Hjarðónæmi og sóttvarnir Ari Tryggvason skrifar 9. ágúst 2021 09:30 Skjótt skipast veður í lofti. Nú er allt í einu nauðsynlegt að stór hluti þjóðarinnar smitist til að ná nauðsynlegu hjarðónæmi þrátt fyrir að þorri hennar sé fullsprautaður. Þetta hafa þeir báðir sagt, Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar og Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Sá fyrri í Sjónvarpsfréttum laugardagsins og sá síðari í Sprengisandi Bylgjunnar, sunnudagsmorgun. Þetta væru svo sannarlega ánægjuleg tíðindi og góð sinnaskipti frá margbreytilegum sóttvarnaraðgerðum, nema að það gæti verið fullseint. Faraldsfræðin Ég er hvorki læknir né faraldsfræðingur en ég get hins vegar leitað í smiðju þeirra. Knut Wittkowski, doktor í tölvunarfræði og faraldsfræðingur hefur gagnrýnt þær aðgerðir sem gripið hefur verið til vegna faraldursins víðast hvar. Faraldsfræðin er jú sú fræði er tekur m.a. á dreifingu smitsjúkdóma meðal almennings. Ekki er hægt að stöðva faraldur, einungis er hægt að stýra honum. Þar sem Covid-19 herjar síst á ungt og heilbrigt fólk, hefði út frá hefðbundnum fræðum faraldsfræðinnar, átt að haga öllum sóttvörnum með tilliti til þess. Það hefði átti að verja þau gömlu og veiku en vera ekki með neinar varnir meðal hinna ungu og heilbrigðu. Einhverra hluta vegna flöskuðu menn algerlega á síðara atriðinu. Samkvæmt Wittowski stendur valið á milli þess að faraldurinn dreifist á meðal hinna ungu og heilbrigðu og valda fáum dauðsföllum eða á meðal hinna gömlu og veiku og valda mörgum dauðsföllum. Við getum ekki sigrað náttúruna, segir Wittkowski. Við værum komin með hjarðónæmi ef við hefðum ekki beitt sóttvarnaraðgerðum og hægt þannig á faraldrinum og framlengt. Þannig gert öflugri afbrigðum auðveldara um vik. Allar þær aðgerðir sem gripið hefur verið til, margvíslegar takmarkanir, fletja út kúrfuna og seinka því að við náum hjarðónæmi og auka líkurnar á stökkbreytingu veirunnar. Hvernig við höfum tekið á viðlíka faröldrum áður, skynsamlega og rökrétt og engin ástæða hefur verið til að gera það öðruvísi nú. Ef vilji er til þess að gefa bóluefni svo flýta megi myndun hjarðónæmis en á sama tíma skylda fólk til að vera með grímur samhliða lokunum sem hægir á myndun hjarðónæmis, er það líkt og við stígum á eldsneytisgjöfina og bremsurnar samtímis. Sóttvarnalæknir reyndi í Sjónvarpsfréttum sunnudagsins að draga í land. Engu að síður stendur það sem Kári sagði. Ég spyr því, hvers vegna leyfðu sóttvarnaryfirvöld ekki faraldrinum að dreifast hindrunarlaust í upphafi, meðal hinna ungu og hraustu og vernda hina, til hagsbóta fyrir alla landsmenn? Með þessu móti væri faraldurinn löngu yfirstaðinn og við gætum lifað frjáls og eðlilegu lífi. Höfundur er kominn á eftirlaun og virkur í kóviðspyrnunni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Hlíðarendi – hverfið mitt Freyr Snorrason Skoðun Lukka Sjálfstæðisflokksins Inga María Hlíðar Thorsteinson Skoðun Jens er rétti maðurinn í brúna! Anton Berg Sævarsson Skoðun Stuðningur fyrir börn í vanda getur verið lífsbjörg Stefán Guðbrandsson Skoðun Má skera börn? Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Hver er betri sem formaður Sjálfstæðisflokksins? Þórir Garðarsson Skoðun Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair? Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun Framtíð löggæslu fínpússuð í tilraunastofunni Gaza Kristján Þór Sigurðsson Skoðun Strandveiðar – nýliðun hægri vinstri Steindór Ingi Kjellberg Skoðun Reykurinn sást löngu fyrir brunann! Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Herleysið er okkar vörn Dr. Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir skrifar Skoðun Raddir, kyn og kassar Linda Björk Markúsardóttir skrifar Skoðun Færni á vinnumarkaði – ný námsleið fyrir fólk með þroskahömlun Helga Gísladóttir skrifar Skoðun Framtíðarfyrirkomulag biðlauna formanns VR Ólafur Reimar Gunnarsson skrifar Skoðun Sannanir í dómsmáli? Rithandarrannsóknir, fyrri grein Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Rödd friðar á móti sterkum her Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair? Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Tollflokkun rifins osts: Rangfærslur og staðreyndir Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Framtíð löggæslu fínpússuð í tilraunastofunni Gaza Kristján Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Wybory/Election/Kosningar Mateusz Gabríel K. Róbertsson skrifar Skoðun Hver er betri sem formaður Sjálfstæðisflokksins? