Að búa í samfélagi Brynjólfur Magnússon skrifar 6. ágúst 2021 12:30 Síðustu mánuði hefur heimsfaraldurinn gjörbreytt flestu sem við teljum eðlilegt. Ný og óþekkt veira setti daglegt líf í uppnám og neyddi stjórnvöld tímabundið í sársaukafullar ráðstafanir til að verja líf og heilsu fólks. Markmiðið var skýrt í upphafi: Að draga úr hættu á alvarlegum veikindum og dauðsföllum auk þess að forða heilbrigðiskerfinu frá ofurálagi, líkt og raungerðist víða í nágrannalöndum okkar. Heimsbyggðin tók höndum saman í að fylkja sér bak við vísindin og upp úr krafsinu kom þróun árangursríkra bóluefna á methraða. Í dag hefur varla nokkru ríki í heiminum gengið betur að bólusetja íbúa en okkur Íslendingum. Árangurinn lætur ekki á sér standa. Þó enn sé talsvert um kórónuveirusmit gera alvarleg veikindi aðeins vart við sig hjá brotabroti smitaðra. Yfirgnæfandi meirihluti greindra finnur fyrir litlum sem engum einkennum. Með þessu hefur stærsta markmiði bólusetninga verið náð, enda var því aldrei lofað að ekki myndi framar greinast veira í nef- og munnholi fólks. Þvert á móti átti að draga úr hættunni svo unnt yrði að lifa með veirunni, rétt eins og öðrum pestum sem hrjá mannlegt samfélag. Síðustu vikur hafa fjölmiðlar hins vegar lagt mikið púður í að dæla út fréttum um tíðni smita, oft án nokkurs vitræns samhengis við einkenni, veikindi og alvarleika þeirra, stöðu bólusetninga og aðra þætti sem máli skipta. Fyrir tæpum tveimur vikum tóku stjórnvöld upp þráðinn að nýju þegar heilbrigðisráðherra setti aftur á tímabundnar strangar hegðunarreglur. Markmiðið var að gæta ítrustu varúðar meðan kannað yrði hvort alvarleg útbreidd veikindi gerðu vart við sig. Það er sannarlega gleðiefni að sú er ekki raunin. Nokkrir hafa þurft á innlögn á spítala að halda og þó það sé aldrei gott þá virðist blessunarlega lítil hætta á ferðum og erlend gögn sýna sömu þróun. Þó börn hafi enn aðeins verið bólusett í litlum mæli virðast jafnframt hverfandi líkur á að börn séu í hættu vegna veirunnar, hafa fá börn veikst hingað til og ekkert alvarlega, líkt og barnasmitsjúkdómalæknir ítrekaði á dögunum. Þegar kemur að sjúkrahúsinnlögnum er vert að huga að sögulegu samhengi hlutanna. Veturinn 2017 lágu 24 á spítala í einum mánuði vegna inflúensu og 28 manns lágu samtímis inni haustið 2009. Árin þar í kring hafa tölurnar verið nokkuð lægri, en oft ekki ósambærilegar þeim fjölda sem nú hefur þurft að leggjast inn vegna veirunnar. Á þeim tíma kom aldrei til umræðu að setja langvarandi höft á mannlegt samfélag, senda fólk í sóttkví í stórum stíl, ákveða hversu margir mættu hittast í einu, takmarka opnunartíma ýmissa rekstraraðila eða banna hinar ýmsu samkomur. Þó árlegri inflúensu verði ekki að öllu leyti jafnað til heimsfaraldursins hlýtur þessi samanburður að skipta máli þegar rætt er um alvarleg veikindi og álag á heilbrigðiskerfið. Það ætti tæplega að vera öflugu kerfi sem fær stöðugt aukin ríkisframlög um megn að nú sé á annan tug sjúklinga til skoðunar eða eftir atvikum meðferðar á sjúkrahúsi vegna veirunnar. Varðandi harðar aðgerðir, lokanir og takmarkanir á ýmissi starfsemi þá verður einnig að taka inn í myndina aðra þætti og afleiðingar sem slíkt getur haft í för með sér, svo sem áhrif á almenna lýðheilsu og geðheilbrigði þjóðar, félagsleg áhrif, tíðni sjálfsvíga og áhrif á tíðni og alvarleika heimilisofbeldis svo eitthvað sé nefnt. Þetta þarf að vega og meta og reyna eftir fremsta megni að fórna ekki meiri hagsmunum fyrir minni í þessu tilliti. Ákvörðunin sem stjórnvöld standa frammi fyrir þann 13. ágúst mun marka tímamót. Þar verður ákveðið hvort gera eigi einhvers konar varanlegar breytingar á íslensku samfélagi vegna sóttar sem eru hverfandi líkur á að valdi alvarlegum veikindum eða dauða í bólusettu landi. Ætlum við að halda áfram að senda fólk í sóttkví, einangrun og láta það ganga um grímuklætt í smærri hópum með lögbundna fjarlægð sín á milli, eða ætlum við nú að lifa með veirunni, eins og öðrum hættum sem fylgja því óhjákvæmilega að búa í samfélagi? Höfundur er lögfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson Skoðun Tiltekt í Reykjavík Aðalsteinn Leifsson Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein Skoðun Skoðun Skoðun Hraðbraut við fjöruna í Kópavogi - Kársnesstígur Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ekki eina ríkisleið í skólamálum, takk! Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Kynslóðaskipti í landbúnaði – áskorun framtíðarinnar Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Orðin innantóm um ársreikning Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík er okkar Viðar Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðheilsa og lífsgæði í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eru bara slæmar fréttir af loftslagsmálum? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nýtt byggingarland á Blikastöðum Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Er B minna en 8? Thelma Rut Haukdal skrifar Skoðun Endurskoðun áfengislöggjafarinnar er verkefni stjórnmálanna Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hverju ertu til í að fórna? María Rut Ágústsdóttir skrifar Skoðun Tvær akgreinar í hvora átt frá Rauðavatni að Markarfljóti Arnar Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Leikskóli er grunnþjónusta, ekki lúxus Örn Arnarson skrifar Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut á forsendum Reykvíkinga skrifar Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Ég vil Vor til vinstri! Rakel Hildardóttir skrifar Skoðun Styðjum Skúla - í okkar þágu Sindri Freysson skrifar Skoðun Hverfur Gleðigangan? Guðmundur Ingi Þórodsson skrifar Skoðun Samvinna en ekki einangrun Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afnám jafnlaunavottunar Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar Sjá meira
Síðustu mánuði hefur heimsfaraldurinn gjörbreytt flestu sem við teljum eðlilegt. Ný og óþekkt veira setti daglegt líf í uppnám og neyddi stjórnvöld tímabundið í sársaukafullar ráðstafanir til að verja líf og heilsu fólks. Markmiðið var skýrt í upphafi: Að draga úr hættu á alvarlegum veikindum og dauðsföllum auk þess að forða heilbrigðiskerfinu frá ofurálagi, líkt og raungerðist víða í nágrannalöndum okkar. Heimsbyggðin tók höndum saman í að fylkja sér bak við vísindin og upp úr krafsinu kom þróun árangursríkra bóluefna á methraða. Í dag hefur varla nokkru ríki í heiminum gengið betur að bólusetja íbúa en okkur Íslendingum. Árangurinn lætur ekki á sér standa. Þó enn sé talsvert um kórónuveirusmit gera alvarleg veikindi aðeins vart við sig hjá brotabroti smitaðra. Yfirgnæfandi meirihluti greindra finnur fyrir litlum sem engum einkennum. Með þessu hefur stærsta markmiði bólusetninga verið náð, enda var því aldrei lofað að ekki myndi framar greinast veira í nef- og munnholi fólks. Þvert á móti átti að draga úr hættunni svo unnt yrði að lifa með veirunni, rétt eins og öðrum pestum sem hrjá mannlegt samfélag. Síðustu vikur hafa fjölmiðlar hins vegar lagt mikið púður í að dæla út fréttum um tíðni smita, oft án nokkurs vitræns samhengis við einkenni, veikindi og alvarleika þeirra, stöðu bólusetninga og aðra þætti sem máli skipta. Fyrir tæpum tveimur vikum tóku stjórnvöld upp þráðinn að nýju þegar heilbrigðisráðherra setti aftur á tímabundnar strangar hegðunarreglur. Markmiðið var að gæta ítrustu varúðar meðan kannað yrði hvort alvarleg útbreidd veikindi gerðu vart við sig. Það er sannarlega gleðiefni að sú er ekki raunin. Nokkrir hafa þurft á innlögn á spítala að halda og þó það sé aldrei gott þá virðist blessunarlega lítil hætta á ferðum og erlend gögn sýna sömu þróun. Þó börn hafi enn aðeins verið bólusett í litlum mæli virðast jafnframt hverfandi líkur á að börn séu í hættu vegna veirunnar, hafa fá börn veikst hingað til og ekkert alvarlega, líkt og barnasmitsjúkdómalæknir ítrekaði á dögunum. Þegar kemur að sjúkrahúsinnlögnum er vert að huga að sögulegu samhengi hlutanna. Veturinn 2017 lágu 24 á spítala í einum mánuði vegna inflúensu og 28 manns lágu samtímis inni haustið 2009. Árin þar í kring hafa tölurnar verið nokkuð lægri, en oft ekki ósambærilegar þeim fjölda sem nú hefur þurft að leggjast inn vegna veirunnar. Á þeim tíma kom aldrei til umræðu að setja langvarandi höft á mannlegt samfélag, senda fólk í sóttkví í stórum stíl, ákveða hversu margir mættu hittast í einu, takmarka opnunartíma ýmissa rekstraraðila eða banna hinar ýmsu samkomur. Þó árlegri inflúensu verði ekki að öllu leyti jafnað til heimsfaraldursins hlýtur þessi samanburður að skipta máli þegar rætt er um alvarleg veikindi og álag á heilbrigðiskerfið. Það ætti tæplega að vera öflugu kerfi sem fær stöðugt aukin ríkisframlög um megn að nú sé á annan tug sjúklinga til skoðunar eða eftir atvikum meðferðar á sjúkrahúsi vegna veirunnar. Varðandi harðar aðgerðir, lokanir og takmarkanir á ýmissi starfsemi þá verður einnig að taka inn í myndina aðra þætti og afleiðingar sem slíkt getur haft í för með sér, svo sem áhrif á almenna lýðheilsu og geðheilbrigði þjóðar, félagsleg áhrif, tíðni sjálfsvíga og áhrif á tíðni og alvarleika heimilisofbeldis svo eitthvað sé nefnt. Þetta þarf að vega og meta og reyna eftir fremsta megni að fórna ekki meiri hagsmunum fyrir minni í þessu tilliti. Ákvörðunin sem stjórnvöld standa frammi fyrir þann 13. ágúst mun marka tímamót. Þar verður ákveðið hvort gera eigi einhvers konar varanlegar breytingar á íslensku samfélagi vegna sóttar sem eru hverfandi líkur á að valdi alvarlegum veikindum eða dauða í bólusettu landi. Ætlum við að halda áfram að senda fólk í sóttkví, einangrun og láta það ganga um grímuklætt í smærri hópum með lögbundna fjarlægð sín á milli, eða ætlum við nú að lifa með veirunni, eins og öðrum hættum sem fylgja því óhjákvæmilega að búa í samfélagi? Höfundur er lögfræðingur.
Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir Skoðun
Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar
Skoðun Orðin innantóm um ársreikning Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar
Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar
Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar
Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir Skoðun