Ástandið á Landspítala hafi versnað Árni Sæberg skrifar 7. ágúst 2021 16:48 Steinunn Þórðardóttir, sérfræðingur í öldrunarlækningum, er formaður Læknaráðs Landspítalans. Vísir/Einar Læknaráð Landspítala skorar á stjórnvöld að slá skjaldborg um starfsemi spítalans. Steinunn Þórðardóttir, formaður Læknaráðs, sendi frá sér ályktun í dag fyrir hönd stjórnar Læknaráðs vegna alvarlegrar stöðu spítalans í fimmtu bylgju Covid-19 faraldursins Í ályktuninni segir að árum saman og ítrekað hafi heilbrigðisstarfsfólk bent á þá þröngu stöðu sem Landspítalinn er í. Bent hefur verið á að ýmsar einingar spítalans starfi undir öryggismörkum, að rúmanýting sé allt of há, gjörgæslupláss of fá, að ekki sé borð fyrir báru komi til alvarlegra atvika í samfélaginu, hvað þá ef komi til heimsfaraldurs. Læknaráð segir að starfsfólki Landspítala hafi verið beðið um að hætta að tala illa um spítalann á almennum vettvangi en fátt hafi verið um lausnir eða raunverulegar úrbætur. Í ályktuninni segir að ástandið hafi eingöngu versnað og að sumarið 2021 hafi komið neyðarkall frá læknum á bráðamóttöku sem telja sig ekki geta tryggt öryggi sjúklinga við núverandi aðstæður. Fleiri deildir upplifa einnig manneklu og mikil þreyta er meðal starfsmanna eftir langvarandi álag undanfarinna missera. Þúsund læknar stigu fram í byrjun sumars með áskorun til heilbrigðisyfirvalda um að grípa í taumana, en enn sem komið er ber lítið á viðbrögðum við því ákalli. Vilja að starfsfólk sé metið að verðleikum Læknaráð fer fram á að stjórnvöld sýni í verki að þær gríðarlegu fórnir sem starfsfólk spítalans hefur fært í yfirstandandi faraldri séu metnar að verðleikum og að styrkum stoðum verði rennt undir spítalann og heilbrigðiskerfið allt til framtíðar. Nú verði því ekki lengur frestað að stórauka fjárframlög til heilbrigðiskerfisins, enda eru þau hlutfallslega lægri hérlendis en í helstu samanburðarlöndum, og reisa það við þannig að starfsfólk þurfi ekki að upplifa síendurtekið að neyðarástand bresti á á spítalanum. Eins verði að bregðast strax við útskriftavanda spítalans með varanlegum kerfisbreytingum. Fjölgun biðrýma innan vébanda spítalans sé ekki heppilegt skref á þeirri vegferð. Að lokum segir í ályktuninni að ekki megi lengur treysta eingöngu á áframhaldandi sjálfsfórnir og eljusemi útkeyrðs heilbrigðisstarfsfólks sem ekki getur hlaupið frá skyldum sínum. Læknaráð skorar einnig á stjórnvöld að tryggja að viðbrögð við faraldrinum verði áfram byggð á tryggri leiðsögn sóttvarnalæknis og á vísindalegum grunni. Heilbrigðismál Landspítalinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Fleiri fréttir Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Sjá meira
Í ályktuninni segir að árum saman og ítrekað hafi heilbrigðisstarfsfólk bent á þá þröngu stöðu sem Landspítalinn er í. Bent hefur verið á að ýmsar einingar spítalans starfi undir öryggismörkum, að rúmanýting sé allt of há, gjörgæslupláss of fá, að ekki sé borð fyrir báru komi til alvarlegra atvika í samfélaginu, hvað þá ef komi til heimsfaraldurs. Læknaráð segir að starfsfólki Landspítala hafi verið beðið um að hætta að tala illa um spítalann á almennum vettvangi en fátt hafi verið um lausnir eða raunverulegar úrbætur. Í ályktuninni segir að ástandið hafi eingöngu versnað og að sumarið 2021 hafi komið neyðarkall frá læknum á bráðamóttöku sem telja sig ekki geta tryggt öryggi sjúklinga við núverandi aðstæður. Fleiri deildir upplifa einnig manneklu og mikil þreyta er meðal starfsmanna eftir langvarandi álag undanfarinna missera. Þúsund læknar stigu fram í byrjun sumars með áskorun til heilbrigðisyfirvalda um að grípa í taumana, en enn sem komið er ber lítið á viðbrögðum við því ákalli. Vilja að starfsfólk sé metið að verðleikum Læknaráð fer fram á að stjórnvöld sýni í verki að þær gríðarlegu fórnir sem starfsfólk spítalans hefur fært í yfirstandandi faraldri séu metnar að verðleikum og að styrkum stoðum verði rennt undir spítalann og heilbrigðiskerfið allt til framtíðar. Nú verði því ekki lengur frestað að stórauka fjárframlög til heilbrigðiskerfisins, enda eru þau hlutfallslega lægri hérlendis en í helstu samanburðarlöndum, og reisa það við þannig að starfsfólk þurfi ekki að upplifa síendurtekið að neyðarástand bresti á á spítalanum. Eins verði að bregðast strax við útskriftavanda spítalans með varanlegum kerfisbreytingum. Fjölgun biðrýma innan vébanda spítalans sé ekki heppilegt skref á þeirri vegferð. Að lokum segir í ályktuninni að ekki megi lengur treysta eingöngu á áframhaldandi sjálfsfórnir og eljusemi útkeyrðs heilbrigðisstarfsfólks sem ekki getur hlaupið frá skyldum sínum. Læknaráð skorar einnig á stjórnvöld að tryggja að viðbrögð við faraldrinum verði áfram byggð á tryggri leiðsögn sóttvarnalæknis og á vísindalegum grunni.
Heilbrigðismál Landspítalinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Fleiri fréttir Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Sjá meira