Biles: Stolt af mér að hafa keppt eftir það sem ég hef gengið í gegnum Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 3. ágúst 2021 12:30 Simone Biles með bronsverðlaunin sem hún fékk fyrir æfingar sínar á jafnvægisslá. getty/Laurence Griffiths Simone Biles segir að bronsverðlaunin sem hún fékk á jafnvægisslá á Ólympíuleikunum í Tókýó séu mun sætari en bronsið sem hún vann í sömu grein á leikunum í Ríó 2016. Biles sneri aftur á svið í dag eftir að hafa dregið sig úr keppni í liðakeppninni, í fjölþrautinni sem og í úrslitum í stökki, á tvíslá og í æfingum á gólfi vegna andlegrar vanlíðunar. Biles gerði ekki jafn erfiðar æfingar á jafnvægisslánni og venjulega en kláraði þær með stæl og var vel fagnað í fimleikahöllinni. Hún fékk 14.000 í einkunn fyrir æfingar sínar sem dugði til bronsverðlauna. Guan Chenchen frá Kína stóð uppi sem sigurvegari með 14.633 í einkunn og landa hennar, Tang Xijing, varð önnur með einkunn upp á 14.233. Biles fékk einnig brons á jafnvægisslá á Ólympíuleikunum í Ríó en segir að þessi verðlaun séu mun sætari en þau sem hún vann til fyrir fimm árum. „Ég bjóst ekki við medalíu í dag. Ég vildi bara gera þetta fyrir sjálfa mig. Ég er bara stolt af mér að hafa keppt eftir það sem ég hef gengið í gegnum,“ sagði Biles eftir keppnina í morgun. „Þetta er sætara en bronsið frá Ríó. Ég dró mig úr keppni í hinum greinunum því ég gat ekki framkvæmt æfingarnar. Ég hélt að ég gæti það heldur ekki á slánni en það skiptir öllu að ég hafi getað keppt einu sinni áður en leikarnir eru á enda.“ Ekki öruggt að framkvæma æfingarnar Biles treysti sér ekki til að gera æfingarnar í hinum greinunum. „Í þeim gat ég ekki snúið í loftinu. Ég hélt áfram að detta og það var ekki öruggt að framkvæma æfingarnar. Hugurinn var ekki á réttum stað en ég gat gert æfingarnar á slánni öruggt,“ sagði Biles sem óskaði eftir því að breyta æfingunum sínum. Hún segir ekki víst hvað framtíðin ber í skauti sér. „Mér finnst ég enn vera föst á slánni svo það er klárlega of snemmt að hugsa um nokkurt. En næsta skref er gull á Ameríkutúrnum sem verður haldinn í Bandaríkjunum,“ sagði Biles. Þessi magnaða fimleikakona á nú sjö Ólympíuverðlaun í safni sínu. Þá hefur hún unnið til 25 verðlauna á HM. Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Fimleikar Bandaríkin Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Handbolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Fleiri fréttir Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Hófí Dóra lauk gráðu í líftækni og vann svo fyrsta mót í Finnlandi Björgvin aftur í Breiðholtið ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð „Hefurðu enga sómakennd?“ Hefur Ben Simmons náð botninum? Dagskráin í dag: Bland í poka úr ýmsum áttum Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Russell á ráspól í fyrramálið Andy Murray þjálfar erkióvininn Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Sjá meira
Biles sneri aftur á svið í dag eftir að hafa dregið sig úr keppni í liðakeppninni, í fjölþrautinni sem og í úrslitum í stökki, á tvíslá og í æfingum á gólfi vegna andlegrar vanlíðunar. Biles gerði ekki jafn erfiðar æfingar á jafnvægisslánni og venjulega en kláraði þær með stæl og var vel fagnað í fimleikahöllinni. Hún fékk 14.000 í einkunn fyrir æfingar sínar sem dugði til bronsverðlauna. Guan Chenchen frá Kína stóð uppi sem sigurvegari með 14.633 í einkunn og landa hennar, Tang Xijing, varð önnur með einkunn upp á 14.233. Biles fékk einnig brons á jafnvægisslá á Ólympíuleikunum í Ríó en segir að þessi verðlaun séu mun sætari en þau sem hún vann til fyrir fimm árum. „Ég bjóst ekki við medalíu í dag. Ég vildi bara gera þetta fyrir sjálfa mig. Ég er bara stolt af mér að hafa keppt eftir það sem ég hef gengið í gegnum,“ sagði Biles eftir keppnina í morgun. „Þetta er sætara en bronsið frá Ríó. Ég dró mig úr keppni í hinum greinunum því ég gat ekki framkvæmt æfingarnar. Ég hélt að ég gæti það heldur ekki á slánni en það skiptir öllu að ég hafi getað keppt einu sinni áður en leikarnir eru á enda.“ Ekki öruggt að framkvæma æfingarnar Biles treysti sér ekki til að gera æfingarnar í hinum greinunum. „Í þeim gat ég ekki snúið í loftinu. Ég hélt áfram að detta og það var ekki öruggt að framkvæma æfingarnar. Hugurinn var ekki á réttum stað en ég gat gert æfingarnar á slánni öruggt,“ sagði Biles sem óskaði eftir því að breyta æfingunum sínum. Hún segir ekki víst hvað framtíðin ber í skauti sér. „Mér finnst ég enn vera föst á slánni svo það er klárlega of snemmt að hugsa um nokkurt. En næsta skref er gull á Ameríkutúrnum sem verður haldinn í Bandaríkjunum,“ sagði Biles. Þessi magnaða fimleikakona á nú sjö Ólympíuverðlaun í safni sínu. Þá hefur hún unnið til 25 verðlauna á HM.
Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Fimleikar Bandaríkin Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Handbolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Fleiri fréttir Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Hófí Dóra lauk gráðu í líftækni og vann svo fyrsta mót í Finnlandi Björgvin aftur í Breiðholtið ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð „Hefurðu enga sómakennd?“ Hefur Ben Simmons náð botninum? Dagskráin í dag: Bland í poka úr ýmsum áttum Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Russell á ráspól í fyrramálið Andy Murray þjálfar erkióvininn Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Sjá meira