Hætt við að keppa: Biles mun ekki verja Ólympíutitil sinn í fjölþrautinni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. júlí 2021 06:57 Simone Biles fylgist spennt með í liðakeppninni í gær. Með henni er Grace McCallum, liðsfélagi hennar í bandaríska liðinu. AP/Ashley Landis Bandaríska fimleikastjarnan Simone Biles mun ekki keppa í úrslitum fjölþrautarinnar á morgun á Ólympíuleikunum í Tókýó. Biles hefur ákveðið að draga sig úr keppni þar alveg eins og hún gerði í miðri liðakeppninni í gær. Hún gerir það til að huga að andlegri heilsu sinni. Simone Biles opts not to defend gymnastics title at #Olympics https://t.co/ij9TsHtRgW pic.twitter.com/FqCr3mbdJ9— Guardian sport (@guardian_sport) July 28, 2021 Fimleikasamband Bandaríkjanna gaf út yfirlýsingu þar sem kemur fram að Biles hafi ákveðið að keppa ekki. Hún er ekki búin að útiloka það að keppa í úrslitum á einstökum áhöldum í næstu viku. Hin 24 ára gamla Biles er besta fimleikakona heims og vann fjögur Ólympíugull á leikunum í Ríó fyrir fimm árum. Væntingarnar til hennar í ár voru gríðarlega miklar og það er ljóst að þessi mikla pressa hefur orðið henni ofviða. Álagið hefur ekki minnkað við það að Biles er á fullu á samfélagsmiðlum og það minnkaði ekkert þótt hún væri mætt til Tókýó. After further medical evaluation, Simone Biles has withdrawn from the final individual all-around competition. We wholeheartedly support Simone s decision and applaud her bravery in prioritizing her well-being. Her courage shows, yet again, why she is a role model for so many. pic.twitter.com/6ILdtSQF7o— USA Gymnastics (@USAGym) July 28, 2021 Biles var með besta árangurinn í undankeppninni og allir töldu að gullverðlaunin væru hennar. Nú opnast dyrnar fyrir aðrar fimleikakonur að komast út úr skugga hinnar bandarísku. Hver þjóð má aðeins eiga tvo fulltrúa í úrslitum og því mun Jade Carey, sem var með níunda besta árangurinn í undankeppninni, taka sæti Biles í úrslitum fjölþrautarinnar. Fimleikar Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Bandaríkin Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Leik lokið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Handbolti Dramatík í Manchester Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi Íslenski boltinn Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Körfubolti Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Enski boltinn Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum Körfubolti Fleiri fréttir „Svona er úrslitakeppnin“ ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ KA Íslandsmeistari kvenna í blaki: Unnu allt sem hægt var að vinna Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Ætla að leyfa mér að vona að við séum að nálgast“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Olmo hetja Börsunga Elvar Örn frábær þegar Melsungen marði sigur Leik lokið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Dramatík í Manchester Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Anton og Jónas dæma stórleikinn í Ungverjalandi Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Komin átta mánuði á leið en kláraði fimm kílómetra á tuttugu mínútum Falko áfram í Breiðholtinu Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Sjá meira
Biles hefur ákveðið að draga sig úr keppni þar alveg eins og hún gerði í miðri liðakeppninni í gær. Hún gerir það til að huga að andlegri heilsu sinni. Simone Biles opts not to defend gymnastics title at #Olympics https://t.co/ij9TsHtRgW pic.twitter.com/FqCr3mbdJ9— Guardian sport (@guardian_sport) July 28, 2021 Fimleikasamband Bandaríkjanna gaf út yfirlýsingu þar sem kemur fram að Biles hafi ákveðið að keppa ekki. Hún er ekki búin að útiloka það að keppa í úrslitum á einstökum áhöldum í næstu viku. Hin 24 ára gamla Biles er besta fimleikakona heims og vann fjögur Ólympíugull á leikunum í Ríó fyrir fimm árum. Væntingarnar til hennar í ár voru gríðarlega miklar og það er ljóst að þessi mikla pressa hefur orðið henni ofviða. Álagið hefur ekki minnkað við það að Biles er á fullu á samfélagsmiðlum og það minnkaði ekkert þótt hún væri mætt til Tókýó. After further medical evaluation, Simone Biles has withdrawn from the final individual all-around competition. We wholeheartedly support Simone s decision and applaud her bravery in prioritizing her well-being. Her courage shows, yet again, why she is a role model for so many. pic.twitter.com/6ILdtSQF7o— USA Gymnastics (@USAGym) July 28, 2021 Biles var með besta árangurinn í undankeppninni og allir töldu að gullverðlaunin væru hennar. Nú opnast dyrnar fyrir aðrar fimleikakonur að komast út úr skugga hinnar bandarísku. Hver þjóð má aðeins eiga tvo fulltrúa í úrslitum og því mun Jade Carey, sem var með níunda besta árangurinn í undankeppninni, taka sæti Biles í úrslitum fjölþrautarinnar.
Fimleikar Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Bandaríkin Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Leik lokið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Handbolti Dramatík í Manchester Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi Íslenski boltinn Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Körfubolti Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Enski boltinn Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum Körfubolti Fleiri fréttir „Svona er úrslitakeppnin“ ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ KA Íslandsmeistari kvenna í blaki: Unnu allt sem hægt var að vinna Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Ætla að leyfa mér að vona að við séum að nálgast“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Olmo hetja Börsunga Elvar Örn frábær þegar Melsungen marði sigur Leik lokið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Dramatík í Manchester Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Anton og Jónas dæma stórleikinn í Ungverjalandi Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Komin átta mánuði á leið en kláraði fimm kílómetra á tuttugu mínútum Falko áfram í Breiðholtinu Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Sjá meira