Hjarðónæmi og sóttvarnir Ari Tryggvason skrifar 9. ágúst 2021 09:30 Skjótt skipast veður í lofti. Nú er allt í einu nauðsynlegt að stór hluti þjóðarinnar smitist til að ná nauðsynlegu hjarðónæmi þrátt fyrir að þorri hennar sé fullsprautaður. Þetta hafa þeir báðir sagt, Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar og Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Sá fyrri í Sjónvarpsfréttum laugardagsins og sá síðari í Sprengisandi Bylgjunnar, sunnudagsmorgun. Þetta væru svo sannarlega ánægjuleg tíðindi og góð sinnaskipti frá margbreytilegum sóttvarnaraðgerðum, nema að það gæti verið fullseint. Faraldsfræðin Ég er hvorki læknir né faraldsfræðingur en ég get hins vegar leitað í smiðju þeirra. Knut Wittkowski, doktor í tölvunarfræði og faraldsfræðingur hefur gagnrýnt þær aðgerðir sem gripið hefur verið til vegna faraldursins víðast hvar. Faraldsfræðin er jú sú fræði er tekur m.a. á dreifingu smitsjúkdóma meðal almennings. Ekki er hægt að stöðva faraldur, einungis er hægt að stýra honum. Þar sem Covid-19 herjar síst á ungt og heilbrigt fólk, hefði út frá hefðbundnum fræðum faraldsfræðinnar, átt að haga öllum sóttvörnum með tilliti til þess. Það hefði átti að verja þau gömlu og veiku en vera ekki með neinar varnir meðal hinna ungu og heilbrigðu. Einhverra hluta vegna flöskuðu menn algerlega á síðara atriðinu. Samkvæmt Wittowski stendur valið á milli þess að faraldurinn dreifist á meðal hinna ungu og heilbrigðu og valda fáum dauðsföllum eða á meðal hinna gömlu og veiku og valda mörgum dauðsföllum. Við getum ekki sigrað náttúruna, segir Wittkowski. Við værum komin með hjarðónæmi ef við hefðum ekki beitt sóttvarnaraðgerðum og hægt þannig á faraldrinum og framlengt. Þannig gert öflugri afbrigðum auðveldara um vik. Allar þær aðgerðir sem gripið hefur verið til, margvíslegar takmarkanir, fletja út kúrfuna og seinka því að við náum hjarðónæmi og auka líkurnar á stökkbreytingu veirunnar. Hvernig við höfum tekið á viðlíka faröldrum áður, skynsamlega og rökrétt og engin ástæða hefur verið til að gera það öðruvísi nú. Ef vilji er til þess að gefa bóluefni svo flýta megi myndun hjarðónæmis en á sama tíma skylda fólk til að vera með grímur samhliða lokunum sem hægir á myndun hjarðónæmis, er það líkt og við stígum á eldsneytisgjöfina og bremsurnar samtímis. Sóttvarnalæknir reyndi í Sjónvarpsfréttum sunnudagsins að draga í land. Engu að síður stendur það sem Kári sagði. Ég spyr því, hvers vegna leyfðu sóttvarnaryfirvöld ekki faraldrinum að dreifast hindrunarlaust í upphafi, meðal hinna ungu og hraustu og vernda hina, til hagsbóta fyrir alla landsmenn? Með þessu móti væri faraldurinn löngu yfirstaðinn og við gætum lifað frjáls og eðlilegu lífi. Höfundur er kominn á eftirlaun og virkur í kóviðspyrnunni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Halldór 20.12.2025 Halldór Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Sjá meira
Skjótt skipast veður í lofti. Nú er allt í einu nauðsynlegt að stór hluti þjóðarinnar smitist til að ná nauðsynlegu hjarðónæmi þrátt fyrir að þorri hennar sé fullsprautaður. Þetta hafa þeir báðir sagt, Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar og Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Sá fyrri í Sjónvarpsfréttum laugardagsins og sá síðari í Sprengisandi Bylgjunnar, sunnudagsmorgun. Þetta væru svo sannarlega ánægjuleg tíðindi og góð sinnaskipti frá margbreytilegum sóttvarnaraðgerðum, nema að það gæti verið fullseint. Faraldsfræðin Ég er hvorki læknir né faraldsfræðingur en ég get hins vegar leitað í smiðju þeirra. Knut Wittkowski, doktor í tölvunarfræði og faraldsfræðingur hefur gagnrýnt þær aðgerðir sem gripið hefur verið til vegna faraldursins víðast hvar. Faraldsfræðin er jú sú fræði er tekur m.a. á dreifingu smitsjúkdóma meðal almennings. Ekki er hægt að stöðva faraldur, einungis er hægt að stýra honum. Þar sem Covid-19 herjar síst á ungt og heilbrigt fólk, hefði út frá hefðbundnum fræðum faraldsfræðinnar, átt að haga öllum sóttvörnum með tilliti til þess. Það hefði átti að verja þau gömlu og veiku en vera ekki með neinar varnir meðal hinna ungu og heilbrigðu. Einhverra hluta vegna flöskuðu menn algerlega á síðara atriðinu. Samkvæmt Wittowski stendur valið á milli þess að faraldurinn dreifist á meðal hinna ungu og heilbrigðu og valda fáum dauðsföllum eða á meðal hinna gömlu og veiku og valda mörgum dauðsföllum. Við getum ekki sigrað náttúruna, segir Wittkowski. Við værum komin með hjarðónæmi ef við hefðum ekki beitt sóttvarnaraðgerðum og hægt þannig á faraldrinum og framlengt. Þannig gert öflugri afbrigðum auðveldara um vik. Allar þær aðgerðir sem gripið hefur verið til, margvíslegar takmarkanir, fletja út kúrfuna og seinka því að við náum hjarðónæmi og auka líkurnar á stökkbreytingu veirunnar. Hvernig við höfum tekið á viðlíka faröldrum áður, skynsamlega og rökrétt og engin ástæða hefur verið til að gera það öðruvísi nú. Ef vilji er til þess að gefa bóluefni svo flýta megi myndun hjarðónæmis en á sama tíma skylda fólk til að vera með grímur samhliða lokunum sem hægir á myndun hjarðónæmis, er það líkt og við stígum á eldsneytisgjöfina og bremsurnar samtímis. Sóttvarnalæknir reyndi í Sjónvarpsfréttum sunnudagsins að draga í land. Engu að síður stendur það sem Kári sagði. Ég spyr því, hvers vegna leyfðu sóttvarnaryfirvöld ekki faraldrinum að dreifast hindrunarlaust í upphafi, meðal hinna ungu og hraustu og vernda hina, til hagsbóta fyrir alla landsmenn? Með þessu móti væri faraldurinn löngu yfirstaðinn og við gætum lifað frjáls og eðlilegu lífi. Höfundur er kominn á eftirlaun og virkur í kóviðspyrnunni.
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar