„Fáránlegt að við þurfum að borga fyrir að spila ekki í bikiníbuxum“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 27. júlí 2021 13:30 Tonje Lerstad er markvörður norska strandhandboltaliðsins. instagram síða Tonje Lerstad Tonje Lerstad, markvörður norska strandhandboltaliðsins, er þakklát fyrir stuðninginn sem liðinu hefur borist síðustu daga, meðal annars frá söngkonunni Pink. Norska liðið fékk sekt frá Evrópska handknattleikssambandinu, EHF, fyrir að spila í stuttbuxum en ekki bikiníbuxum í lokaleik sínum á EM í Búlgaríu um þarsíðustu helgi. Málið hefur vakið mikla athygli og Lersted ræddi deilu norska liðsins og EHF við BBC. „Það er fáránlegt að við þurfum að borga fyrir að spila ekki í bikiníbuxum,“ sagði Lersted. Sektin frá EHF var 1.500 evrur, eða 220 þúsund íslenskar krónur. Bandaríska söngkonan lýsti yfir stuðningi við norska liðið á Twitter og bauðst til að borga sektina sem það fékk frá EHF. I m VERY proud of the Norwegian female beach handball team FOR PROTESTING THE VERY SEXIST RULES ABOUT THEIR uniform . The European handball federation SHOULD BE FINED FOR SEXISM. Good on ya, ladies. I ll be happy to pay your fines for you. Keep it up.— P!nk (@Pink) July 25, 2021 „Þetta er brjálað. Okkur var brugðið en þetta eru svo mikilvæg skilaboð og okkur þykir vænt um þetta,“ sagði Lerstad. Pink þarf reyndar ekki að borga sekt norska liðsins því norska handknattleikssambandið ætlar að gera það. Lerstad og stöllur hennar eru samt þakklátar söngkonunni vinsælu. „Hún þarf ekki að borga sektina en hún má gefa okkur miða á tónleika og við getum þá hist í stuttbuxunum okkar,“ sagði Lerstad í léttum dúr. „Það hafa svo margir boðist til að borga sektina að kannski ættum við að opna stóran bankareikning,“ bætti markvörðurinn við. Lerstad segir að norska liðið hafi fengið stuðning frá öðrum liðum og hún trúir ekki öðru en að reglunum um klæðaburð á mótum í strandhandbolta verði breytt. EHF hefur sagst ætla að taka málið fyrir. Norðmenn fagna þó ekki strax enda hefur norska handknattleikssambandið lengi talað fyrir daufum eyrum þegar kemur að því að breyta reglunum umdeildu. Í viðtalinu við BBC var Lerstad loks spurð hvort norska liðið myndi spila í stuttbuxum á HM í strandhandbolta. „Já, klárlega,“ sagði markvörðurinn ákveðinn. Handbolti Norski handboltinn Mest lesið „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Handbolti Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Körfubolti Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Handbolti Áhyggjufullir nágrannar hringdu í lögregluna Fótbolti Aron Einar og Lúkas í fyrsta hópi Arnars Fótbolti Segir að Maradona hafi búið í hryllingshúsi síðustu ævidagana Fótbolti Svona var fyrsti blaðamannafundur Arnars Fótbolti Skiptir úr sálfræðinni í Duolingo Handbolti Ósáttur fótboltapabbi skaut þjálfarann Sport Orri nýr fyrirliði Íslands Fótbolti Fleiri fréttir „Frábært að fá fleiri gaura inn í systemið“ „Finnst við hafa sýnt hversu góðir við erum“ Í beinni: Fram - Haukar | Endurtekning á bikarúrslitaleiknum Hálfleiksræða Dags kveikti á króatíska liðinu Gísli og Ómar gerðir útlægir vegna skautasýningar Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Ljónin staðfesta komu Hauks rétt fyrir landsleik „Það dugar yfirleitt til að spila handboltaleik“ Velta því fyrir sér hvort fimmtán ára HK-ingur hafi skorað mark ársins Skiptir úr sálfræðinni í Duolingo Strákarnir sem mæta Grikkjum í dag: Margir aðalleikarar utan hóps „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Prentuðu Dag Sig og strákana hans á frímerki Aron enn einn lykilmaðurinn sem missir af Grikklandsleiknum Aldís Ásta og félagar fóru illa með liðið fyrir neðan þær í töflunni Eftirmaður Þóris segir stelpurnar þurfa að æfa sig í að senda og grípa „Við erum of mistækir“ Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Stjarnan tryggði sér sæti í úrslitakeppninni Uppgjörið: FH - Afturelding 34-29 | Heimamenn endurheimtu toppsætið Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Danski dómarinn aftur á börum af velli Valur tímabundið á toppinn Gauti bjargaði stigi en ÍR færist fjær botninum Engir Íslendingar en samt ekkert vandamál hjá Melsungen í kvöld Elliði markahæstur í stórsigri Gummersbach Orri skoraði mark umferðarinnar í Meistaradeildinni Tekur hatt sinn ofan fyrir Söndru sem kveður Jóhannes Berg fer til Arnórs í Danmörku Ekki hættur í þjálfun Sjá meira
