Kallar eftir samtali við börn um bólusetningar Kjartan Kjartansson og Sunna Sæmundsdóttir skrifa 5. ágúst 2021 20:54 Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata. Vísir/Stöð 2 Varaformaður þingflokks Pírata telur rétt að ræða við börn um vilja þeirra áður en mögulega verður byrjað að bólusetja 12-15 ára unglinga gegn kórónuveirunni. Það sé á ábyrgð menntamálaráðherra og stjórnvalda að hefja það samtal. Til skoðunar hefur verið hvort rétt sé að bólusetja 12-15 ára gömul börn gegn kórónuveirunni en engin ákvörðun hefur verið tekin um það ennþá. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, varaformaður þingflokks Pírata, sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 að mikill þrýstingur væri frá kennurum að bólusetja börn vegna uppgangs delta-afbrigðis kórónuveirunnar. Sjálf sagðist hún þeirrar skoðunar að betra væri að flýta sér hægt á meðan málið væri ekki komið lengra. Ekki lægi fyrir mat frá sóttvarnalækni á því hvort að áhætta af bólusetningu sé minni en af því að börn veikist mögulega af Covid-19. Kallaði hún eftir samtali við börn um bólusetningar og minnti á að Ísland á aðild að barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. „Það þarf að eiga sér stað virkt samtal við þau. Ef það er ekki hafið, sem mér sýnist ekki, er það á ábyrgð menntamálaráðherra og stjórnvalda að hefja það samtal við börnin. Þetta snýst um bæði rétt barna til að taka sínar eigin ákvarðanir en líka forræði foreldra yfir börnum sínum. Þetta er bara mikilvægt siðferðislegt samtal sem þarf að opna núna,“ sagði Þórhildur Sunna. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 sagðist Valtýr Thors Stefánsson, barnalæknir, skilja áhyggjur sumra foreldra af bólusetningu barna gegn Covid-19 en að ekkert benti til þess að þær hefðu alvarlegar afleiðingar í för með sér. Hann ímyndi sér að fyrir sóttvarnayfirvöldum vaki að grípa inn í áður en faraldurinn fer frekar úr böndunum við ákvörðun um hvort að börn verða bólusett. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Alþingi Skóla - og menntamál Börn og uppeldi Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu Innlent Fleiri fréttir „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Sjá meira
Til skoðunar hefur verið hvort rétt sé að bólusetja 12-15 ára gömul börn gegn kórónuveirunni en engin ákvörðun hefur verið tekin um það ennþá. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, varaformaður þingflokks Pírata, sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 að mikill þrýstingur væri frá kennurum að bólusetja börn vegna uppgangs delta-afbrigðis kórónuveirunnar. Sjálf sagðist hún þeirrar skoðunar að betra væri að flýta sér hægt á meðan málið væri ekki komið lengra. Ekki lægi fyrir mat frá sóttvarnalækni á því hvort að áhætta af bólusetningu sé minni en af því að börn veikist mögulega af Covid-19. Kallaði hún eftir samtali við börn um bólusetningar og minnti á að Ísland á aðild að barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. „Það þarf að eiga sér stað virkt samtal við þau. Ef það er ekki hafið, sem mér sýnist ekki, er það á ábyrgð menntamálaráðherra og stjórnvalda að hefja það samtal við börnin. Þetta snýst um bæði rétt barna til að taka sínar eigin ákvarðanir en líka forræði foreldra yfir börnum sínum. Þetta er bara mikilvægt siðferðislegt samtal sem þarf að opna núna,“ sagði Þórhildur Sunna. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 sagðist Valtýr Thors Stefánsson, barnalæknir, skilja áhyggjur sumra foreldra af bólusetningu barna gegn Covid-19 en að ekkert benti til þess að þær hefðu alvarlegar afleiðingar í för með sér. Hann ímyndi sér að fyrir sóttvarnayfirvöldum vaki að grípa inn í áður en faraldurinn fer frekar úr böndunum við ákvörðun um hvort að börn verða bólusett.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Alþingi Skóla - og menntamál Börn og uppeldi Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu Innlent Fleiri fréttir „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Sjá meira