Lykillinn að öllu Björn Leví Gunnarsson skrifar 6. ágúst 2021 15:31 Píratar hafa lagt fram kosningastefnu fyrir næsta kjörtímabil. Það ætti ekki að koma neinum á óvart að við Píratar leggjum mikla áherslu á nýja stjórnarskrá, grundvallaða á frumvarpi stjórnlagaráðs. Ástæðurnar fyrir því eru fjölmargar en á sama tíma þá skil ég gagnrýni um að það sé svo margt annað mikilvægt sem þarf að gera. Baráttunni við Covid er ekki lokið og faraldurinn kallar á enduruppbyggingu margra kerfa okkar. Heilbrigðiskerfið er að hruni komið - þó það sé nýtt sjúkrahús á leiðinni sem mun bæta vinnuaðstöðu mjög mikið þá lagar bygging ekki mönnunarvanda. Það eru gríðarlegar áskoranir í loftslagsmálum, menntamálum, samgöngumálum, atvinnumálum, húsnæðismálum og í of mörgum öðrum málaflokkum en hægt er að telja upp. Hvers vegna er þá svona mikil áhersla á nýja stjórnarskrá? Hvað þýðir ný stjórnarskrá? Áður en ég svara því þá finnst mér eiginlega betra að spyrja hvað þýðir “ný stjórnarskrá”? Ég segi ný stjórnarskrá af því að það er lagt fram heilt nýtt frumvarp um stjórnarskrá í staðinn fyrir að breyta einstaka hlutum stjórnarskrárinnar í einu. Útkoman er nokkurn veginn sú sama þegar allt kemur til alls - þannig að hvers vegna ekki breyta stjórnarskránni smá saman í nokkrum skrefum? Einfaldlega af því að það er til frumvarp með öllum breytingunum. Til hvers að leggja í auka vinnu við að skipta því upp í nokkra hluta sem allir verða að vera sjálfstæðir og skemma ekki innra samræmi heildarinnar? Sú nýja stjórnarskrá sem um ræðir og fjallað var um í þjóðaratkvæðagreiðslu árið 2012 er í rauninni ekkert rosalega ný. Stór hluti hennar er í raun gamla stjórnarskráin, nánast orðrétt, og svo nokkrar umorðanir fyrir skýrleika á því sem þegar er í núverandi stjórnarskrá. Meira en helmingurinn er nýtt efni hins vegar. Það þýðir samt ekki að ný stjórnarskrá sé alveg “ný” vegna þess að viðbæturnar eru í raun þegar í öðrum stjórnarskrám víða um heim. Allt frá því að stjórnlagaráð kláraði tillögur sínar og samþykkt var í þjóðaratkvæðagreiðslu að leggja þær til grundvallar að frumvarpi að nýrri stjórnarskrá hefur meirihluti þingsins reynt að fara þá leið að breyta stjórnarskránni frekar í áföngum. Það hefur gengið vægast sagt brösulega, í raun má fullyrða að sú aðferð hafi beðið skipbrot, þannig að það stendur í raun á þeim sem styðja þá aðferðafræði að útskýra hvers vegna hún ætti eiginlega að virka í enn eitt skiptið. Gamalt stýrikerfi Stjórnarskráin er eins og stýrikerfi. Hún takmarkar yfirgang stjórnvalda og tryggir grundvallarréttindi borgaranna. Á Íslandi erum við með gamalt stýrikerfi þar sem leikmenn og fræðimenn eru ósammála um túlkanir á ýmsum greinum stjórnarskrárinnar og þegar reynir á gerir forsetinn bara það sem honum sýnist og enginn getur mótmælt túlkun hans á stjórnarskránni. Dæmi um þetta er þegar það voru miklar deilur um hvort ákvæðið um málskotsrétt forseta væri virkt - þangað til Ólafur Ragnar tók af skarið og ákvað að beita því og þá var auðvitað ekkert við því að gera. Með því að uppfæra stýrikerfið fæst hins vegar meiri sameiginlegur skilningur á því og meiri festa í stjórnsýslunni. Nýjar viðbætur - ný stjórnarskrá Svörum þá loksins spurningunni, hvers vegna er svona mikil áhersla á nýja stjórnarskrá? Til að byrja með eru í henni lagfæringarnar á gömlu stjórnarskránni. Núverandi stjórnarskrá er úreld á mörgum sviðum og götótt á öðrum. Heimild forseta til þess að láta saksókn falla niður er úrelt konungslegt fyrirbæri og framsal á valdi ráðherra til forsætisráðherra er mjög óljóst. Getur forseti afturkallað það framsal hvenær sem er til dæmis af eigin frumkvæði? Það þýðir að forseti gæti bara rofið þing og kallað til þingkosninga hvenær sem er. Semsagt, mjög margt sem þarf að laga í núverandi stjórnarskrá. Viðbæturnar eru jafnvel mikilvægari. Í sérstöku uppáhaldi hjá mér eru lýðræðislegar uppfærslur og sameign á náttúru. Þar er möguleikinn á svokölluðum málskotsrétti og svo frumkvæðisrétturinn. Það er ef ákveðið hlutfall þjóðarinnar kallar eftir atkvæðagreiðslu þá skal verða við því. Málskotsréttur og frumkvæðisréttur eru gríðarlega mikilvægar lýðræðisumbætur til þess að stemma stigu við valdabrölti stjórnvalda. Mjög nauðsynlegar viðbætur fyrir núverandi stöðu stjórnmála á Íslandi. Í heildina á litið er ný stjórnarskrá lykilatriðið í að gera allt betur og betra á Íslandi. Það er grundvöllurinn að heilbrigðara lýðræði sem þarf að takast á við allar þær áskoranir sem við erum að glíma við í heilbrigðiskerfinu, menntakerfinu, í atvinnumálum og öllum hinum málaflokkunum. Ný stjórnarskrá tryggir stöðugleika gangvart pólitíkinni sem veður alltaf yfir allt og alla með geðþóttaákvörðunum um pólitískt skipaða dómara eða ráðuneytisstjóra. Ný stjórnarskrá tryggir ábyrgð, sem skortir í íslensk stjórnmál. Ný stjórnarskrá setur völdin í þínar hendur, til þess að stjórnmálamenn misnoti þau ekki. Höfundur er þingmaður Pírata. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Píratar Alþingiskosningar 2021 Skoðun: Kosningar 2021 Björn Leví Gunnarsson Mest lesið „Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman Skoðun Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson Skoðun Heiðmörk: Gaddavír og girðingar Auður Kjartansdóttir Skoðun Réttlát leiðrétting veiðigjalda Elín Íris Fanndal Skoðun Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir Skoðun Vér erum úr sömu sveit Steinþór Logi Arnarsson Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson Skoðun Halldór 24.05.2025 Halldór Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Skoðun Skoðun Vér erum úr sömu sveit Steinþór Logi Arnarsson skrifar Skoðun „Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Réttlát leiðrétting veiðigjalda Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir skrifar Skoðun Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Heiðmörk: Gaddavír og girðingar Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun #blessmeta - önnur grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er lambakjöt? Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Þjóðareign, trú og skattar Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar máltíðir fyrir leikskólabörn Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Næstu sólarhringar á Gaza skipta sköpum Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Huglæg réttlætiskennd og skattar á verðmætasköpun Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Loksins fær þyrlan heimili fyrir norðan Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnvalda Elín Ýr Arnar Hafdísardóttir skrifar Skoðun Við skuldum þeim að hlusta Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða í umhverfi fréttamiðla Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum Hamas. Einungis þannig getum við stöðvað hryllinginn á Gaza BIrgir Finnsson skrifar Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Æfingin skapar meistarann! Sigurjón Már Fox Gunnarsson skrifar Skoðun 140 sinnum líklegra að verða fyrir eldingu Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Traust í húfi Eyjólfur Ármannsson skrifar Sjá meira
Píratar hafa lagt fram kosningastefnu fyrir næsta kjörtímabil. Það ætti ekki að koma neinum á óvart að við Píratar leggjum mikla áherslu á nýja stjórnarskrá, grundvallaða á frumvarpi stjórnlagaráðs. Ástæðurnar fyrir því eru fjölmargar en á sama tíma þá skil ég gagnrýni um að það sé svo margt annað mikilvægt sem þarf að gera. Baráttunni við Covid er ekki lokið og faraldurinn kallar á enduruppbyggingu margra kerfa okkar. Heilbrigðiskerfið er að hruni komið - þó það sé nýtt sjúkrahús á leiðinni sem mun bæta vinnuaðstöðu mjög mikið þá lagar bygging ekki mönnunarvanda. Það eru gríðarlegar áskoranir í loftslagsmálum, menntamálum, samgöngumálum, atvinnumálum, húsnæðismálum og í of mörgum öðrum málaflokkum en hægt er að telja upp. Hvers vegna er þá svona mikil áhersla á nýja stjórnarskrá? Hvað þýðir ný stjórnarskrá? Áður en ég svara því þá finnst mér eiginlega betra að spyrja hvað þýðir “ný stjórnarskrá”? Ég segi ný stjórnarskrá af því að það er lagt fram heilt nýtt frumvarp um stjórnarskrá í staðinn fyrir að breyta einstaka hlutum stjórnarskrárinnar í einu. Útkoman er nokkurn veginn sú sama þegar allt kemur til alls - þannig að hvers vegna ekki breyta stjórnarskránni smá saman í nokkrum skrefum? Einfaldlega af því að það er til frumvarp með öllum breytingunum. Til hvers að leggja í auka vinnu við að skipta því upp í nokkra hluta sem allir verða að vera sjálfstæðir og skemma ekki innra samræmi heildarinnar? Sú nýja stjórnarskrá sem um ræðir og fjallað var um í þjóðaratkvæðagreiðslu árið 2012 er í rauninni ekkert rosalega ný. Stór hluti hennar er í raun gamla stjórnarskráin, nánast orðrétt, og svo nokkrar umorðanir fyrir skýrleika á því sem þegar er í núverandi stjórnarskrá. Meira en helmingurinn er nýtt efni hins vegar. Það þýðir samt ekki að ný stjórnarskrá sé alveg “ný” vegna þess að viðbæturnar eru í raun þegar í öðrum stjórnarskrám víða um heim. Allt frá því að stjórnlagaráð kláraði tillögur sínar og samþykkt var í þjóðaratkvæðagreiðslu að leggja þær til grundvallar að frumvarpi að nýrri stjórnarskrá hefur meirihluti þingsins reynt að fara þá leið að breyta stjórnarskránni frekar í áföngum. Það hefur gengið vægast sagt brösulega, í raun má fullyrða að sú aðferð hafi beðið skipbrot, þannig að það stendur í raun á þeim sem styðja þá aðferðafræði að útskýra hvers vegna hún ætti eiginlega að virka í enn eitt skiptið. Gamalt stýrikerfi Stjórnarskráin er eins og stýrikerfi. Hún takmarkar yfirgang stjórnvalda og tryggir grundvallarréttindi borgaranna. Á Íslandi erum við með gamalt stýrikerfi þar sem leikmenn og fræðimenn eru ósammála um túlkanir á ýmsum greinum stjórnarskrárinnar og þegar reynir á gerir forsetinn bara það sem honum sýnist og enginn getur mótmælt túlkun hans á stjórnarskránni. Dæmi um þetta er þegar það voru miklar deilur um hvort ákvæðið um málskotsrétt forseta væri virkt - þangað til Ólafur Ragnar tók af skarið og ákvað að beita því og þá var auðvitað ekkert við því að gera. Með því að uppfæra stýrikerfið fæst hins vegar meiri sameiginlegur skilningur á því og meiri festa í stjórnsýslunni. Nýjar viðbætur - ný stjórnarskrá Svörum þá loksins spurningunni, hvers vegna er svona mikil áhersla á nýja stjórnarskrá? Til að byrja með eru í henni lagfæringarnar á gömlu stjórnarskránni. Núverandi stjórnarskrá er úreld á mörgum sviðum og götótt á öðrum. Heimild forseta til þess að láta saksókn falla niður er úrelt konungslegt fyrirbæri og framsal á valdi ráðherra til forsætisráðherra er mjög óljóst. Getur forseti afturkallað það framsal hvenær sem er til dæmis af eigin frumkvæði? Það þýðir að forseti gæti bara rofið þing og kallað til þingkosninga hvenær sem er. Semsagt, mjög margt sem þarf að laga í núverandi stjórnarskrá. Viðbæturnar eru jafnvel mikilvægari. Í sérstöku uppáhaldi hjá mér eru lýðræðislegar uppfærslur og sameign á náttúru. Þar er möguleikinn á svokölluðum málskotsrétti og svo frumkvæðisrétturinn. Það er ef ákveðið hlutfall þjóðarinnar kallar eftir atkvæðagreiðslu þá skal verða við því. Málskotsréttur og frumkvæðisréttur eru gríðarlega mikilvægar lýðræðisumbætur til þess að stemma stigu við valdabrölti stjórnvalda. Mjög nauðsynlegar viðbætur fyrir núverandi stöðu stjórnmála á Íslandi. Í heildina á litið er ný stjórnarskrá lykilatriðið í að gera allt betur og betra á Íslandi. Það er grundvöllurinn að heilbrigðara lýðræði sem þarf að takast á við allar þær áskoranir sem við erum að glíma við í heilbrigðiskerfinu, menntakerfinu, í atvinnumálum og öllum hinum málaflokkunum. Ný stjórnarskrá tryggir stöðugleika gangvart pólitíkinni sem veður alltaf yfir allt og alla með geðþóttaákvörðunum um pólitískt skipaða dómara eða ráðuneytisstjóra. Ný stjórnarskrá tryggir ábyrgð, sem skortir í íslensk stjórnmál. Ný stjórnarskrá setur völdin í þínar hendur, til þess að stjórnmálamenn misnoti þau ekki. Höfundur er þingmaður Pírata.
„Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman Skoðun
Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson Skoðun
Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir Skoðun
Skoðun „Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir skrifar
Skoðun Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar
Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar
Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar
Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar
Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar
Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
„Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman Skoðun
Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson Skoðun
Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir Skoðun