Binda vonir við nýtt bóluefni gegn delta-afbrigðinu Hólmfríður Gísladóttir skrifar 5. ágúst 2021 14:04 Pfizer þróar nú bóluefni gegn delta-afbrigðinu, sem hefur farið um heiminn sem eldur í sinu. EPA/Christophe Ena Heilbrigðisyfirvöld binda vonir við nýtt bóluefni gegn delta-afbrigði kórónuveirunnar en Pfizer er nú þegar með slíkt í þróun. Það gæti orðið til þess að raunverulegt hjarðónæmi myndaðist gen SARS-CoV-2. Þetta kom fram í máli Kamillu Sigríðar Jósefsdóttur, staðgengils sóttvarnalæknis, á upplýsingafundinum í morgun. Var hún þar að svara þeirri spurningu hvort eina leiðin til að mynda ónæmi væri að leyfa kórónuveirufaraldrinum að fara óheft um samfélagið. Kamilla sagði nýtt bóluefni svarið þar sem delta-afbrigðið væri nú ráðandi svo til alls staðar. Hún sagði það hins vegar háð því að annað afbrigði kæmi ekki fram sem væri ónæmt fyrir bóluefnum í notkun. Hvers vegna voru börnin ekki bólusett fyrr? Á fundinum fékk Kamilla einnig þá spurningu hvers vegna það hefði tekið svo langan tíma að hefja undirbúning bólusetninga barna á aldrinum 12 til 15 ára þrátt fyrir að Lyfjastofnun Evrópu hefði samþykkt notkun bóluefnisins frá Pfizer fyrir þennan aldurshóp fyrir tveimur mánuðum. Að sögn Kamillu var á þeim tíma verið að rannsaka tengsl bólusetninga við tilvik gollurhúss- og hjartavöðvabólga, sem virtust algengari hjá yngri aldurshópum. Í ljós hefði komið að veikindin væru oftast væg, þótt þau væru ógnvekjandi, og einstaklingar næðu sér nær alltaf með hvíld og inntöku bólgueyðandi lyfja á borð við íbúfen. Þá hefði heimild stofnunarinnar á notkun Pfizer meðal ungmenna einnig komið til á sama tíma og faraldurinn var í lágmarki hérlendis og skólar á leið í sumarfrí. Nú væri staðan hins vegar breyst og því væri verið að undirbúa bólusetningu 12 til 15 ára, á sama tíma og verið væri að gefa kennurum og skólastarfsmönnum örvunarskammt. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Heilbrigðismál Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúra barma Erlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Innlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Fleiri fréttir Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Sjá meira
Þetta kom fram í máli Kamillu Sigríðar Jósefsdóttur, staðgengils sóttvarnalæknis, á upplýsingafundinum í morgun. Var hún þar að svara þeirri spurningu hvort eina leiðin til að mynda ónæmi væri að leyfa kórónuveirufaraldrinum að fara óheft um samfélagið. Kamilla sagði nýtt bóluefni svarið þar sem delta-afbrigðið væri nú ráðandi svo til alls staðar. Hún sagði það hins vegar háð því að annað afbrigði kæmi ekki fram sem væri ónæmt fyrir bóluefnum í notkun. Hvers vegna voru börnin ekki bólusett fyrr? Á fundinum fékk Kamilla einnig þá spurningu hvers vegna það hefði tekið svo langan tíma að hefja undirbúning bólusetninga barna á aldrinum 12 til 15 ára þrátt fyrir að Lyfjastofnun Evrópu hefði samþykkt notkun bóluefnisins frá Pfizer fyrir þennan aldurshóp fyrir tveimur mánuðum. Að sögn Kamillu var á þeim tíma verið að rannsaka tengsl bólusetninga við tilvik gollurhúss- og hjartavöðvabólga, sem virtust algengari hjá yngri aldurshópum. Í ljós hefði komið að veikindin væru oftast væg, þótt þau væru ógnvekjandi, og einstaklingar næðu sér nær alltaf með hvíld og inntöku bólgueyðandi lyfja á borð við íbúfen. Þá hefði heimild stofnunarinnar á notkun Pfizer meðal ungmenna einnig komið til á sama tíma og faraldurinn var í lágmarki hérlendis og skólar á leið í sumarfrí. Nú væri staðan hins vegar breyst og því væri verið að undirbúa bólusetningu 12 til 15 ára, á sama tíma og verið væri að gefa kennurum og skólastarfsmönnum örvunarskammt.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Heilbrigðismál Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúra barma Erlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Innlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Fleiri fréttir Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Sjá meira