Misvísandi skilaboð frá ferðaþjónustunni valda furðu Jakob Bjarnar skrifar 29. júlí 2021 13:41 Bjarnheiður Hallsdóttir, formaður Samtaka ferðaþjónustunnar sagði um síðustu helgi að rauður litur myndi hafa skelfilegar afleiðingar fyrir greinina og þjóðarbúið allt en í dag skiptir þetta litakóðunarkerfi litlu sem engu máli. Vísir/Egill Bjarnheiður Hallsdóttir, formaður Samtaka ferðaþjónustunnar, taldi fyrir fáeinum dögum það öllu skipta að Ísland yrði ekki rautt en nú er skiptir það engu máli. Í frétt Morgunblaðsins frá í dag segir Bjarnheiður Bandaríkjamenn ekki spá mikið í þetta litakóðunarkerfi og í að í Evrópu sé vægi þess að minnka. „Það getur verið misjafnt milli landa en ég er ekki viss um að það breyti miklu hvort við séum appelsínugul eða rauð, svo eru einstaklingar misjafnlega innstilltir á þetta,“ segir Bjarnheiður í samtali við Morgunblaðið. Hún telur litinn ekki breyta miklu. Eins og Vísir greindi frá í morgun hefur Ísland nú verið skilgreint sem appelsínugult á nýútgefnu korti Sóttvarnarstofnunar Evrópu. Kortið byggir á gögnum sem safnað er vikuna áður og sýnir í litum hvernig staða landa í Evrópu er að teknu tilliti til kórónuveriufaraldursins. Appelsínuguli liturinn þýðir annað hvort að nýgengið sé undir 50 en hlutfall jákvæðra sé yfir 4 prósent eða þá að nýgengið sé á bilinu 25 til 150 og hlutfall jákvæðra sýna undi 4 prósentu. Ljósgrátt þýðir síðan að löndin eru ekki með í tölfræðinni. Í samtali við RÚV um helgina var allt annað hljóð í Bjarnheiði. Þá sagði hún að það myndi hafa svakalegar afleiðingar fyrir ferðaþjónustuna ef Ísland yrði rautt á þessu sama korti. „Aðalmálið núna hvað þetta varðar er að halda landinu grænu þannig að við verðum ekki rauð. Þar verður þjóðin að leggjast á eitt við að halda niðri smitum til þess að það gerist ekki því það myndi hafa svakalegar afleiðingar fyrir ferðaþjónustuna og þjóðarbúið í heild sinni,“ segir Bjarnheiður. Eiríkur Rögnvaldsson prófessor emerítus bendir á þetta á sinni Facebooksíðu og telur þetta meinlegt. „Það er svolítið erfitt að henda reiður á málflutningi talsmanna ferðaþjónustunnar,“ segir Eiríkur og bendir á þetta misræmi. „Lái mér hver sem vill að mér gangi illa að samræma þetta.“ Ferðamennska á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Innlent Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Innlent Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Erlent Áhugi á Valhöll Innlent Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Innlent Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Erlent Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Innlent Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Innlent Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Innlent Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Fleiri fréttir Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Bein útsending: Niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Íslendingar strauja kortin og hverfandi líkur á vaxtalækkun Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Grindvískum börnum líður verr en jafnöldrum þeirra Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Áhugi á Valhöll Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Sjá meira
Í frétt Morgunblaðsins frá í dag segir Bjarnheiður Bandaríkjamenn ekki spá mikið í þetta litakóðunarkerfi og í að í Evrópu sé vægi þess að minnka. „Það getur verið misjafnt milli landa en ég er ekki viss um að það breyti miklu hvort við séum appelsínugul eða rauð, svo eru einstaklingar misjafnlega innstilltir á þetta,“ segir Bjarnheiður í samtali við Morgunblaðið. Hún telur litinn ekki breyta miklu. Eins og Vísir greindi frá í morgun hefur Ísland nú verið skilgreint sem appelsínugult á nýútgefnu korti Sóttvarnarstofnunar Evrópu. Kortið byggir á gögnum sem safnað er vikuna áður og sýnir í litum hvernig staða landa í Evrópu er að teknu tilliti til kórónuveriufaraldursins. Appelsínuguli liturinn þýðir annað hvort að nýgengið sé undir 50 en hlutfall jákvæðra sé yfir 4 prósent eða þá að nýgengið sé á bilinu 25 til 150 og hlutfall jákvæðra sýna undi 4 prósentu. Ljósgrátt þýðir síðan að löndin eru ekki með í tölfræðinni. Í samtali við RÚV um helgina var allt annað hljóð í Bjarnheiði. Þá sagði hún að það myndi hafa svakalegar afleiðingar fyrir ferðaþjónustuna ef Ísland yrði rautt á þessu sama korti. „Aðalmálið núna hvað þetta varðar er að halda landinu grænu þannig að við verðum ekki rauð. Þar verður þjóðin að leggjast á eitt við að halda niðri smitum til þess að það gerist ekki því það myndi hafa svakalegar afleiðingar fyrir ferðaþjónustuna og þjóðarbúið í heild sinni,“ segir Bjarnheiður. Eiríkur Rögnvaldsson prófessor emerítus bendir á þetta á sinni Facebooksíðu og telur þetta meinlegt. „Það er svolítið erfitt að henda reiður á málflutningi talsmanna ferðaþjónustunnar,“ segir Eiríkur og bendir á þetta misræmi. „Lái mér hver sem vill að mér gangi illa að samræma þetta.“
Ferðamennska á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Innlent Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Innlent Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Erlent Áhugi á Valhöll Innlent Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Innlent Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Erlent Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Innlent Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Innlent Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Innlent Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Fleiri fréttir Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Bein útsending: Niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Íslendingar strauja kortin og hverfandi líkur á vaxtalækkun Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Grindvískum börnum líður verr en jafnöldrum þeirra Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Áhugi á Valhöll Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Sjá meira
Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Innlent
Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“
Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Innlent