Ástandið á Landspítala hafi versnað Árni Sæberg skrifar 7. ágúst 2021 16:48 Steinunn Þórðardóttir, sérfræðingur í öldrunarlækningum, er formaður Læknaráðs Landspítalans. Vísir/Einar Læknaráð Landspítala skorar á stjórnvöld að slá skjaldborg um starfsemi spítalans. Steinunn Þórðardóttir, formaður Læknaráðs, sendi frá sér ályktun í dag fyrir hönd stjórnar Læknaráðs vegna alvarlegrar stöðu spítalans í fimmtu bylgju Covid-19 faraldursins Í ályktuninni segir að árum saman og ítrekað hafi heilbrigðisstarfsfólk bent á þá þröngu stöðu sem Landspítalinn er í. Bent hefur verið á að ýmsar einingar spítalans starfi undir öryggismörkum, að rúmanýting sé allt of há, gjörgæslupláss of fá, að ekki sé borð fyrir báru komi til alvarlegra atvika í samfélaginu, hvað þá ef komi til heimsfaraldurs. Læknaráð segir að starfsfólki Landspítala hafi verið beðið um að hætta að tala illa um spítalann á almennum vettvangi en fátt hafi verið um lausnir eða raunverulegar úrbætur. Í ályktuninni segir að ástandið hafi eingöngu versnað og að sumarið 2021 hafi komið neyðarkall frá læknum á bráðamóttöku sem telja sig ekki geta tryggt öryggi sjúklinga við núverandi aðstæður. Fleiri deildir upplifa einnig manneklu og mikil þreyta er meðal starfsmanna eftir langvarandi álag undanfarinna missera. Þúsund læknar stigu fram í byrjun sumars með áskorun til heilbrigðisyfirvalda um að grípa í taumana, en enn sem komið er ber lítið á viðbrögðum við því ákalli. Vilja að starfsfólk sé metið að verðleikum Læknaráð fer fram á að stjórnvöld sýni í verki að þær gríðarlegu fórnir sem starfsfólk spítalans hefur fært í yfirstandandi faraldri séu metnar að verðleikum og að styrkum stoðum verði rennt undir spítalann og heilbrigðiskerfið allt til framtíðar. Nú verði því ekki lengur frestað að stórauka fjárframlög til heilbrigðiskerfisins, enda eru þau hlutfallslega lægri hérlendis en í helstu samanburðarlöndum, og reisa það við þannig að starfsfólk þurfi ekki að upplifa síendurtekið að neyðarástand bresti á á spítalanum. Eins verði að bregðast strax við útskriftavanda spítalans með varanlegum kerfisbreytingum. Fjölgun biðrýma innan vébanda spítalans sé ekki heppilegt skref á þeirri vegferð. Að lokum segir í ályktuninni að ekki megi lengur treysta eingöngu á áframhaldandi sjálfsfórnir og eljusemi útkeyrðs heilbrigðisstarfsfólks sem ekki getur hlaupið frá skyldum sínum. Læknaráð skorar einnig á stjórnvöld að tryggja að viðbrögð við faraldrinum verði áfram byggð á tryggri leiðsögn sóttvarnalæknis og á vísindalegum grunni. Heilbrigðismál Landspítalinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Innlent Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Innlent Hefur áhyggjur af rekstri skólans Innlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Erlent Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Innlent Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Erlent „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Innlent Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Erlent Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Innlent Fleiri fréttir Hefur áhyggjur af rekstri skólans Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Ekki standi til að baka ríkinu skaðabótaskyldu vegna strandveiða Páfinn lagður til grafar og svör ráðherra um strandveiðar Þrettán gistu fangageymslur „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Sjá meira
Í ályktuninni segir að árum saman og ítrekað hafi heilbrigðisstarfsfólk bent á þá þröngu stöðu sem Landspítalinn er í. Bent hefur verið á að ýmsar einingar spítalans starfi undir öryggismörkum, að rúmanýting sé allt of há, gjörgæslupláss of fá, að ekki sé borð fyrir báru komi til alvarlegra atvika í samfélaginu, hvað þá ef komi til heimsfaraldurs. Læknaráð segir að starfsfólki Landspítala hafi verið beðið um að hætta að tala illa um spítalann á almennum vettvangi en fátt hafi verið um lausnir eða raunverulegar úrbætur. Í ályktuninni segir að ástandið hafi eingöngu versnað og að sumarið 2021 hafi komið neyðarkall frá læknum á bráðamóttöku sem telja sig ekki geta tryggt öryggi sjúklinga við núverandi aðstæður. Fleiri deildir upplifa einnig manneklu og mikil þreyta er meðal starfsmanna eftir langvarandi álag undanfarinna missera. Þúsund læknar stigu fram í byrjun sumars með áskorun til heilbrigðisyfirvalda um að grípa í taumana, en enn sem komið er ber lítið á viðbrögðum við því ákalli. Vilja að starfsfólk sé metið að verðleikum Læknaráð fer fram á að stjórnvöld sýni í verki að þær gríðarlegu fórnir sem starfsfólk spítalans hefur fært í yfirstandandi faraldri séu metnar að verðleikum og að styrkum stoðum verði rennt undir spítalann og heilbrigðiskerfið allt til framtíðar. Nú verði því ekki lengur frestað að stórauka fjárframlög til heilbrigðiskerfisins, enda eru þau hlutfallslega lægri hérlendis en í helstu samanburðarlöndum, og reisa það við þannig að starfsfólk þurfi ekki að upplifa síendurtekið að neyðarástand bresti á á spítalanum. Eins verði að bregðast strax við útskriftavanda spítalans með varanlegum kerfisbreytingum. Fjölgun biðrýma innan vébanda spítalans sé ekki heppilegt skref á þeirri vegferð. Að lokum segir í ályktuninni að ekki megi lengur treysta eingöngu á áframhaldandi sjálfsfórnir og eljusemi útkeyrðs heilbrigðisstarfsfólks sem ekki getur hlaupið frá skyldum sínum. Læknaráð skorar einnig á stjórnvöld að tryggja að viðbrögð við faraldrinum verði áfram byggð á tryggri leiðsögn sóttvarnalæknis og á vísindalegum grunni.
Heilbrigðismál Landspítalinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Innlent Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Innlent Hefur áhyggjur af rekstri skólans Innlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Erlent Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Innlent Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Erlent „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Innlent Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Erlent Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Innlent Fleiri fréttir Hefur áhyggjur af rekstri skólans Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Ekki standi til að baka ríkinu skaðabótaskyldu vegna strandveiða Páfinn lagður til grafar og svör ráðherra um strandveiðar Þrettán gistu fangageymslur „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Sjá meira