Samstarfserfiðleikar og meðvirkni á vinnustað Þórkatla Aðalsteinsdóttir skrifar 9. ágúst 2021 11:30 Öll höfum við sjálfsagt reynslu af því að hafa upplifað samstarfserfiðleika á vinnustað. Annað hvort á eigin skinni eða hjá vinnufélögum. Öll vitum við að slíkir erfiðleikar hafa mikil áhrif á líðan okkar, vekur kvíða, skapa sveiflur í skapi, við verðum kjarklausari gagnvart verkefnum og lífið tekur á sig leiðinlegri lit – líka utan vinnu. Við erum nefnilega megnið af okkar vökutíma í vinnunni og svo sannarlega getum við ekki aðgreint svo skýrt vinnu og einkalíf að vinnan hafi engin áhrif á líðan okkar utan hennar. Samstarfserfiðleikar birtast frekar þegar fólk er undir langvarandi álagi vegna breytinga, áfalla eða aukinna krefjandi verkefna. Vinnuumhverfi okkar litast af slíku þessa daganna og vikurnar. Þarf ekki að fjölyrða um það. Samstarfserfiðleikar geta svo sannarlega kveikt á meðvirkni í umhverfinu bæði hjá vinnufélögum og stjórnendum. Það er bæði mannlegt og skiljanlegt. Við forðumst að sjálfsögðu átök, leitum ekki í óþægindi og erfiðar tilfinningar og mjög oft ómeðvitað reynum við að slétta úr, gera lítið úr og bíða af okkur storminn. Meðvirknin lamar. Við tölum þvert um hug okkar, segjum ekki það sem við meinum og meinum ekki það sem við segjum. Af stað fer einhvers konar leikrit sem getur tekið yfir heilu hópana með tilheyrandi markaleysi og ruglingi. Stjórnendur eru ekki undanþegnir slíkum viðbrögðum, sjálfir eru þeir oft undir miklu álagi, með eigin verkefni sem þeir þurfa að sinna, orðnir langþreyttir vegna veirunnar og viðbragða þess vegna. Þeir telja sig oft ekki hafa tíma eða afgangs orku í einhver leiðindi í samskiptum og aðhafast því ekkert en vona að vandamálin leysist af sjálfu sér. Oft heyrast viðhorf á borð við „þetta er fullorðið fólk – það hlýtur að finna út úr þessu.“ Eða „þetta er örugglega ekki eins slæmt og fólk er að tala um og kvarta yfir, það er verið að ýkja vandann“. Hlutverk stjórnandans er að stíga inn, finna leiðir til lausnar, fylgja þeim eftir og vera mjög skýr í sínum skilaboðum. Það er hans skylda gagnvart hópnum og þeim einstaklingum sem eiga í erfiðleikum. Viðvarandi samstarfserfiðleikar skapa kvíða og vanlíðan í starfsumhverfinu, hafa slæm áhrif á vinnuframlag og starfsánægju. Svo það er mikið í húfi að bregðast við sem fyrst og finna leiðir til að leysa vandann. Annað hvort með hjálp hópsins eða utanaðkomandi aðstoð fagfólks. Sálrænt öryggi starfshópsins er í húfi og ef þörfinni fyrir sálrænt öryggi er ekki sinnt á vinnustaðnum gengur fátt upp. Höfundur er er sálfræðingur, stofnandi og einn eigenda Lífs og sálar sálfræði- og ráðgjafarstofu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórkatla Aðalsteinsdóttir Vinnustaðurinn Mest lesið Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson Skoðun „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Hver er staða fæðuöryggis á Íslandi? Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun Hversu ört getur höfuðborgin stefnt að breyttum ferðavenjum? Samúel Torfi Pétursson Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Frá friðarsjálfsblekkingu til raunverulegs öryggis Daði Freyr Ólafsson Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun 10 tonn af textíl á dag Birgitta Stefánsdóttir,Freyja Pétursdóttir skrifar Skoðun Sjúkraliðar er fólkið sem skiptir máli Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hversu ört getur höfuðborgin stefnt að breyttum ferðavenjum? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Frá friðarsjálfsblekkingu til raunverulegs öryggis Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Hver er staða fæðuöryggis á Íslandi? Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon skrifar Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar Skoðun Brjálæðingar taka völdin Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Ég og Dagur barnsins HRÓPUM á úrlausnir … Hvað með þig? Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Guðbjörg S. Bergsdóttir,Rannveig Þórisdóttir skrifar Skoðun Ætti Sundabraut að koma við í Viðey? Ólafur William Hand skrifar Skoðun Ekki klikka! Því það er enginn eins og Julian Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Spyrnum við fótum – eflum innlenda fjölmiðla, líka RÚV Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson skrifar Sjá meira
Öll höfum við sjálfsagt reynslu af því að hafa upplifað samstarfserfiðleika á vinnustað. Annað hvort á eigin skinni eða hjá vinnufélögum. Öll vitum við að slíkir erfiðleikar hafa mikil áhrif á líðan okkar, vekur kvíða, skapa sveiflur í skapi, við verðum kjarklausari gagnvart verkefnum og lífið tekur á sig leiðinlegri lit – líka utan vinnu. Við erum nefnilega megnið af okkar vökutíma í vinnunni og svo sannarlega getum við ekki aðgreint svo skýrt vinnu og einkalíf að vinnan hafi engin áhrif á líðan okkar utan hennar. Samstarfserfiðleikar birtast frekar þegar fólk er undir langvarandi álagi vegna breytinga, áfalla eða aukinna krefjandi verkefna. Vinnuumhverfi okkar litast af slíku þessa daganna og vikurnar. Þarf ekki að fjölyrða um það. Samstarfserfiðleikar geta svo sannarlega kveikt á meðvirkni í umhverfinu bæði hjá vinnufélögum og stjórnendum. Það er bæði mannlegt og skiljanlegt. Við forðumst að sjálfsögðu átök, leitum ekki í óþægindi og erfiðar tilfinningar og mjög oft ómeðvitað reynum við að slétta úr, gera lítið úr og bíða af okkur storminn. Meðvirknin lamar. Við tölum þvert um hug okkar, segjum ekki það sem við meinum og meinum ekki það sem við segjum. Af stað fer einhvers konar leikrit sem getur tekið yfir heilu hópana með tilheyrandi markaleysi og ruglingi. Stjórnendur eru ekki undanþegnir slíkum viðbrögðum, sjálfir eru þeir oft undir miklu álagi, með eigin verkefni sem þeir þurfa að sinna, orðnir langþreyttir vegna veirunnar og viðbragða þess vegna. Þeir telja sig oft ekki hafa tíma eða afgangs orku í einhver leiðindi í samskiptum og aðhafast því ekkert en vona að vandamálin leysist af sjálfu sér. Oft heyrast viðhorf á borð við „þetta er fullorðið fólk – það hlýtur að finna út úr þessu.“ Eða „þetta er örugglega ekki eins slæmt og fólk er að tala um og kvarta yfir, það er verið að ýkja vandann“. Hlutverk stjórnandans er að stíga inn, finna leiðir til lausnar, fylgja þeim eftir og vera mjög skýr í sínum skilaboðum. Það er hans skylda gagnvart hópnum og þeim einstaklingum sem eiga í erfiðleikum. Viðvarandi samstarfserfiðleikar skapa kvíða og vanlíðan í starfsumhverfinu, hafa slæm áhrif á vinnuframlag og starfsánægju. Svo það er mikið í húfi að bregðast við sem fyrst og finna leiðir til að leysa vandann. Annað hvort með hjálp hópsins eða utanaðkomandi aðstoð fagfólks. Sálrænt öryggi starfshópsins er í húfi og ef þörfinni fyrir sálrænt öryggi er ekki sinnt á vinnustaðnum gengur fátt upp. Höfundur er er sálfræðingur, stofnandi og einn eigenda Lífs og sálar sálfræði- og ráðgjafarstofu.
Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun
Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar
Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar
Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun