Þörfin til staðar en samkoman ekki áhættunnar virði Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 24. júlí 2021 11:51 Eva Sigurðardóttir er einn skipuleggjenda Druslugöngunnar. Hún segir að ekki þurfi á göngu að halda til að styðja við þolendur kynferðisofbeldis. Skipuleggjendur Druslugöngunnar í Reykjavík segjast hafa fundið mikla þörf fyrir gönguna í ár. Áhættan af hópamyndun á tvísýnum tíma í kórónuveirufaraldrinum hafi þó verið of mikil og því ákveðið að fresta göngunni. Hún gæti þó farið fram í haust. Ganga átti Druslugönguna í tíunda skipti í dag en hún er gengin árlega til stuðnings þolendum kynferðisofbeldis. Eva Sigurðardóttir, einn skipuleggjenda, segir þau hafa beðið eftir niðurstöðu fundar ríkisstjórnarinnar á Egilsstöðum í gær. Þar varð niðurstaðan 200 manna samkomubann og eins metra regla sem tekur gildi á miðnætti í kvöld. Druslugangan átti að leggja upp frá Hallgrímskirkju klukkan 14 í dag og hefði því getað farið fram enda hafa hertar reglur ekki enn tekið gildi. Töldu sig ekki geta tekið áhættuna „Út frá því og þeim tölum sem hafa verið að koma af smitum sáum við að það væri skynsamlegast að fresta,“ segir Eva. „Okkar stefna er að vekja athygli á afleiðingum hjá öllum, þar með talið viðkvæmustu hópunum,“ segir Eva og vísar til þeirra sem eru í mestri hættu af því að smitast af Covid-19. 95 greindust með veiruna innanlands í gær. 75 þeirra voru utan sóttkvíar. Svo margir hafa ekki greinst hér á landi á þessu ári. Frá Druslugöngunni árið 2019.Druslugangan „Okkur fannst við ekki geta tekið áhættuna á að undir hópamyndun sem hefði getað ýtt undir útbreiðslu.“ Möguleiki er á að Druslugangan verði gengin í Reykjavík síðar á árinu en það verði bara að koma í ljós. Haustið gæti borið með sér druslugöngu „Við höfum svo sem ekki neglt neitt en hittumst í morgun og fórum yfir möguleikana. Það er erfitt að segja til um út frá stöðunni núna enda vitum við ekki hvernig málin þróast. En við munum klárlega reyna,“ segir Eva. Það sé aldrei að vita nema haustið beri með sér druslugöngu. Hún segir það hafa verið erfiða ákvörðun að fresta göngunni. Málefni kynferðisofbeldis hafa verið ofarlega á baugi landsmanna undanfarnar vikur. „Þörfin er klárlega til staðar. Við fundum fyrir því að þessari þörf væri rosalega sterk. Það er mikill meðbyr með þolendum og mikilvægi göngunnar,“ segir Eva. Það þurfi þó enga göngu til að standa með þolendum. Við munum halda áfram að vekja athygli á málstaðnum og hvetjum alla til að gera slíkt hið sama. Eva segist ekki vita betur en að Druslugangan fari fram með óbreyttu sniði á Mærudögum á Húsavík og Bræðslunni á Borgarfirði Eystra. Annað teymi haldi utan um þær göngur, í samvinnu við Reykjavíkurteymið, en þar sé gangan annars eðlis enda mun færra fólk sem taki þátt og auðveldara að halda utan um fjöldann. Druslugangan Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Reykjavík Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Næsta lægð væntanleg á morgun Veður Fleiri fréttir Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Sjá meira
Ganga átti Druslugönguna í tíunda skipti í dag en hún er gengin árlega til stuðnings þolendum kynferðisofbeldis. Eva Sigurðardóttir, einn skipuleggjenda, segir þau hafa beðið eftir niðurstöðu fundar ríkisstjórnarinnar á Egilsstöðum í gær. Þar varð niðurstaðan 200 manna samkomubann og eins metra regla sem tekur gildi á miðnætti í kvöld. Druslugangan átti að leggja upp frá Hallgrímskirkju klukkan 14 í dag og hefði því getað farið fram enda hafa hertar reglur ekki enn tekið gildi. Töldu sig ekki geta tekið áhættuna „Út frá því og þeim tölum sem hafa verið að koma af smitum sáum við að það væri skynsamlegast að fresta,“ segir Eva. „Okkar stefna er að vekja athygli á afleiðingum hjá öllum, þar með talið viðkvæmustu hópunum,“ segir Eva og vísar til þeirra sem eru í mestri hættu af því að smitast af Covid-19. 95 greindust með veiruna innanlands í gær. 75 þeirra voru utan sóttkvíar. Svo margir hafa ekki greinst hér á landi á þessu ári. Frá Druslugöngunni árið 2019.Druslugangan „Okkur fannst við ekki geta tekið áhættuna á að undir hópamyndun sem hefði getað ýtt undir útbreiðslu.“ Möguleiki er á að Druslugangan verði gengin í Reykjavík síðar á árinu en það verði bara að koma í ljós. Haustið gæti borið með sér druslugöngu „Við höfum svo sem ekki neglt neitt en hittumst í morgun og fórum yfir möguleikana. Það er erfitt að segja til um út frá stöðunni núna enda vitum við ekki hvernig málin þróast. En við munum klárlega reyna,“ segir Eva. Það sé aldrei að vita nema haustið beri með sér druslugöngu. Hún segir það hafa verið erfiða ákvörðun að fresta göngunni. Málefni kynferðisofbeldis hafa verið ofarlega á baugi landsmanna undanfarnar vikur. „Þörfin er klárlega til staðar. Við fundum fyrir því að þessari þörf væri rosalega sterk. Það er mikill meðbyr með þolendum og mikilvægi göngunnar,“ segir Eva. Það þurfi þó enga göngu til að standa með þolendum. Við munum halda áfram að vekja athygli á málstaðnum og hvetjum alla til að gera slíkt hið sama. Eva segist ekki vita betur en að Druslugangan fari fram með óbreyttu sniði á Mærudögum á Húsavík og Bræðslunni á Borgarfirði Eystra. Annað teymi haldi utan um þær göngur, í samvinnu við Reykjavíkurteymið, en þar sé gangan annars eðlis enda mun færra fólk sem taki þátt og auðveldara að halda utan um fjöldann.
Druslugangan Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Reykjavík Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Næsta lægð væntanleg á morgun Veður Fleiri fréttir Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Sjá meira