Hárrétt að efnum sé sprautað í líkama fólks en þau séu öll þekkt Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 29. júlí 2021 19:13 Björn Rúnar Lúðvíksson, yfirlæknir ónæmisfræðideildar Landspítalans. Vísir/Vilhelm Prófessor í ónæmisfræðum segir mikilvægt að upplýst umræða um bóluefnin og kórónuveiruna haldi áfram. Hann segir það misskilning að óþekkt efni eða efnasambönd séu í bóluefnum gegn Covid-19, þær upplýsingar séu allar uppi á borðum. „Það sem er mikilvægt í þessu eins og í allri þessari umræðu varðandi bólusetningar er að það sem er svo dásamlegt við lýðræðið er að við verðum að eiga samtal og við verðum að hlusta á alla sem hafa áhyggjur og vilja eiga samtal. En við verðum að eiga það samtal á upplýstum grundvelli og það er kannski það sem ég hef reynt að gera,“ segir Björn Rúnar Lúðvíksson, prófessor í ónæmisfræði og yfirlæknir ónæmislækninga á Landspítalanum, í Reykjavík síðdegis í dag. Einhverjir hafa velt upp spurningum um sóttvarnir og innihald bóluefnanna og telja þó óörugg. Björn Rúnar segir að hann, og aðrir sem helgað hafa líf sitt þessum fræðum séu stöðugt á varðbergi gagnvart því að svona meðferðarúrræði séu örugg. „Við sem erum í þessu og höfum helgað lífi okkar þessum fræðum erum stöðugt á varðbergi gagnvart því að þau úrræði sem er verið að þróa að þau valdi fyrst og fremst betri heilsu og lífslíkum hjá viðkomandi heldur en að valda skaða. Við erum þá fyrst til að tilkynna og aðvara ef svo er,“ segir Björn Rúnar. „Við vitum upp á hár hvaða efni þetta eru“ Hann ítrekar þó að mikilvægt sé að halda umræðunni áfram. „En umræðan er mikilvæg og það er auðvitað skylda okkar sem erum í þessu að hlusta á þessar raddir og bregðast við því og skoða þetta.“ Hann segir þó hárrétt hjá þessu fólki að verið sé að sprauta efnum í líkama fólks. „Það er alveg hárrétt hjá þessu ágæta fólki að það er verið að sprauta þarna efnum í líkama fólks en hins vegar vitum við upp á hár hvaða efni þetta eru og þetta eru efni sem hafa verið notuð í öðrum lyfjum áður,“ segir Björn Rúnar. Bóluefnin séu skoðuð ítarlega í litlum hópi áður en þýðið er stækkað hægt og rólega þegar öruggt er orðið að efnin valdi ekki skaða. „Þannig við vitum alveg upp á hár hvaða efni eru í bóluefnunum og það er ítarlega rannsakað og tekið út af algerlega óvilbærum aðilum sem hafa engra hagsmuna að gæta annarra en að gæta hagsmuna almennings þannig að við vitum það alveg,“ segir Björn Rúnar. Hann hafi sjálfur kynnt sér innihald bóluefnanna mjög vel. „Vegna þess að margir af mínum skjólstæðingum hafa ofnæmi eða óþol fyrir ýmiskonar efnum og efnasamböndum þannig að ég verð að vita þetta upp á hár hvað er í þessu til að geta leiðbeint þeim af einhverju viti,“ segir Björn Rúnar. „Það eru þarna margvísleg efni og efnasambönd sem eru örugg í því magni sem verið er að nota þau þannig að ég held að við getum verið róleg en hins vegar er mikilvægt að halda áfram upplýstri umræðu.“ Bólusetningar Reykjavík síðdegis Heilbrigðismál Mest lesið „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Verða ekki krafin um endurgreiðslu Innlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Innlent Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Erlent Fleiri fréttir Sáttasemjari hafi óskað eftir skrifstofustjóra Ásthildar í Karphúsið Vonar að hreinsunarstarfi ljúki að mestu í dag Vísa kjaradeilu við Sorpu til sáttasemjara vegna umboðsleysis samninganefndar Verða ekki krafin um endurgreiðslu Styrkir ekki endurgreiddir og óveðrinu slotar Veiðar höfðu áhrif á þorsksstofninn við Ísland strax á miðöldum Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Taka upp þráðinn eftir hádegi Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun „Það er allt á floti“ Hringvegurinn farinn í sundur á tveimur stöðum Bein útsending: Áhyggjur af framtíð Reykjavíkurflugvallar Tvöfölduðu refsinguna fyrir skotárásina við Silfratjörn Átta ára fangelsisvist staðfest Sjá meira
„Það sem er mikilvægt í þessu eins og í allri þessari umræðu varðandi bólusetningar er að það sem er svo dásamlegt við lýðræðið er að við verðum að eiga samtal og við verðum að hlusta á alla sem hafa áhyggjur og vilja eiga samtal. En við verðum að eiga það samtal á upplýstum grundvelli og það er kannski það sem ég hef reynt að gera,“ segir Björn Rúnar Lúðvíksson, prófessor í ónæmisfræði og yfirlæknir ónæmislækninga á Landspítalanum, í Reykjavík síðdegis í dag. Einhverjir hafa velt upp spurningum um sóttvarnir og innihald bóluefnanna og telja þó óörugg. Björn Rúnar segir að hann, og aðrir sem helgað hafa líf sitt þessum fræðum séu stöðugt á varðbergi gagnvart því að svona meðferðarúrræði séu örugg. „Við sem erum í þessu og höfum helgað lífi okkar þessum fræðum erum stöðugt á varðbergi gagnvart því að þau úrræði sem er verið að þróa að þau valdi fyrst og fremst betri heilsu og lífslíkum hjá viðkomandi heldur en að valda skaða. Við erum þá fyrst til að tilkynna og aðvara ef svo er,“ segir Björn Rúnar. „Við vitum upp á hár hvaða efni þetta eru“ Hann ítrekar þó að mikilvægt sé að halda umræðunni áfram. „En umræðan er mikilvæg og það er auðvitað skylda okkar sem erum í þessu að hlusta á þessar raddir og bregðast við því og skoða þetta.“ Hann segir þó hárrétt hjá þessu fólki að verið sé að sprauta efnum í líkama fólks. „Það er alveg hárrétt hjá þessu ágæta fólki að það er verið að sprauta þarna efnum í líkama fólks en hins vegar vitum við upp á hár hvaða efni þetta eru og þetta eru efni sem hafa verið notuð í öðrum lyfjum áður,“ segir Björn Rúnar. Bóluefnin séu skoðuð ítarlega í litlum hópi áður en þýðið er stækkað hægt og rólega þegar öruggt er orðið að efnin valdi ekki skaða. „Þannig við vitum alveg upp á hár hvaða efni eru í bóluefnunum og það er ítarlega rannsakað og tekið út af algerlega óvilbærum aðilum sem hafa engra hagsmuna að gæta annarra en að gæta hagsmuna almennings þannig að við vitum það alveg,“ segir Björn Rúnar. Hann hafi sjálfur kynnt sér innihald bóluefnanna mjög vel. „Vegna þess að margir af mínum skjólstæðingum hafa ofnæmi eða óþol fyrir ýmiskonar efnum og efnasamböndum þannig að ég verð að vita þetta upp á hár hvað er í þessu til að geta leiðbeint þeim af einhverju viti,“ segir Björn Rúnar. „Það eru þarna margvísleg efni og efnasambönd sem eru örugg í því magni sem verið er að nota þau þannig að ég held að við getum verið róleg en hins vegar er mikilvægt að halda áfram upplýstri umræðu.“
Bólusetningar Reykjavík síðdegis Heilbrigðismál Mest lesið „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Verða ekki krafin um endurgreiðslu Innlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Innlent Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Erlent Fleiri fréttir Sáttasemjari hafi óskað eftir skrifstofustjóra Ásthildar í Karphúsið Vonar að hreinsunarstarfi ljúki að mestu í dag Vísa kjaradeilu við Sorpu til sáttasemjara vegna umboðsleysis samninganefndar Verða ekki krafin um endurgreiðslu Styrkir ekki endurgreiddir og óveðrinu slotar Veiðar höfðu áhrif á þorsksstofninn við Ísland strax á miðöldum Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Taka upp þráðinn eftir hádegi Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun „Það er allt á floti“ Hringvegurinn farinn í sundur á tveimur stöðum Bein útsending: Áhyggjur af framtíð Reykjavíkurflugvallar Tvöfölduðu refsinguna fyrir skotárásina við Silfratjörn Átta ára fangelsisvist staðfest Sjá meira