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Hlíðarendi – hverfið mitt Freyr Snorrason skrifar Skoðun Rétturinn til að hafa réttindi Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Chamberlain eða Churchill leiðin? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Flug er almenningsssamgöngur Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Barátta fyrir mannréttindum aldrei verið mikilvægari Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Löggjafinn brýtur á skólabörnum (grein 1) Valdís Ingibjörg Jónsdóttir skrifar Skoðun Strandveiðar – nýliðun hægri vinstri Steindór Ingi Kjellberg skrifar Skoðun Reykurinn sást löngu fyrir brunann! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Angist og krabbamein Auður E. Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Jens er rétti maðurinn í brúna! Anton Berg Sævarsson skrifar Skoðun Stuðningur fyrir börn í vanda getur verið lífsbjörg Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Lukka Sjálfstæðisflokksins Inga María Hlíðar Thorsteinson skrifar Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar Skoðun Má skera börn? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Aðför að menntakerfinu Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Er íslenska þjóðin að eldast? Þorsteinn Þorsteinsson skrifar Sjá meira
Skjótt skipast veður í lofti. Nú er allt í einu nauðsynlegt að stór hluti þjóðarinnar smitist til að ná nauðsynlegu hjarðónæmi þrátt fyrir að þorri hennar sé fullsprautaður. Þetta hafa þeir báðir sagt, Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar og Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Sá fyrri í Sjónvarpsfréttum laugardagsins og sá síðari í Sprengisandi Bylgjunnar, sunnudagsmorgun. Þetta væru svo sannarlega ánægjuleg tíðindi og góð sinnaskipti frá margbreytilegum sóttvarnaraðgerðum, nema að það gæti verið fullseint. Faraldsfræðin Ég er hvorki læknir né faraldsfræðingur en ég get hins vegar leitað í smiðju þeirra. Knut Wittkowski, doktor í tölvunarfræði og faraldsfræðingur hefur gagnrýnt þær aðgerðir sem gripið hefur verið til vegna faraldursins víðast hvar. Faraldsfræðin er jú sú fræði er tekur m.a. á dreifingu smitsjúkdóma meðal almennings. Ekki er hægt að stöðva faraldur, einungis er hægt að stýra honum. Þar sem Covid-19 herjar síst á ungt og heilbrigt fólk, hefði út frá hefðbundnum fræðum faraldsfræðinnar, átt að haga öllum sóttvörnum með tilliti til þess. Það hefði átti að verja þau gömlu og veiku en vera ekki með neinar varnir meðal hinna ungu og heilbrigðu. Einhverra hluta vegna flöskuðu menn algerlega á síðara atriðinu. Samkvæmt Wittowski stendur valið á milli þess að faraldurinn dreifist á meðal hinna ungu og heilbrigðu og valda fáum dauðsföllum eða á meðal hinna gömlu og veiku og valda mörgum dauðsföllum. Við getum ekki sigrað náttúruna, segir Wittkowski. Við værum komin með hjarðónæmi ef við hefðum ekki beitt sóttvarnaraðgerðum og hægt þannig á faraldrinum og framlengt. Þannig gert öflugri afbrigðum auðveldara um vik. Allar þær aðgerðir sem gripið hefur verið til, margvíslegar takmarkanir, fletja út kúrfuna og seinka því að við náum hjarðónæmi og auka líkurnar á stökkbreytingu veirunnar. Hvernig við höfum tekið á viðlíka faröldrum áður, skynsamlega og rökrétt og engin ástæða hefur verið til að gera það öðruvísi nú. Ef vilji er til þess að gefa bóluefni svo flýta megi myndun hjarðónæmis en á sama tíma skylda fólk til að vera með grímur samhliða lokunum sem hægir á myndun hjarðónæmis, er það líkt og við stígum á eldsneytisgjöfina og bremsurnar samtímis. Sóttvarnalæknir reyndi í Sjónvarpsfréttum sunnudagsins að draga í land. Engu að síður stendur það sem Kári sagði. Ég spyr því, hvers vegna leyfðu sóttvarnaryfirvöld ekki faraldrinum að dreifast hindrunarlaust í upphafi, meðal hinna ungu og hraustu og vernda hina, til hagsbóta fyrir alla landsmenn? Með þessu móti væri faraldurinn löngu yfirstaðinn og við gætum lifað frjáls og eðlilegu lífi. Höfundur er kominn á eftirlaun og virkur í kóviðspyrnunni.
Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar
Skoðun Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir skrifar
Skoðun Barátta fyrir mannréttindum aldrei verið mikilvægari Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar