Heilbrigðiskerfið megi ekki alltaf vera einni bylgju eða rútuslysi frá því að fara á hliðina Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 5. ágúst 2021 12:00 Páll Matthíasson er forstjóri Landspítalans. Ljósmynd/Lögreglan Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, segir starfsfólk spítalans vera örþreytt. Ýmislegt hafi verið gert til að mæta álagi sem fylgi kórónuveirufaraldrinum en meira þurfi til. Mikilvægt sé að efla heilbrigðiskerfið svo það sé ekki „alltaf einni faraldursbylgju eða rútuslysi frá því að fara á hliðina". Þetta var á meðal þess sem kom fram í máli Páls á upplýsingafundi almannavarna í dag, þar sem hann fór yfir stöðu mála á Landspítalanum vegna faraldursins. Í máli hans kom fram að átján væru inniliggjandi á spítalanum vegna Covid-19, þrír á gjörgæslu. Á fundinum fór hann meðal annars yfir hvernig það gæti verið vandi fyrir Landspítalann, með sín 600 rúm, að taka á móti um tuttugu sjúklingum með Covid-19. Sagði hann að í raun væru um 400 pláss að ræða, en nýtingin á þeim væri á bilinu 95-105 prósent, á meðan alþjóðleg viðmið miðuðu við 85 prósent. Því mætti lítið út af bregða. „Það þýðir það að það er lítið borð fyrir báru. Byrðingurinn er lágur. Það má lítið gefa á til þess að það fari að flæða yfir,“ sagði Páll. Samfélagið á fullu Að auki væri samfélagið á fullu, ólíkt fyrri bylgjum þar sem strangari samkomutakmarkanir voru í gildi. Að auki væri um 30-40 manns sem biðu útskriftar af bráðadeildum spítalans, en lítið sem ekkert pláss væri á hjúkrunardeildum. Þess fyrir utan væri mönnunarvandi mikill yfir hásumarið. „Það er sumartími, við erum með örþreytt starfsfólk. Við þurfum og höfum hvatt það til að fara í frí. Það skiptir máli því að þá höfum við færri upp á að hlaupa,“ sagði Páll en Landspítalinn hefur biðlað til þeirra starfsmanna sem hafa tök á að fresta fríum að koma aftur til starfa. Það þurfi að ná valdi á bylgjunni Sagði Páll að ýmislegt hafi verið gert til að bregðast við þessu ástandi. Engar valkvæðar aðgerðir hafi verið framkvæmdar, náin samvinna væri við nágrannaheilbrigðisstofnanir og vel væri hugað að útskrift sjúklinga svo dæmi séu tekin. Þetta hafi þó ekki dugað til til þess að draga úr álagi á Landspítalann. Sagði Páll að miðað við að toppi núverandi bylgju væri ekki náð, þyrfti samfélagið nú að leggjast á eitt við að ná bylgjunni niður. (1 liked) „Samfélagið þarf að huga að því líka að toga niður kúrvuna með öllum tiltækum ráðum ef við eigum að ráða við ástandið. Það er svo sem umræða og módel sem við höfum rætt áður. Það þarf að ná valdi á þessari bylgju,“ sagði Páll. Efla þurfi heilbrigðiskerfið til lengri tíma, ekki síst Landspítalann. „Þessi og viðlíka farsóttir eru komnar til að vera. Við verðum líka, ef við förum enn víðar, í víðara ljósi að efla heilbrigðiskerfið svo að það sé ekki alltaf einni faraldursbylgju eða rútuslysi frá því að fara á hliðina, heldur vaxi að mannskap og tækjum með þjóðinni til að við getum átt hér nútímasamfélag,“ sagði Páll. Þetta sé lykilskref fyrir nútímasamfélag. „Til að við getum átt hér nútímasamfélag þá þurfa innviðir að hafa burðarþol, ekki síst heilbrigðiskerfið. Ég held að þetta sé eitt stærsta verkefni næstu áratuga, ekki síst ef ætlunin er að byggja hér upp farsæla ferðaþjónustu á sama tíma og við sköpum gott samfélag.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Heilbrigðismál Tengdar fréttir „Það er ekki í boði í krísu að taka ekki ákvörðun“ Innviðir munu að óbreyttu bresta og það dugir ekki að sitja hjá aðgerðalaus. Þetta kom fram í máli Víðis Reynissonar yfirlögregluþjóns, Kamillu Sigríðar Jósefsdóttur, staðgengils sóttvarnalæknis, og Páls Matthíassonar, forstjóra Landspítala, á upplýsingafundi vegna kórónuveirufaraldursins rétt í þessu. 5. ágúst 2021 11:51 Ýmis kerfi komin að þolmörkum Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn almannavarnadeildar Ríkislögreglustjóra segir stöðu kórónuveirufaraldursins hafa þyngst og að ýmis kerfi séu komin að þolmörkum. 