Norska liðið fékk sekt frá Evrópska handknattleikssambandinu, EHF, fyrir að spila í stuttbuxum en ekki bikiníbuxum í lokaleik sínum á EM í Búlgaríu um þarsíðustu helgi. Málið hefur vakið mikla athygli og Lersted ræddi deilu norska liðsins og EHF við BBC. „Það er fáránlegt að við þurfum að borga fyrir að spila ekki í bikiníbuxum,“ sagði Lersted. Sektin frá EHF var 1.500 evrur, eða 220 þúsund íslenskar krónur. Bandaríska söngkonan lýsti yfir stuðningi við norska liðið á Twitter og bauðst til að borga sektina sem það fékk frá EHF. I m VERY proud of the Norwegian female beach handball team FOR PROTESTING THE VERY SEXIST RULES ABOUT THEIR uniform . The European handball federation SHOULD BE FINED FOR SEXISM. Good on ya, ladies. I ll be happy to pay your fines for you. Keep it up.— P!nk (@Pink) July 25, 2021 „Þetta er brjálað. Okkur var brugðið en þetta eru svo mikilvæg skilaboð og okkur þykir vænt um þetta,“ sagði Lerstad. Pink þarf reyndar ekki að borga sekt norska liðsins því norska handknattleikssambandið ætlar að gera það. Lerstad og stöllur hennar eru samt þakklátar söngkonunni vinsælu. „Hún þarf ekki að borga sektina en hún má gefa okkur miða á tónleika og við getum þá hist í stuttbuxunum okkar,“ sagði Lerstad í léttum dúr. „Það hafa svo margir boðist til að borga sektina að kannski ættum við að opna stóran bankareikning,“ bætti markvörðurinn við. Lerstad segir að norska liðið hafi fengið stuðning frá öðrum liðum og hún trúir ekki öðru en að reglunum um klæðaburð á mótum í strandhandbolta verði breytt. EHF hefur sagst ætla að taka málið fyrir. Norðmenn fagna þó ekki strax enda hefur norska handknattleikssambandið lengi talað fyrir daufum eyrum þegar kemur að því að breyta reglunum umdeildu. Í viðtalinu við BBC var Lerstad loks spurð hvort norska liðið myndi spila í stuttbuxum á HM í strandhandbolta. „Já, klárlega,“ sagði markvörðurinn ákveðinn.
Handbolti Norski handboltinn Mest lesið „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Handbolti Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Körfubolti Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Handbolti Áhyggjufullir nágrannar hringdu í lögregluna Fótbolti Aron Einar og Lúkas í fyrsta hópi Arnars Fótbolti Segir að Maradona hafi búið í hryllingshúsi síðustu ævidagana Fótbolti Svona var fyrsti blaðamannafundur Arnars Fótbolti Skiptir úr sálfræðinni í Duolingo Handbolti Ósáttur fótboltapabbi skaut þjálfarann Sport Orri nýr fyrirliði Íslands Fótbolti Fleiri fréttir „Frábært að fá fleiri gaura inn í systemið“ „Finnst við hafa sýnt hversu góðir við erum“ Í beinni: Fram - Haukar | Endurtekning á bikarúrslitaleiknum Hálfleiksræða Dags kveikti á króatíska liðinu Gísli og Ómar gerðir útlægir vegna skautasýningar Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Ljónin staðfesta komu Hauks rétt fyrir landsleik „Það dugar yfirleitt til að spila handboltaleik“ Velta því fyrir sér hvort fimmtán ára HK-ingur hafi skorað mark ársins Skiptir úr sálfræðinni í Duolingo Strákarnir sem mæta Grikkjum í dag: Margir aðalleikarar utan hóps „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Prentuðu Dag Sig og strákana hans á frímerki Aron enn einn lykilmaðurinn sem missir af Grikklandsleiknum Aldís Ásta og félagar fóru illa með liðið fyrir neðan þær í töflunni Eftirmaður Þóris segir stelpurnar þurfa að æfa sig í að senda og grípa „Við erum of mistækir“ Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Stjarnan tryggði sér sæti í úrslitakeppninni Uppgjörið: FH - Afturelding 34-29 | Heimamenn endurheimtu toppsætið Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Danski dómarinn aftur á börum af velli Valur tímabundið á toppinn Gauti bjargaði stigi en ÍR færist fjær botninum Engir Íslendingar en samt ekkert vandamál hjá Melsungen í kvöld Elliði markahæstur í stórsigri Gummersbach Orri skoraði mark umferðarinnar í Meistaradeildinni Tekur hatt sinn ofan fyrir Söndru sem kveður Jóhannes Berg fer til Arnórs í Danmörku Ekki hættur í þjálfun Sjá meira
Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Handbolti
Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Handbolti