Phelps styður Biles: Í lagi að vera ekki í lagi Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 28. júlí 2021 11:30 Simone Biles og stöllur hennar í bandaríska liðinu urðu að sætta sig við silfur í liðakeppninni í gær. getty/Mustafa Yalcin Sigursælasti keppandi í sögu Ólympíuleikanna, Michael Phelps, styður ákvörðun fimleikastjörnunnar Simone Biles um að draga sig úr keppni í úrslitum fjölþrautarinnar á leikunum í Tókýó. Biles dró sig úr leik eftir eina grein í liðakeppninni í gær vegna andlegs álags. Hún hefur nú ákveðið að draga sig úr keppni í fjölþrautinni sem fer fram á morgun. Ekki er útilokað að hún keppi í úrslitum á einstökum áhöldum í næstu viku. Phelps, sem vann 23 Ólympíugull í sundi á sínum tíma, segist skilja ákvörðun Biles. „Ólympíuleikarnir eru yfirþyrmandi. Það eru miklar tilfinningar í spilunum og þetta kramdi hjartað í mér. En ef þú horfir á þetta, margir hafa rætt um andlega heilsu undanfarna átján mánuði,“ sagði Phelps. Fyrir nokkrum árum greindi Phelps frá glímu sinni við þunglyndi og að hann hafi íhugað sjálfsmorð eftir Ólympíuleikana 2012. „Við erum mennsk, ekki satt? Enginn er fullkominn og það er í lagi að vera ekki í lagi. Það er í lagi að fara upp og niður og vera í andlegum rússíbana. Það mikilvægasta er samt að við þurfum öll að biðja um hjálp þegar við göngum í gegnum svona erfiðleika. Það var mjög krefjandi fyrir mig. Mér reyndist erfitt að biðja um hjálp. Eins og Simone sagði fannst mér ég vera með heiminn á herðunum. Þetta er erfið staða,“ sagði Phelps. Michael Phelps vann 28 verðlaun á Ólympíuleikum, þar af 23 gull.getty/Adam Pretty „Við þurfum einhvern sem við getum treyst. Einhvern sem getur leyft okkur að vera við sjálf og hlustað. Leyft okkur að vera varnarlaus. Einhver sem ætlar ekki að reyna að laga okkur. Við berum þungar byrðar sem er krefjandi, sérstaklega þegar kastljósið beinist að okkur og væntingarnar eru miklar.“ Phelps vonast til að skrefið sem Biles hjálpi öðru íþróttafólki og opni umræðuna um andlega heilsu enn frekar. „Vonandi er þetta tækifæri fyrir okkur að stökkva um borð og opna þetta enn meira. Þetta er svo miklu stærra en okkur grunar. Þegar ég hóf þessa vegferð fyrir fimm árum vissi ég að þetta væri stórt og krefjandi. Fimm árum síðar er þetta enn stærra en mig óraði fyrir. Svo þetta tekur langan tíma, útheimtir mikla vinnu og fólk er tilbúið að hjálpa. Ef við hugum ekki að bæði andlegri og líkamlegri heilsu hvernig eigum við að vera hundrað prósent?“ sagði Phelps. Fimleikar Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Bandaríkin Mest lesið „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Enski boltinn Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein Fótbolti Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Enski boltinn Aðeins of mikið af því góða fyrir Gumma Ben og félaga Fótbolti Sjáðu vítadóminn sem bjargaði Liverpool og mörk úr Meistaradeildinni Fótbolti Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Enski boltinn Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ Enski boltinn „Ekki gleyma mér“ Enski boltinn „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Komið á óvart með glæsilegu mömmuherbergi Henry ekki hrifinn af hegðun Arsenal-manna í leikslok Fanndís leggur skóna á hilluna Sádi-arabísk félög sögð vilja kaupa Mo Salah Svona var fundur Blika fyrir slaginn mikilvæga „Ekki gleyma mér“ Aðeins of mikið af því góða fyrir Gumma Ben og félaga Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ „Ég er yfirleitt ekki með neinn kjaft“ Spilaði dauðadrukkinn í átta leikjum Sjáðu fullkomna þrennu Söndru Maríu „Hvað getur Slot gert?“ Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Sjáðu vítadóminn sem bjargaði Liverpool og mörk úr Meistaradeildinni „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Lögregla með rassíu hjá argentínska sambandinu Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Hóta því að skrópa á Ólympíuleikana Dagskráin í dag: Stórleikur í Meistaradeildinni og Bónus deildin Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Stefán Teitur spilaði í jafntefli gegn toppliðinu Öruggur sigur Tottenham og markaveisla í Hollandi Leik lokið: Ármann 70 - 106 Grindavík | Stórsigur Grindavíkur á lánlausum nýliðum Leik Lokið: Haukar 86 - 92 KR | Nýliðarnir höfðu betur gegn meisturunum Chelsea glutraði niður forystu og tapaði Kounde kveikti í endurkomu Börsunga Dramatískur sigur Liverpool án Salah Norska landsliðið flaug áfram í undanúrslit Sjá meira
Biles dró sig úr leik eftir eina grein í liðakeppninni í gær vegna andlegs álags. Hún hefur nú ákveðið að draga sig úr keppni í fjölþrautinni sem fer fram á morgun. Ekki er útilokað að hún keppi í úrslitum á einstökum áhöldum í næstu viku. Phelps, sem vann 23 Ólympíugull í sundi á sínum tíma, segist skilja ákvörðun Biles. „Ólympíuleikarnir eru yfirþyrmandi. Það eru miklar tilfinningar í spilunum og þetta kramdi hjartað í mér. En ef þú horfir á þetta, margir hafa rætt um andlega heilsu undanfarna átján mánuði,“ sagði Phelps. Fyrir nokkrum árum greindi Phelps frá glímu sinni við þunglyndi og að hann hafi íhugað sjálfsmorð eftir Ólympíuleikana 2012. „Við erum mennsk, ekki satt? Enginn er fullkominn og það er í lagi að vera ekki í lagi. Það er í lagi að fara upp og niður og vera í andlegum rússíbana. Það mikilvægasta er samt að við þurfum öll að biðja um hjálp þegar við göngum í gegnum svona erfiðleika. Það var mjög krefjandi fyrir mig. Mér reyndist erfitt að biðja um hjálp. Eins og Simone sagði fannst mér ég vera með heiminn á herðunum. Þetta er erfið staða,“ sagði Phelps. Michael Phelps vann 28 verðlaun á Ólympíuleikum, þar af 23 gull.getty/Adam Pretty „Við þurfum einhvern sem við getum treyst. Einhvern sem getur leyft okkur að vera við sjálf og hlustað. Leyft okkur að vera varnarlaus. Einhver sem ætlar ekki að reyna að laga okkur. Við berum þungar byrðar sem er krefjandi, sérstaklega þegar kastljósið beinist að okkur og væntingarnar eru miklar.“ Phelps vonast til að skrefið sem Biles hjálpi öðru íþróttafólki og opni umræðuna um andlega heilsu enn frekar. „Vonandi er þetta tækifæri fyrir okkur að stökkva um borð og opna þetta enn meira. Þetta er svo miklu stærra en okkur grunar. Þegar ég hóf þessa vegferð fyrir fimm árum vissi ég að þetta væri stórt og krefjandi. Fimm árum síðar er þetta enn stærra en mig óraði fyrir. Svo þetta tekur langan tíma, útheimtir mikla vinnu og fólk er tilbúið að hjálpa. Ef við hugum ekki að bæði andlegri og líkamlegri heilsu hvernig eigum við að vera hundrað prósent?“ sagði Phelps.
Fimleikar Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Bandaríkin Mest lesið „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Enski boltinn Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein Fótbolti Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Enski boltinn Aðeins of mikið af því góða fyrir Gumma Ben og félaga Fótbolti Sjáðu vítadóminn sem bjargaði Liverpool og mörk úr Meistaradeildinni Fótbolti Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Enski boltinn Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ Enski boltinn „Ekki gleyma mér“ Enski boltinn „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Komið á óvart með glæsilegu mömmuherbergi Henry ekki hrifinn af hegðun Arsenal-manna í leikslok Fanndís leggur skóna á hilluna Sádi-arabísk félög sögð vilja kaupa Mo Salah Svona var fundur Blika fyrir slaginn mikilvæga „Ekki gleyma mér“ Aðeins of mikið af því góða fyrir Gumma Ben og félaga Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ „Ég er yfirleitt ekki með neinn kjaft“ Spilaði dauðadrukkinn í átta leikjum Sjáðu fullkomna þrennu Söndru Maríu „Hvað getur Slot gert?“ Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Sjáðu vítadóminn sem bjargaði Liverpool og mörk úr Meistaradeildinni „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Lögregla með rassíu hjá argentínska sambandinu Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Hóta því að skrópa á Ólympíuleikana Dagskráin í dag: Stórleikur í Meistaradeildinni og Bónus deildin Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Stefán Teitur spilaði í jafntefli gegn toppliðinu Öruggur sigur Tottenham og markaveisla í Hollandi Leik lokið: Ármann 70 - 106 Grindavík | Stórsigur Grindavíkur á lánlausum nýliðum Leik Lokið: Haukar 86 - 92 KR | Nýliðarnir höfðu betur gegn meisturunum Chelsea glutraði niður forystu og tapaði Kounde kveikti í endurkomu Börsunga Dramatískur sigur Liverpool án Salah Norska landsliðið flaug áfram í undanúrslit Sjá meira