5. ágúst 2021 11:15 151 greindist með Covid-19 í gær 151 greindist með Covid-19 í gær. Alls voru 68 í sóttkví en 83 utan sóttkvíar. 5. ágúst 2021 10:48 Mest lesið Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Innlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Innlent „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Innlent Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Innlent Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Innlent Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Innlent Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Fleiri fréttir Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Hefur ekki áhyggjur af því að launahækkanir valdi óróa Vonar að áfanginn leiði til þess að kennarar treysti stjórnvöldum á ný „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Flokkur fólksins á niðurleið Flugbrautin opnuð á ný Þjófurinn reyndist sofandi inn á baði Sögulegur samningur og Flokkur fólksins á niðurleið Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Bein útsending: Öryggismál í öndvegi Bæjarskrifstofan snýr aftur til Grindavíkur Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Tekur varaformannsslaginn Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Ráðist í skipulagsbreytingar og þremur sagt upp Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Kátt á hjalla í Karphúsinu í gærkvöldi Leggjast aftur yfir myndefnið Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Vilja hvalkjöt af matseðlinum Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Handtökur vegna nágrannaerja og slagsmála í miðbænum Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Ógeðslega stoltur af kennurum Sjá meira
Þetta var á meðal þess sem kom fram í máli Páls á upplýsingafundi almannavarna í dag, þar sem hann fór yfir stöðu mála á Landspítalanum vegna faraldursins. Í máli hans kom fram að átján væru inniliggjandi á spítalanum vegna Covid-19, þrír á gjörgæslu. Á fundinum fór hann meðal annars yfir hvernig það gæti verið vandi fyrir Landspítalann, með sín 600 rúm, að taka á móti um tuttugu sjúklingum með Covid-19. Sagði hann að í raun væru um 400 pláss að ræða, en nýtingin á þeim væri á bilinu 95-105 prósent, á meðan alþjóðleg viðmið miðuðu við 85 prósent. Því mætti lítið út af bregða. „Það þýðir það að það er lítið borð fyrir báru. Byrðingurinn er lágur. Það má lítið gefa á til þess að það fari að flæða yfir,“ sagði Páll. Samfélagið á fullu Að auki væri samfélagið á fullu, ólíkt fyrri bylgjum þar sem strangari samkomutakmarkanir voru í gildi. Að auki væri um 30-40 manns sem biðu útskriftar af bráðadeildum spítalans, en lítið sem ekkert pláss væri á hjúkrunardeildum. Þess fyrir utan væri mönnunarvandi mikill yfir hásumarið. „Það er sumartími, við erum með örþreytt starfsfólk. Við þurfum og höfum hvatt það til að fara í frí. Það skiptir máli því að þá höfum við færri upp á að hlaupa,“ sagði Páll en Landspítalinn hefur biðlað til þeirra starfsmanna sem hafa tök á að fresta fríum að koma aftur til starfa. Það þurfi að ná valdi á bylgjunni Sagði Páll að ýmislegt hafi verið gert til að bregðast við þessu ástandi. Engar valkvæðar aðgerðir hafi verið framkvæmdar, náin samvinna væri við nágrannaheilbrigðisstofnanir og vel væri hugað að útskrift sjúklinga svo dæmi séu tekin. Þetta hafi þó ekki dugað til til þess að draga úr álagi á Landspítalann. Sagði Páll að miðað við að toppi núverandi bylgju væri ekki náð, þyrfti samfélagið nú að leggjast á eitt við að ná bylgjunni niður. (1 liked) „Samfélagið þarf að huga að því líka að toga niður kúrvuna með öllum tiltækum ráðum ef við eigum að ráða við ástandið. Það er svo sem umræða og módel sem við höfum rætt áður. Það þarf að ná valdi á þessari bylgju,“ sagði Páll. Efla þurfi heilbrigðiskerfið til lengri tíma, ekki