Apple hyggst skima eftir barnaníð þegar myndir fara í skýið Hólmfríður Gísladóttir skrifar 6. ágúst 2021 08:22 Menn eru ekki á eitt sáttir um ágæti ákvörðunar Apple. Getty/NurPhoto/Jaap Arriens Tæknirisinn Apple hyggst taka í notkun hugbúnað til að skima allar myndir sem farsímanotendur hlaða upp í skýið (iCloud). Hugbúnaðinum er ætlað að bera kennsl á þekktar myndir sem sýna kynferðislega misnotkun á börnum. Ákvörðuninni hefur verið fagnað af þeim sem vinna að því að uppræta barnaníð á netinu en talsmenn netfrelsis og persónuverndarsjónarmiða segja þróunina afar varhugaverða. Breytingin mun aðeins ná til iPhone-símtækja í Bandaríkjunum. Í þeim tilvikum þar sem hugbúnaðurinn neuralMatch ber kennsl á mynd sem það telur sýna misnotkun er myndin flögguð og skoðuð af manneskju. Ef misnotkun er staðfest verður umræddur iCloud-aðgangur gerður óvirkur og yfirvöld látin vita. Forsvarsmenn Apple hyggjast einnig skima dulkóðuð skilaboð notenda til að leita að þekktum barnaníðsmyndum en bæði stjórnvöld og stóru tæknifyrirtækin búa yfir gagnabanka sem geymir milljónir slíkra mynda. Matthew Green, sem rannsakar dulkóðun við Johns Hopkins University, varar við því að kerfið kann að verða notað í misjöfnum tilgangi; til dæmis gætu óprúttnir aðilar komið saklausum einstaklinum í vandræði með því að senda þeim sakleysislegar myndir sem kerfið flaggar engu að síður. Green segir þegar hafa verið sýnt fram á að hægt sé að blekkja algóriþma með þessum hætti og þá eru einnig uppi áhyggjur um hvað gerist ef stjórnvöld fyrirskipa tæknifyrirtækjum að nota hugbúnaðinn til að leita að öðru en barnaníðsefni. „Hvað gerist þegar stjórnvöld í Kína segja: Hér er listi af gögnum sem við viljum að þú skimir eftir?“ spyr Green. „Segir Apple nei? Ég vona að þeir segi nei en tæknin þeirra segir ekki nei.“ Sláandi stefnubreyting eða lífsbjörg? Apple og aðrir tæknirisar stunda það nú þegar að skima eftir „fingraförum“ þekktra mynda sem sýna kynferðislegra misnotkun á börnum og Apple hefur löngum verið undir þrýstingi að veita stjórnvöldum aukin aðgang að dulkóðuðum gögnum. Electronic Frontier Foundation segir ákvörðun Apple nú sláandi stefnubreytingu fyrirtækis hvers notendur hafa geta reitt sig á öryggi og persónuvernd. Hany Farid, maðurinn sem fann upp PhotoDNA, sem hefur gert löggæsluyfirvöldum kleift að leita að barnaníðsefni á netinu, segir ákvörðunina hins vegar ekkert til að hafa sérstakar áhyggjur af. Bendir hann meðal annars á að mörg áþekk forrit hafi verið í notkun án skaðvænlegra áhrifa. Til dæmis bjóði WhatsApp upp á öfluga dulkóðun en noti á sama tíma hugbúnað til að leita að vírusum og vari notendur við að smella ekki á hættulega hlekki. John Clark, forseti og framkvæmdastjóri National Center for Missing and Exploited Children, segir ákvörðun Apple vatnaskil í barátti gegn barnaníð á netinu. „Vegna fjölda notenda vara frá Apple munu þessar nýju öryggisráðstafanir mögulega verða til þess að bjarga lífum,“ segir hann. Ítarlega umfjöllun um málið má finna hjá Guardian. Persónuvernd Tækni Apple Réttindi barna Kynferðisofbeldi Mest lesið Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Innlent Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Erlent Fleiri fréttir Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Sjá meira
Ákvörðuninni hefur verið fagnað af þeim sem vinna að því að uppræta barnaníð á netinu en talsmenn netfrelsis og persónuverndarsjónarmiða segja þróunina afar varhugaverða. Breytingin mun aðeins ná til iPhone-símtækja í Bandaríkjunum. Í þeim tilvikum þar sem hugbúnaðurinn neuralMatch ber kennsl á mynd sem það telur sýna misnotkun er myndin flögguð og skoðuð af manneskju. Ef misnotkun er staðfest verður umræddur iCloud-aðgangur gerður óvirkur og yfirvöld látin vita. Forsvarsmenn Apple hyggjast einnig skima dulkóðuð skilaboð notenda til að leita að þekktum barnaníðsmyndum en bæði stjórnvöld og stóru tæknifyrirtækin búa yfir gagnabanka sem geymir milljónir slíkra mynda. Matthew Green, sem rannsakar dulkóðun við Johns Hopkins University, varar við því að kerfið kann að verða notað í misjöfnum tilgangi; til dæmis gætu óprúttnir aðilar komið saklausum einstaklinum í vandræði með því að senda þeim sakleysislegar myndir sem kerfið flaggar engu að síður. Green segir þegar hafa verið sýnt fram á að hægt sé að blekkja algóriþma með þessum hætti og þá eru einnig uppi áhyggjur um hvað gerist ef stjórnvöld fyrirskipa tæknifyrirtækjum að nota hugbúnaðinn til að leita að öðru en barnaníðsefni. „Hvað gerist þegar stjórnvöld í Kína segja: Hér er listi af gögnum sem við viljum að þú skimir eftir?“ spyr Green. „Segir Apple nei? Ég vona að þeir segi nei en tæknin þeirra segir ekki nei.“ Sláandi stefnubreyting eða lífsbjörg? Apple og aðrir tæknirisar stunda það nú þegar að skima eftir „fingraförum“ þekktra mynda sem sýna kynferðislegra misnotkun á börnum og Apple hefur löngum verið undir þrýstingi að veita stjórnvöldum aukin aðgang að dulkóðuðum gögnum. Electronic Frontier Foundation segir ákvörðun Apple nú sláandi stefnubreytingu fyrirtækis hvers notendur hafa geta reitt sig á öryggi og persónuvernd. Hany Farid, maðurinn sem fann upp PhotoDNA, sem hefur gert löggæsluyfirvöldum kleift að leita að barnaníðsefni á netinu, segir ákvörðunina hins vegar ekkert til að hafa sérstakar áhyggjur af. Bendir hann meðal annars á að mörg áþekk forrit hafi verið í notkun án skaðvænlegra áhrifa. Til dæmis bjóði WhatsApp upp á öfluga dulkóðun en noti á sama tíma hugbúnað til að leita að vírusum og vari notendur við að smella ekki á hættulega hlekki. John Clark, forseti og framkvæmdastjóri National Center for Missing and Exploited Children, segir ákvörðun Apple vatnaskil í barátti gegn barnaníð á netinu. „Vegna fjölda notenda vara frá Apple munu þessar nýju öryggisráðstafanir mögulega verða til þess að bjarga lífum,“ segir hann. Ítarlega umfjöllun um málið má finna hjá Guardian.
Persónuvernd Tækni Apple Réttindi barna Kynferðisofbeldi Mest lesið Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Innlent Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Erlent Fleiri fréttir Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Sjá meira
Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Innlent
Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Innlent