Phelps styður Biles: Í lagi að vera ekki í lagi Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 28. júlí 2021 11:30 Simone Biles og stöllur hennar í bandaríska liðinu urðu að sætta sig við silfur í liðakeppninni í gær. getty/Mustafa Yalcin Sigursælasti keppandi í sögu Ólympíuleikanna, Michael Phelps, styður ákvörðun fimleikastjörnunnar Simone Biles um að draga sig úr keppni í úrslitum fjölþrautarinnar á leikunum í Tókýó. Biles dró sig úr leik eftir eina grein í liðakeppninni í gær vegna andlegs álags. Hún hefur nú ákveðið að draga sig úr keppni í fjölþrautinni sem fer fram á morgun. Ekki er útilokað að hún keppi í úrslitum á einstökum áhöldum í næstu viku. Phelps, sem vann 23 Ólympíugull í sundi á sínum tíma, segist skilja ákvörðun Biles. „Ólympíuleikarnir eru yfirþyrmandi. Það eru miklar tilfinningar í spilunum og þetta kramdi hjartað í mér. En ef þú horfir á þetta, margir hafa rætt um andlega heilsu undanfarna átján mánuði,“ sagði Phelps. Fyrir nokkrum árum greindi Phelps frá glímu sinni við þunglyndi og að hann hafi íhugað sjálfsmorð eftir Ólympíuleikana 2012. „Við erum mennsk, ekki satt? Enginn er fullkominn og það er í lagi að vera ekki í lagi. Það er í lagi að fara upp og niður og vera í andlegum rússíbana. Það mikilvægasta er samt að við þurfum öll að biðja um hjálp þegar við göngum í gegnum svona erfiðleika. Það var mjög krefjandi fyrir mig. Mér reyndist erfitt að biðja um hjálp. Eins og Simone sagði fannst mér ég vera með heiminn á herðunum. Þetta er erfið staða,“ sagði Phelps. Michael Phelps vann 28 verðlaun á Ólympíuleikum, þar af 23 gull.getty/Adam Pretty „Við þurfum einhvern sem við getum treyst. Einhvern sem getur leyft okkur að vera við sjálf og hlustað. Leyft okkur að vera varnarlaus. Einhver sem ætlar ekki að reyna að laga okkur. Við berum þungar byrðar sem er krefjandi, sérstaklega þegar kastljósið beinist að okkur og væntingarnar eru miklar.“ Phelps vonast til að skrefið sem Biles hjálpi öðru íþróttafólki og opni umræðuna um andlega heilsu enn frekar. „Vonandi er þetta tækifæri fyrir okkur að stökkva um borð og opna þetta enn meira. Þetta er svo miklu stærra en okkur grunar. Þegar ég hóf þessa vegferð fyrir fimm árum vissi ég að þetta væri stórt og krefjandi. Fimm árum síðar er þetta enn stærra en mig óraði fyrir. Svo þetta tekur langan tíma, útheimtir mikla vinnu og fólk er tilbúið að hjálpa. Ef við hugum ekki að bæði andlegri og líkamlegri heilsu hvernig eigum við að vera hundrað prósent?“ sagði Phelps. Fimleikar Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Bandaríkin Mest lesið Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ Sport Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Bein útsending: Dregið í Þjóðadeildarumspilið Fótbolti Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Enski boltinn Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Íslenski boltinn Sjöunda og stærsta Icebox-kvöldið: „Klikkað að sjá að Ísland geti þetta“ Sport „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti Fleiri fréttir Bein útsending: Dregið í Þjóðadeildarumspilið „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Sjöunda og stærsta Icebox-kvöldið: „Klikkað að sjá að Ísland geti þetta“ Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Dagskráin: Stærsta boxmót ársins á Íslandi Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM SSÍ: Vantar sem fyrst innisundlaugar á Akranesi og Akureyri Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Sjá meira
Biles dró sig úr leik eftir eina grein í liðakeppninni í gær vegna andlegs álags. Hún hefur nú ákveðið að draga sig úr keppni í fjölþrautinni sem fer fram á morgun. Ekki er útilokað að hún keppi í úrslitum á einstökum áhöldum í næstu viku. Phelps, sem vann 23 Ólympíugull í sundi á sínum tíma, segist skilja ákvörðun Biles. „Ólympíuleikarnir eru yfirþyrmandi. Það eru miklar tilfinningar í spilunum og þetta kramdi hjartað í mér. En ef þú horfir á þetta, margir hafa rætt um andlega heilsu undanfarna átján mánuði,“ sagði Phelps. Fyrir nokkrum árum greindi Phelps frá glímu sinni við þunglyndi og að hann hafi íhugað sjálfsmorð eftir Ólympíuleikana 2012. „Við erum mennsk, ekki satt? Enginn er fullkominn og það er í lagi að vera ekki í lagi. Það er í lagi að fara upp og niður og vera í andlegum rússíbana. Það mikilvægasta er samt að við þurfum öll að biðja um hjálp þegar við göngum í gegnum svona erfiðleika. Það var mjög krefjandi fyrir mig. Mér reyndist erfitt að biðja um hjálp. Eins og Simone sagði fannst mér ég vera með heiminn á herðunum. Þetta er erfið staða,“ sagði Phelps. Michael Phelps vann 28 verðlaun á Ólympíuleikum, þar af 23 gull.getty/Adam Pretty „Við þurfum einhvern sem við getum treyst. Einhvern sem getur leyft okkur að vera við sjálf og hlustað. Leyft okkur að vera varnarlaus. Einhver sem ætlar ekki að reyna að laga okkur. Við berum þungar byrðar sem er krefjandi, sérstaklega þegar kastljósið beinist að okkur og væntingarnar eru miklar.“ Phelps vonast til að skrefið sem Biles hjálpi öðru íþróttafólki og opni umræðuna um andlega heilsu enn frekar. „Vonandi er þetta tækifæri fyrir okkur að stökkva um borð og opna þetta enn meira. Þetta er svo miklu stærra en okkur grunar. Þegar ég hóf þessa vegferð fyrir fimm árum vissi ég að þetta væri stórt og krefjandi. Fimm árum síðar er þetta enn stærra en mig óraði fyrir. Svo þetta tekur langan tíma, útheimtir mikla vinnu og fólk er tilbúið að hjálpa. Ef við hugum ekki að bæði andlegri og líkamlegri heilsu hvernig eigum við að vera hundrað prósent?“ sagði Phelps.
Fimleikar Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Bandaríkin Mest lesið Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ Sport Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Bein útsending: Dregið í Þjóðadeildarumspilið Fótbolti Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Enski boltinn Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Íslenski boltinn Sjöunda og stærsta Icebox-kvöldið: „Klikkað að sjá að Ísland geti þetta“ Sport „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti Fleiri fréttir Bein útsending: Dregið í Þjóðadeildarumspilið „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Sjöunda og stærsta Icebox-kvöldið: „Klikkað að sjá að Ísland geti þetta“ Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Dagskráin: Stærsta boxmót ársins á Íslandi Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM SSÍ: Vantar sem fyrst innisundlaugar á Akranesi og Akureyri Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Sjá meira