Biles: Stolt af mér að hafa keppt eftir það sem ég hef gengið í gegnum Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 3. ágúst 2021 12:30 Simone Biles með bronsverðlaunin sem hún fékk fyrir æfingar sínar á jafnvægisslá. getty/Laurence Griffiths Simone Biles segir að bronsverðlaunin sem hún fékk á jafnvægisslá á Ólympíuleikunum í Tókýó séu mun sætari en bronsið sem hún vann í sömu grein á leikunum í Ríó 2016. Biles sneri aftur á svið í dag eftir að hafa dregið sig úr keppni í liðakeppninni, í fjölþrautinni sem og í úrslitum í stökki, á tvíslá og í æfingum á gólfi vegna andlegrar vanlíðunar. Biles gerði ekki jafn erfiðar æfingar á jafnvægisslánni og venjulega en kláraði þær með stæl og var vel fagnað í fimleikahöllinni. Hún fékk 14.000 í einkunn fyrir æfingar sínar sem dugði til bronsverðlauna. Guan Chenchen frá Kína stóð uppi sem sigurvegari með 14.633 í einkunn og landa hennar, Tang Xijing, varð önnur með einkunn upp á 14.233. Biles fékk einnig brons á jafnvægisslá á Ólympíuleikunum í Ríó en segir að þessi verðlaun séu mun sætari en þau sem hún vann til fyrir fimm árum. „Ég bjóst ekki við medalíu í dag. Ég vildi bara gera þetta fyrir sjálfa mig. Ég er bara stolt af mér að hafa keppt eftir það sem ég hef gengið í gegnum,“ sagði Biles eftir keppnina í morgun. „Þetta er sætara en bronsið frá Ríó. Ég dró mig úr keppni í hinum greinunum því ég gat ekki framkvæmt æfingarnar. Ég hélt að ég gæti það heldur ekki á slánni en það skiptir öllu að ég hafi getað keppt einu sinni áður en leikarnir eru á enda.“ Ekki öruggt að framkvæma æfingarnar Biles treysti sér ekki til að gera æfingarnar í hinum greinunum. „Í þeim gat ég ekki snúið í loftinu. Ég hélt áfram að detta og það var ekki öruggt að framkvæma æfingarnar. Hugurinn var ekki á réttum stað en ég gat gert æfingarnar á slánni öruggt,“ sagði Biles sem óskaði eftir því að breyta æfingunum sínum. Hún segir ekki víst hvað framtíðin ber í skauti sér. „Mér finnst ég enn vera föst á slánni svo það er klárlega of snemmt að hugsa um nokkurt. En næsta skref er gull á Ameríkutúrnum sem verður haldinn í Bandaríkjunum,“ sagði Biles. Þessi magnaða fimleikakona á nú sjö Ólympíuverðlaun í safni sínu. Þá hefur hún unnið til 25 verðlauna á HM. Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Fimleikar Bandaríkin Mest lesið Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Enski boltinn „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Enski boltinn Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ Enski boltinn Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Enski boltinn Sjáðu mörkin úr mettapi KR Íslenski boltinn „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Íslenski boltinn Beit andstæðing á HM Sport Leik hætt eftir að leikmaður hné niður Fótbolti Þurftu að aflýsa síðasta leggnum vegna mótmæla Sport Vann maraþonið með 0,003 sekúndna mun Sport Fleiri fréttir Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Vann maraþonið með 0,003 sekúndna mun Leik hætt eftir að leikmaður hné niður Beit andstæðing á HM „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Sjáðu mörkin úr mettapi KR Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Dagskráin í dag: Mikilvægir leikir í lokaumferðinni Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Þurftu að aflýsa síðasta leggnum vegna mótmæla Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Börsungar fóru illa með Valencia Hildur lagði upp í Madrídarslagnum „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Grikkir stálheppnir að landa bronsinu Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Víti í blálokin dugði Liverpool Sjá meira
Biles sneri aftur á svið í dag eftir að hafa dregið sig úr keppni í liðakeppninni, í fjölþrautinni sem og í úrslitum í stökki, á tvíslá og í æfingum á gólfi vegna andlegrar vanlíðunar. Biles gerði ekki jafn erfiðar æfingar á jafnvægisslánni og venjulega en kláraði þær með stæl og var vel fagnað í fimleikahöllinni. Hún fékk 14.000 í einkunn fyrir æfingar sínar sem dugði til bronsverðlauna. Guan Chenchen frá Kína stóð uppi sem sigurvegari með 14.633 í einkunn og landa hennar, Tang Xijing, varð önnur með einkunn upp á 14.233. Biles fékk einnig brons á jafnvægisslá á Ólympíuleikunum í Ríó en segir að þessi verðlaun séu mun sætari en þau sem hún vann til fyrir fimm árum. „Ég bjóst ekki við medalíu í dag. Ég vildi bara gera þetta fyrir sjálfa mig. Ég er bara stolt af mér að hafa keppt eftir það sem ég hef gengið í gegnum,“ sagði Biles eftir keppnina í morgun. „Þetta er sætara en bronsið frá Ríó. Ég dró mig úr keppni í hinum greinunum því ég gat ekki framkvæmt æfingarnar. Ég hélt að ég gæti það heldur ekki á slánni en það skiptir öllu að ég hafi getað keppt einu sinni áður en leikarnir eru á enda.“ Ekki öruggt að framkvæma æfingarnar Biles treysti sér ekki til að gera æfingarnar í hinum greinunum. „Í þeim gat ég ekki snúið í loftinu. Ég hélt áfram að detta og það var ekki öruggt að framkvæma æfingarnar. Hugurinn var ekki á réttum stað en ég gat gert æfingarnar á slánni öruggt,“ sagði Biles sem óskaði eftir því að breyta æfingunum sínum. Hún segir ekki víst hvað framtíðin ber í skauti sér. „Mér finnst ég enn vera föst á slánni svo það er klárlega of snemmt að hugsa um nokkurt. En næsta skref er gull á Ameríkutúrnum sem verður haldinn í Bandaríkjunum,“ sagði Biles. Þessi magnaða fimleikakona á nú sjö Ólympíuverðlaun í safni sínu. Þá hefur hún unnið til 25 verðlauna á HM.
Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Fimleikar Bandaríkin Mest lesið Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Enski boltinn „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Enski boltinn Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ Enski boltinn Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Enski boltinn Sjáðu mörkin úr mettapi KR Íslenski boltinn „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Íslenski boltinn Beit andstæðing á HM Sport Leik hætt eftir að leikmaður hné niður Fótbolti Þurftu að aflýsa síðasta leggnum vegna mótmæla Sport Vann maraþonið með 0,003 sekúndna mun Sport Fleiri fréttir Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Vann maraþonið með 0,003 sekúndna mun Leik hætt eftir að leikmaður hné niður Beit andstæðing á HM „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Sjáðu mörkin úr mettapi KR Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Dagskráin í dag: Mikilvægir leikir í lokaumferðinni Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Þurftu að aflýsa síðasta leggnum vegna mótmæla Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Börsungar fóru illa með Valencia Hildur lagði upp í Madrídarslagnum „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Grikkir stálheppnir að landa bronsinu Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Víti í blálokin dugði Liverpool Sjá meira