Fjölbreytt atvinna fyrir alla! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar 24. júlí 2021 14:31 Öflugt atvinnulíf er grunnur að sterku samfélagi, á þeim grunni byggjum við öflugt velferðarkerfi með góðri menntun og ríku menningarlífi. Það kom skýrt í ljós í Covid kreppunni þegar fjöldi fólks missti vinnuna, hve mikilvægt það er að byggja upp fjölbreytt atvinnulíf og sýna viðbragðsflýti þegar kreppir að. Við brugðumst við af krafti með öflugum vinnumarkaðsaðgerðum, brúuðum bilið og vorum tilbúin þegar landið byrjaði að rísa að nýju. Það er okkur að takast vel og sýnir að samstilltar aðgerðir verkalýðshreyfingar, atvinnulífsins og ríkisstjórnarinnar með þátttöku almennings í landinu eru að skila árangri. Nú eru aftur blikur á lofti hvað Covid varðar en þá er bara að spýta í lófana og taka enn einn snúninginn, við kunnum sporin og vitum að saman skilum við bestum árangri. Það er full ástæða til bjartsýni. Á þessu kjörtímabili höfum við verið að styrkja innviði landsins og leggja grunn að enn fjölbreyttara atvinnulífi um land allt með fjármagnaðri öflugri nýsköpunarstefnu sem nær til landsins alls og snertir allar greinar til sjávar og sveita, ferðaþjónustu eða menningu. Það skiptir máli að leyfa öllum atvinnugreinum að þróast og blómstra, stórum sem og smáum því sprotarnir vaxa og verða burðugir, það er mikilvægt í okkar dreifbýla landi að skapa slík skilyrði svo að fjölbreytt fyrirtæki fái blómstrað, skapi störf og efli búsetuskilyrði og atvinnuöryggi. Með ljósleiðaravæðingu og háhraðatengingum um land allt eru skilyrðin orðin allt önnur til að skapa sér vinnu hvar sem er á landinu og setja niður fyrirtæki eða útibú, þar á hið opinbera að ganga fram með góðu fordæmi, ekki síður en einkaaðilar. Reynslan í Covid hefur sýnt að viljinn er allt sem þarf til að gera alvöru út störfum án staðsetninga. Ekki síður mikilvæg eru þau störf sem að fyrir eru, og hafa komið til vegna baráttu stjórnmálamanna. Það var því mikið fagnaðarefni nýverið þegar tókst að tryggja afla til Strandveiða út sumarið 2021 og baráttan skilaði sér að lokum. Hvert einasta starf skiptir miklu máli og mikilvægt að atvinnulífið fái tækifæri til að nýta staðbundnar auðlindir og tækifæri til atvinnusköpunar á sjálfbærann máta líkt og á við um strandveiðar. Við í VG leggjum alla áherslu á að 48 dagar verði tryggðir til framtíðar með nægum aflaheimildum svo treysta megi strandveiðar enn frekar og skapa nauðsynlegan fyrirsjáanleika við veiðarnar. Ég tel það nauðsynlegt að eiða óvissu enda stóð aldrei annað til þegar við breyttum Strandveiðum í dagakerfi árið 2019. Allt leggst þetta saman og eykur fjölbreytni og styrkir búsetuskilyrði. Ég mun setja atvinnumál, kjör launafólks og starfsskilyrði víðsvegar um landið á oddinn í kosningabaráttunni framundan, ég trúi því að þannig treystum við byggð og búsetu um allt land! Höfundur er formaður atvinnuveganefndar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Alþingiskosningar 2021 Lilja Rafney Magnúsdóttir Vinnumarkaður Mest lesið Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson Skoðun Ef þetta er ekki þrælahald – hvað er það þá? Ágústa Árnadóttir Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir Skoðun 3,7 milljarða skattalækkun í Hafnarfirði Orri Björnsson Skoðun Af hverju þurfa börn að borga í strætó? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Flóttamannavegurinn er loksins fundinn Árni Rúnar Þorvaldsson Skoðun Stúka við Kórinn mun skera niður framtíð HK í fótbolta! Ómar Stefánsson Skoðun Skoðun Skoðun Stúka við Kórinn mun skera niður framtíð HK í fótbolta! Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Hlúum að hjarta skólans skrifar Skoðun Ef þetta er ekki þrælahald – hvað er það þá? Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun Af hverju þurfa börn að borga í strætó? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flóttamannavegurinn er loksins fundinn Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður fyrir fólk á öllum æviskeiðum Helga Björg Loftsdóttir skrifar Skoðun 3,7 milljarða skattalækkun í Hafnarfirði Orri Björnsson skrifar Skoðun Nokkur orð um rekstrarkostnað Arnar Már Jóhannesson,Ásgerður Ágústsdóttir skrifar Skoðun ESB er (enn) ekki varnarbandalag Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Suðurlandsbraut á skilið umhverfismat Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Loforðin ein vinna ekki á verðbólgunni Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ástæða góðs árangurs í handbolta Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Skaðlegt stafrænt umhverfi barna Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verkefnið Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Súkkulaðisnúðurinn segir sannleikann Björn Ólafsson skrifar Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar Skoðun Setjum ekki skátastarf á varamannabekkinn Óskar Eiríksson skrifar Skoðun Björg fyrir Reykvíkinga Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir,Þórey Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Enn má Daði leiðrétta Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ég sá Jesú í fréttunum Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Ógnarstjórn talmafíunnar Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi með reynslu, kjark og mannlega nálgun Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Hundrað–múrinn rofinn! Anna Björg Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert stefnum við? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Hrunamannahreppur 5 - Kópavogur 0 Gunnar Gylfason skrifar Sjá meira
Öflugt atvinnulíf er grunnur að sterku samfélagi, á þeim grunni byggjum við öflugt velferðarkerfi með góðri menntun og ríku menningarlífi. Það kom skýrt í ljós í Covid kreppunni þegar fjöldi fólks missti vinnuna, hve mikilvægt það er að byggja upp fjölbreytt atvinnulíf og sýna viðbragðsflýti þegar kreppir að. Við brugðumst við af krafti með öflugum vinnumarkaðsaðgerðum, brúuðum bilið og vorum tilbúin þegar landið byrjaði að rísa að nýju. Það er okkur að takast vel og sýnir að samstilltar aðgerðir verkalýðshreyfingar, atvinnulífsins og ríkisstjórnarinnar með þátttöku almennings í landinu eru að skila árangri. Nú eru aftur blikur á lofti hvað Covid varðar en þá er bara að spýta í lófana og taka enn einn snúninginn, við kunnum sporin og vitum að saman skilum við bestum árangri. Það er full ástæða til bjartsýni. Á þessu kjörtímabili höfum við verið að styrkja innviði landsins og leggja grunn að enn fjölbreyttara atvinnulífi um land allt með fjármagnaðri öflugri nýsköpunarstefnu sem nær til landsins alls og snertir allar greinar til sjávar og sveita, ferðaþjónustu eða menningu. Það skiptir máli að leyfa öllum atvinnugreinum að þróast og blómstra, stórum sem og smáum því sprotarnir vaxa og verða burðugir, það er mikilvægt í okkar dreifbýla landi að skapa slík skilyrði svo að fjölbreytt fyrirtæki fái blómstrað, skapi störf og efli búsetuskilyrði og atvinnuöryggi. Með ljósleiðaravæðingu og háhraðatengingum um land allt eru skilyrðin orðin allt önnur til að skapa sér vinnu hvar sem er á landinu og setja niður fyrirtæki eða útibú, þar á hið opinbera að ganga fram með góðu fordæmi, ekki síður en einkaaðilar. Reynslan í Covid hefur sýnt að viljinn er allt sem þarf til að gera alvöru út störfum án staðsetninga. Ekki síður mikilvæg eru þau störf sem að fyrir eru, og hafa komið til vegna baráttu stjórnmálamanna. Það var því mikið fagnaðarefni nýverið þegar tókst að tryggja afla til Strandveiða út sumarið 2021 og baráttan skilaði sér að lokum. Hvert einasta starf skiptir miklu máli og mikilvægt að atvinnulífið fái tækifæri til að nýta staðbundnar auðlindir og tækifæri til atvinnusköpunar á sjálfbærann máta líkt og á við um strandveiðar. Við í VG leggjum alla áherslu á að 48 dagar verði tryggðir til framtíðar með nægum aflaheimildum svo treysta megi strandveiðar enn frekar og skapa nauðsynlegan fyrirsjáanleika við veiðarnar. Ég tel það nauðsynlegt að eiða óvissu enda stóð aldrei annað til þegar við breyttum Strandveiðum í dagakerfi árið 2019. Allt leggst þetta saman og eykur fjölbreytni og styrkir búsetuskilyrði. Ég mun setja atvinnumál, kjör launafólks og starfsskilyrði víðsvegar um landið á oddinn í kosningabaráttunni framundan, ég trúi því að þannig treystum við byggð og búsetu um allt land! Höfundur er formaður atvinnuveganefndar.
Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar
Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar
Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar