Binda vonir við nýtt bóluefni gegn delta-afbrigðinu Hólmfríður Gísladóttir skrifar 5. ágúst 2021 14:04 Pfizer þróar nú bóluefni gegn delta-afbrigðinu, sem hefur farið um heiminn sem eldur í sinu. EPA/Christophe Ena Heilbrigðisyfirvöld binda vonir við nýtt bóluefni gegn delta-afbrigði kórónuveirunnar en Pfizer er nú þegar með slíkt í þróun. Það gæti orðið til þess að raunverulegt hjarðónæmi myndaðist gen SARS-CoV-2. Þetta kom fram í máli Kamillu Sigríðar Jósefsdóttur, staðgengils sóttvarnalæknis, á upplýsingafundinum í morgun. Var hún þar að svara þeirri spurningu hvort eina leiðin til að mynda ónæmi væri að leyfa kórónuveirufaraldrinum að fara óheft um samfélagið. Kamilla sagði nýtt bóluefni svarið þar sem delta-afbrigðið væri nú ráðandi svo til alls staðar. Hún sagði það hins vegar háð því að annað afbrigði kæmi ekki fram sem væri ónæmt fyrir bóluefnum í notkun. Hvers vegna voru börnin ekki bólusett fyrr? Á fundinum fékk Kamilla einnig þá spurningu hvers vegna það hefði tekið svo langan tíma að hefja undirbúning bólusetninga barna á aldrinum 12 til 15 ára þrátt fyrir að Lyfjastofnun Evrópu hefði samþykkt notkun bóluefnisins frá Pfizer fyrir þennan aldurshóp fyrir tveimur mánuðum. Að sögn Kamillu var á þeim tíma verið að rannsaka tengsl bólusetninga við tilvik gollurhúss- og hjartavöðvabólga, sem virtust algengari hjá yngri aldurshópum. Í ljós hefði komið að veikindin væru oftast væg, þótt þau væru ógnvekjandi, og einstaklingar næðu sér nær alltaf með hvíld og inntöku bólgueyðandi lyfja á borð við íbúfen. Þá hefði heimild stofnunarinnar á notkun Pfizer meðal ungmenna einnig komið til á sama tíma og faraldurinn var í lágmarki hérlendis og skólar á leið í sumarfrí. Nú væri staðan hins vegar breyst og því væri verið að undirbúa bólusetningu 12 til 15 ára, á sama tíma og verið væri að gefa kennurum og skólastarfsmönnum örvunarskammt. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Heilbrigðismál Mest lesið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Innlent Samhjálp í kapphlaupi við tímann Innlent Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi Innlent Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Erlent Mótmæla við utanríkisráðuneytið Innlent Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Innlent Fleiri fréttir Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Viðbúnaður í Djúpinu, böndum komið á áfengissölu og stútfull herbergi af köttum 32 sóttu um stöðu mannauðsstjóra hjá Matvælastofnun Fimm keyptu gám sem er ekki til Brá sér í túristalíki og segir leigubílstjóra hafa okrað á sér Framtíðarnefnd lifir og formaðurinn fær tvær milljónir á ári Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Kjarasamningur lyfjafræðinga „illa felldur“ og átján ára bið lengist Tvær konur sluppu úr brennandi bíl „Þetta fór eins vel og kostur var“ Ekki eigi að stunda atvinnu sem valdi dýrum þjáningu Sjá meira
Þetta kom fram í máli Kamillu Sigríðar Jósefsdóttur, staðgengils sóttvarnalæknis, á upplýsingafundinum í morgun. Var hún þar að svara þeirri spurningu hvort eina leiðin til að mynda ónæmi væri að leyfa kórónuveirufaraldrinum að fara óheft um samfélagið. Kamilla sagði nýtt bóluefni svarið þar sem delta-afbrigðið væri nú ráðandi svo til alls staðar. Hún sagði það hins vegar háð því að annað afbrigði kæmi ekki fram sem væri ónæmt fyrir bóluefnum í notkun. Hvers vegna voru börnin ekki bólusett fyrr? Á fundinum fékk Kamilla einnig þá spurningu hvers vegna það hefði tekið svo langan tíma að hefja undirbúning bólusetninga barna á aldrinum 12 til 15 ára þrátt fyrir að Lyfjastofnun Evrópu hefði samþykkt notkun bóluefnisins frá Pfizer fyrir þennan aldurshóp fyrir tveimur mánuðum. Að sögn Kamillu var á þeim tíma verið að rannsaka tengsl bólusetninga við tilvik gollurhúss- og hjartavöðvabólga, sem virtust algengari hjá yngri aldurshópum. Í ljós hefði komið að veikindin væru oftast væg, þótt þau væru ógnvekjandi, og einstaklingar næðu sér nær alltaf með hvíld og inntöku bólgueyðandi lyfja á borð við íbúfen. Þá hefði heimild stofnunarinnar á notkun Pfizer meðal ungmenna einnig komið til á sama tíma og faraldurinn var í lágmarki hérlendis og skólar á leið í sumarfrí. Nú væri staðan hins vegar breyst og því væri verið að undirbúa bólusetningu 12 til 15 ára, á sama tíma og verið væri að gefa kennurum og skólastarfsmönnum örvunarskammt.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Heilbrigðismál Mest lesið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Innlent Samhjálp í kapphlaupi við tímann Innlent Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi Innlent Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Erlent Mótmæla við utanríkisráðuneytið Innlent Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Innlent Fleiri fréttir Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Viðbúnaður í Djúpinu, böndum komið á áfengissölu og stútfull herbergi af köttum 32 sóttu um stöðu mannauðsstjóra hjá Matvælastofnun Fimm keyptu gám sem er ekki til Brá sér í túristalíki og segir leigubílstjóra hafa okrað á sér Framtíðarnefnd lifir og formaðurinn fær tvær milljónir á ári Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Kjarasamningur lyfjafræðinga „illa felldur“ og átján ára bið lengist Tvær konur sluppu úr brennandi bíl „Þetta fór eins vel og kostur var“ Ekki eigi að stunda atvinnu sem valdi dýrum þjáningu Sjá meira