Nú get ég Indriði Stefánsson skrifar 5. ágúst 2021 19:46 Í æsku fékk ég stundum að „hjálpa“ pabba, stundum var verkefnið að nota tæki sem þurfti að setja í gang. Þá gat ég stýrt eða beitt tækinu undir virkri leiðsögn án þess að nokkur skaði yrði af og sagði gjarnan „nú get ég“ en um leið og eitthvað klikkaði þurfti ég hjálp til að komast aftur af stað. Treystum sóttvarnayfirvöldum Viðbrögð yfirvalda við Covid-19 hafa verið nokkuð sveiflukennd. Þegar farið er að ráðleggingum Þórólfs, Víðis og Ölmu gengur nokkuð vel. Þegar farið er á svig við þær ráðleggingar vill árangurinn standa á sér. Um allann heim er það reynslan þegar ákvarðanir eru teknar á öðrum forsendum en sóttvarna, leiðir það til þess að árangurinn verður nokkuð köflóttur, á Nýja Sjálandi hefur aðeins orðið ein alvöru Covid bylgja en hér eins og víða hafa þær orðið nokkrar. Samvinna frekar en pólitískar keilur Það þýðir þó ekki að ekki megi gagnrýna ráðstafanir sóttvarnaryfirvalda. Sóttvarnaryfirvöld eiga að leggja til þær aðgerðir sem þau telja virka best. Það er hlutverk annarra að komast að því hvað er gerlegt. Það er mun skilvirkara að það gerist í samráði en ekki eftir á í fjölmiðlum. Viðbrögð við ástandi eins og Covid-19 eiga ekki að vera pólitísk, þegar við blasir ástand sem hefur þetta mikil viðvarandi áhrif á líf landsmanna er það ekki tækifæri til að fella pólitískar keilur. Frekar ætti að fá alla að borðinu og allir flokkar ættu að vinna saman að lausn. Stjórnarandstaðan hefur ekki haft aðkomu að viðbrögðum við Covid, heldur hefur stjórnin haldið öllum spilum þétt að sér. Aðgerðum fylgir ábyrgð Þau bakslög sem komið hafa og sú fjölgun tilfella sem þeim fylgir hafa komið í kjölfar tilslakana sem oft hafa verið hraðari og meiri en sóttvarnaryfirvöld hafa lagt til. Í byrjun júlí var öllum takmörkunum aflétt og nú upplifum við þá mestu bylgju faraldursins sem við höfum tekist á við. Ríkisstjórnin fagnaði sigri of snemma og ætlaði að eigna sér árangurinn í sóttvörnum en við hljótum að gera væntingar um að fyrir vikið taki þau ábyrgð á því sem misferst. Þegar fólk í ábyrgðarstöðu segir “nú get ég” gerum við ráð fyrir að það geti bæði klárað verkefnið og taki ábyrgð á því takist það ekki. Höfundur er tölvunarfræðingur og frambjóðandi á lista Pírata til Alþingiskosninga 2021. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingiskosningar 2021 Píratar Indriði Stefánsson Skoðun: Kosningar 2021 Mest lesið Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þakkir til þjóðar Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyrissjóðsgreiðslur? Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson skrifar Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad skrifar Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson skrifar Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvert er planið? Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Sjá meira
Í æsku fékk ég stundum að „hjálpa“ pabba, stundum var verkefnið að nota tæki sem þurfti að setja í gang. Þá gat ég stýrt eða beitt tækinu undir virkri leiðsögn án þess að nokkur skaði yrði af og sagði gjarnan „nú get ég“ en um leið og eitthvað klikkaði þurfti ég hjálp til að komast aftur af stað. Treystum sóttvarnayfirvöldum Viðbrögð yfirvalda við Covid-19 hafa verið nokkuð sveiflukennd. Þegar farið er að ráðleggingum Þórólfs, Víðis og Ölmu gengur nokkuð vel. Þegar farið er á svig við þær ráðleggingar vill árangurinn standa á sér. Um allann heim er það reynslan þegar ákvarðanir eru teknar á öðrum forsendum en sóttvarna, leiðir það til þess að árangurinn verður nokkuð köflóttur, á Nýja Sjálandi hefur aðeins orðið ein alvöru Covid bylgja en hér eins og víða hafa þær orðið nokkrar. Samvinna frekar en pólitískar keilur Það þýðir þó ekki að ekki megi gagnrýna ráðstafanir sóttvarnaryfirvalda. Sóttvarnaryfirvöld eiga að leggja til þær aðgerðir sem þau telja virka best. Það er hlutverk annarra að komast að því hvað er gerlegt. Það er mun skilvirkara að það gerist í samráði en ekki eftir á í fjölmiðlum. Viðbrögð við ástandi eins og Covid-19 eiga ekki að vera pólitísk, þegar við blasir ástand sem hefur þetta mikil viðvarandi áhrif á líf landsmanna er það ekki tækifæri til að fella pólitískar keilur. Frekar ætti að fá alla að borðinu og allir flokkar ættu að vinna saman að lausn. Stjórnarandstaðan hefur ekki haft aðkomu að viðbrögðum við Covid, heldur hefur stjórnin haldið öllum spilum þétt að sér. Aðgerðum fylgir ábyrgð Þau bakslög sem komið hafa og sú fjölgun tilfella sem þeim fylgir hafa komið í kjölfar tilslakana sem oft hafa verið hraðari og meiri en sóttvarnaryfirvöld hafa lagt til. Í byrjun júlí var öllum takmörkunum aflétt og nú upplifum við þá mestu bylgju faraldursins sem við höfum tekist á við. Ríkisstjórnin fagnaði sigri of snemma og ætlaði að eigna sér árangurinn í sóttvörnum en við hljótum að gera væntingar um að fyrir vikið taki þau ábyrgð á því sem misferst. Þegar fólk í ábyrgðarstöðu segir “nú get ég” gerum við ráð fyrir að það geti bæði klárað verkefnið og taki ábyrgð á því takist það ekki. Höfundur er tölvunarfræðingur og frambjóðandi á lista Pírata til Alþingiskosninga 2021.
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh skrifar
Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun