Annað grátlegt tap hjá strákunum hans Alfreðs Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 28. júlí 2021 14:03 Alfreð Gíslason er á sínu öðru stórmóti með þýska landsliðið. getty/Swen Pförtner Strákarnir hans Alfreðs Gíslasonar í þýska handboltalandsliðinu urðu að sætta sig við tap fyrir Frakklandi, 30-29, í þriðja leik sínum í A-riðli Ólympíuleikanna í Tókýó. Þýskaland er aðeins með tvö stig í A-riðlinum eftir sigur á Argentínu og tvö naum töp fyrir Spáni og Frakklandi. Þjóðverjar eru í 4. sæti riðilsins en Frakkar í því fyrsta með fullt hús stiga. Þýskaland mætir Noregi í næsta leik og svo Brasilíu í lokaumferð riðlakeppninnar. Frakkar byrjuðu leikinn miklu betur og komust í 7-2. Um miðjan fyrri hálfleik munaði svo sjö mörkum á liðunum, 14-7. Þjóðverjar enduðu fyrri hálfleikinn ágætlega og að honum loknum munaði þremur mörkum á liðunum, 16-13. Þýskaland byrjaði seinni hálfleikinn vel og komst yfir í fyrsta sinn í leiknum, 18-19. Frakkaland svaraði með fjórum mörkum í röð og náði undirtökunum á ný. Lokakaflinn var gríðarlega spennandi. Kentin Mahé kom Frökkum yfir, 29-28, og Hugo Descat jók muninn svo í tvö mörk, 30-28, þegar rúm mínúta var eftir. Philipp Weber lagaði stöðuna fyrir Þjóðverja, 30-29, en nær komust þeir ekki. Strákarnir hans Alfreðs fóru illa að ráði sínu undir lokin og töpuðu boltanum þrisvar sinnum á síðustu fjórum og hálfu mínútu leiksins. Dika Mem var markahæstur í franska liðinu með sex mörk og Descat skoraði fimm. Timo Kastening skoraði sjö mörk fyrir Þýskaland og Steffen Weinhold sex. Úrslit dagsins A-riðill Brasilía 25-32 Spánn Frakkland 30-29 Þýskaland Noregur 27-23 Argentína B-riðill Danmörk 31-21 Barein Svíþjóð 29-28 Portúgal Japan 29-33 Egyptaland Handbolti Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Mest lesið Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Fótbolti Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Íslenski boltinn Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Fótbolti Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Fótbolti Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Fótbolti Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Enski boltinn Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Fótbolti Rashford mættur til Barcelona Fótbolti Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Fótbolti Fleiri fréttir Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Norðmenn græddu á því að halda HM í handbolta Kraftaverk Færeyinga: „Þurfum alla leikmenn sem við getum fengið“ Barðist fyrir Viggó við erfiðar aðstæður: „Ég vildi þetta ekki“ Rúnar framlengir og fer í nýtt hlutverk hjá Fram Íslendingar völtuðu yfir Mexíkó á HM Sjá meira
Þýskaland er aðeins með tvö stig í A-riðlinum eftir sigur á Argentínu og tvö naum töp fyrir Spáni og Frakklandi. Þjóðverjar eru í 4. sæti riðilsins en Frakkar í því fyrsta með fullt hús stiga. Þýskaland mætir Noregi í næsta leik og svo Brasilíu í lokaumferð riðlakeppninnar. Frakkar byrjuðu leikinn miklu betur og komust í 7-2. Um miðjan fyrri hálfleik munaði svo sjö mörkum á liðunum, 14-7. Þjóðverjar enduðu fyrri hálfleikinn ágætlega og að honum loknum munaði þremur mörkum á liðunum, 16-13. Þýskaland byrjaði seinni hálfleikinn vel og komst yfir í fyrsta sinn í leiknum, 18-19. Frakkaland svaraði með fjórum mörkum í röð og náði undirtökunum á ný. Lokakaflinn var gríðarlega spennandi. Kentin Mahé kom Frökkum yfir, 29-28, og Hugo Descat jók muninn svo í tvö mörk, 30-28, þegar rúm mínúta var eftir. Philipp Weber lagaði stöðuna fyrir Þjóðverja, 30-29, en nær komust þeir ekki. Strákarnir hans Alfreðs fóru illa að ráði sínu undir lokin og töpuðu boltanum þrisvar sinnum á síðustu fjórum og hálfu mínútu leiksins. Dika Mem var markahæstur í franska liðinu með sex mörk og Descat skoraði fimm. Timo Kastening skoraði sjö mörk fyrir Þýskaland og Steffen Weinhold sex. Úrslit dagsins A-riðill Brasilía 25-32 Spánn Frakkland 30-29 Þýskaland Noregur 27-23 Argentína B-riðill Danmörk 31-21 Barein Svíþjóð 29-28 Portúgal Japan 29-33 Egyptaland
A-riðill Brasilía 25-32 Spánn Frakkland 30-29 Þýskaland Noregur 27-23 Argentína B-riðill Danmörk 31-21 Barein Svíþjóð 29-28 Portúgal Japan 29-33 Egyptaland
Handbolti Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Mest lesið Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Fótbolti Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Íslenski boltinn Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Fótbolti Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Fótbolti Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Fótbolti Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Enski boltinn Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Fótbolti Rashford mættur til Barcelona Fótbolti Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Fótbolti Fleiri fréttir Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Norðmenn græddu á því að halda HM í handbolta Kraftaverk Færeyinga: „Þurfum alla leikmenn sem við getum fengið“ Barðist fyrir Viggó við erfiðar aðstæður: „Ég vildi þetta ekki“ Rúnar framlengir og fer í nýtt hlutverk hjá Fram Íslendingar völtuðu yfir Mexíkó á HM Sjá meira