síst Landspítalann. „Þessi og viðlíka farsóttir eru komnar til að vera. Við verðum líka, ef við förum enn víðar, í víðara ljósi að efla heilbrigðiskerfið svo að það sé ekki alltaf einni faraldursbylgju eða rútuslysi frá því að fara á hliðina, heldur vaxi að mannskap og tækjum með þjóðinni til að við getum átt hér nútímasamfélag,“ sagði Páll. Þetta sé lykilskref fyrir nútímasamfélag. „Til að við getum átt hér nútímasamfélag þá þurfa innviðir að hafa burðarþol, ekki síst heilbrigðiskerfið. Ég held að þetta sé eitt stærsta verkefni næstu áratuga, ekki síst ef ætlunin er að byggja hér upp farsæla ferðaþjónustu á sama tíma og við sköpum gott samfélag.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Heilbrigðismál Tengdar fréttir „Það er ekki í boði í krísu að taka ekki ákvörðun“ Innviðir munu að óbreyttu bresta og það dugir ekki að sitja hjá aðgerðalaus. Þetta kom fram í máli Víðis Reynissonar yfirlögregluþjóns, Kamillu Sigríðar Jósefsdóttur, staðgengils sóttvarnalæknis, og Páls Matthíassonar, forstjóra Landspítala, á upplýsingafundi vegna kórónuveirufaraldursins rétt í þessu. 5. ágúst 2021 11:51 Ýmis kerfi komin að þolmörkum Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn almannavarnadeildar Ríkislögreglustjóra segir stöðu kórónuveirufaraldursins hafa þyngst og að ýmis kerfi séu komin að þolmörkum. 5. ágúst 2021 11:15 151 greindist með Covid-19 í gær 151 greindist með Covid-19 í gær. Alls voru 68 í sóttkví en 83 utan sóttkvíar. 5. ágúst 2021 10:48 Mest lesið Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Innlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Innlent „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Innlent Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Innlent Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Innlent Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Innlent Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Fleiri fréttir Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Hefur ekki áhyggjur af því að launahækkanir valdi óróa Vonar að áfanginn leiði til þess að kennarar treysti stjórnvöldum á ný „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Flokkur fólksins á niðurleið Flugbrautin opnuð á ný Þjófurinn reyndist sofandi inn á baði Sögulegur samningur og Flokkur fólksins á niðurleið Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Bein útsending: Öryggismál í öndvegi Bæjarskrifstofan snýr aftur til Grindavíkur Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Tekur varaformannsslaginn Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Ráðist í skipulagsbreytingar og þremur sagt upp Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Kátt á hjalla í Karphúsinu í gærkvöldi Leggjast aftur yfir myndefnið Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Vilja hvalkjöt af matseðlinum Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Handtökur vegna nágrannaerja og slagsmála í miðbænum Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Ógeðslega stoltur af kennurum Sjá meira
„Það er ekki í boði í krísu að taka ekki ákvörðun“ Innviðir munu að óbreyttu bresta og það dugir ekki að sitja hjá aðgerðalaus. Þetta kom fram í máli Víðis Reynissonar yfirlögregluþjóns, Kamillu Sigríðar Jósefsdóttur, staðgengils sóttvarnalæknis, og Páls Matthíassonar, forstjóra Landspítala, á upplýsingafundi vegna kórónuveirufaraldursins rétt í þessu. 5. ágúst 2021 11:51
Ýmis kerfi komin að þolmörkum Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn almannavarnadeildar Ríkislögreglustjóra segir stöðu kórónuveirufaraldursins hafa þyngst og að ýmis kerfi séu komin að þolmörkum. 5. ágúst 2021 11:15
151 greindist með Covid-19 í gær 151 greindist með Covid-19 í gær. Alls voru 68 í sóttkví en 83 utan sóttkvíar. 5. ágúst 2021 10:48
Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent
Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent