vitum við að slíkir erfiðleikar hafa mikil áhrif á líðan okkar, vekur kvíða, skapa sveiflur í skapi, við verðum kjarklausari gagnvart verkefnum og lífið tekur á sig leiðinlegri lit – líka utan vinnu. Við erum nefnilega megnið af okkar vökutíma í vinnunni og svo sannarlega getum við ekki aðgreint svo skýrt vinnu og einkalíf að vinnan hafi engin áhrif á líðan okkar utan hennar. Samstarfserfiðleikar birtast frekar þegar fólk er undir langvarandi álagi vegna breytinga, áfalla eða aukinna krefjandi verkefna. Vinnuumhverfi okkar litast af slíku þessa daganna og vikurnar. Þarf ekki að fjölyrða um það. Samstarfserfiðleikar geta svo sannarlega kveikt á meðvirkni í umhverfinu bæði hjá vinnufélögum og stjórnendum. Það er bæði mannlegt og skiljanlegt. Við forðumst að sjálfsögðu átök, leitum ekki í óþægindi og erfiðar tilfinningar og mjög oft ómeðvitað reynum við að slétta úr, gera lítið úr og bíða af okkur storminn. Meðvirknin lamar. Við tölum þvert um hug okkar, segjum ekki það sem við meinum og meinum ekki það sem við segjum. Af stað fer einhvers konar leikrit sem getur tekið yfir heilu hópana með tilheyrandi markaleysi og ruglingi. Stjórnendur eru ekki undanþegnir slíkum viðbrögðum, sjálfir eru þeir oft undir miklu álagi, með eigin verkefni sem þeir þurfa að sinna, orðnir langþreyttir vegna veirunnar og viðbragða þess vegna. Þeir telja sig oft ekki hafa tíma eða afgangs orku í einhver leiðindi í samskiptum og aðhafast því ekkert en vona að vandamálin leysist af sjálfu sér. Oft heyrast viðhorf á borð við „þetta er fullorðið fólk – það hlýtur að finna út úr þessu.“ Eða „þetta er örugglega ekki eins slæmt og fólk er að tala um og kvarta yfir, það er verið að ýkja vandann“. Hlutverk stjórnandans er að stíga inn, finna leiðir til lausnar, fylgja þeim eftir og vera mjög skýr í sínum skilaboðum. Það er hans skylda gagnvart hópnum og þeim einstaklingum sem eiga í erfiðleikum. Viðvarandi samstarfserfiðleikar skapa kvíða og vanlíðan í starfsumhverfinu, hafa slæm áhrif á vinnuframlag og starfsánægju. Svo það er mikið í húfi að bregðast við sem fyrst og finna leiðir til að leysa vandann. Annað hvort með hjálp hópsins eða utanaðkomandi aðstoð fagfólks. Sálrænt öryggi starfshópsins er í húfi og ef þörfinni fyrir sálrænt öryggi er ekki sinnt á vinnustaðnum gengur fátt upp. Höfundur er er sálfræðingur, stofnandi og einn eigenda Lífs og sálar sálfræði- og ráðgjafarstofu.
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar
Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun