Tugir þúsunda flýja hersveitir frá Tigray Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 22. júlí 2021 14:41 Tugir þúsunda hafa flúið heimili sín síðan uppreisnarhersveitir frá Tigray réðust inn í Afar-hérað. Getty/Minasse Wondimu Hailu Hersveitir uppreisnarmanna í Tigray-héraði hafa ráðist inn í Afar-hérað í Eþíópíu og meira en 54 þúsund hafa flúið heimili sín. Uppreisnarhermennirnir hafa náð völdum á þremur svæðum í héraðinu í þessari viku einni. Uppreisnarhermenn hafa háð baráttu við stjórnarhersveitir Eþíópíu síðan í nóvember en þeir vilja sjálfstæði frá landinu. Átök milli hersveitanna hafa verið harðar undanfarna mánuði en í lok júní flúðu stjórnarhersveitir héraðið. Síðan þá hafa hersveitir hinna níu héraða Eþíópíu yfir stuðningi við stjórnarherinn og sagst ætla að senda hersveitir sínar gegn hersveitum frá Tigray. Uppreisnarhermenn segjast þó ekki ætla að leggja niður vopn fyrr en eþíópíska ríkisstjórnin samþykkir kröfur þeirra. Afar-hérað gegnir mikilvægu hernaðarlegu hlutverki. Í gegn um héraðið liggur þjóðvegur og lestarteinar sem tengja Addis Ababa, höfuðborg Eþíópíu sem er í miðju landinu, við hafnarborgina Djibouti. Að sögn Ahmed Koloyta, upplýsingafulltrúa Afar, gengu uppreisnarhermenn berserksgang um héraðið, brenndu niður hús, fóru ránshendi um heimili og myrtu óbreytta borgara. Hann sýndi þó engin sönnunargögn þess efnis og fréttastofa Reuters gat ekki sannreynt staðhæfingu hans. Debretsion Gebremichael, leiðtogi Frelsisfylkingarinnar (TPLF), sagði í samtali við Reuters í morgun að hersveitir Tigray væru staddar í Afar og að áætlunin sé að beina spjótum að hersveitum Amhara-héraðs, nágrannahéraðs Afar. Hersveitir frá Amhara hafa barist fyrir stjórnarherinn undanfarna mánuði. Eþíópía Hernaður Tengdar fréttir Uppreisnarmenn fagna á götum úti Uppreisnarhersveitir í Tigray héraði, í norðurhluta Eþíópíu, hafa náð völdum að nýju í höfuðborg héraðsins, Mekelle. Það vakti mikla gleði og fögnuðu íbúar á götum úti þegar stjórnarhermenn flúðu borgina. 29. júní 2021 18:20 Her Eþíópíu hörfar og ríkisstjórnin lýsir yfir einhliða vopnahléi Ríkisstjórn Eþíópíu hefur lýst yfir einhliða vopnahléi í Tigray-héraði þar sem harðir bardagar eru sagðir hafa geisað á undanförnum mánuðum. Það var gert í kjölfar þess að forsvarsmenn Frelsisfylkingarinnar, sem stjórnaði Eþíópíu á árum áður, segja að þeir hermenn þeirra hafi náð tökum á borginni Mekelle, höfuðborg héraðsins. 28. júní 2021 19:06 Segja áttatíu hafa farist í loftárásum í Tigray Loftárásir stjórnarhers Eþíópíu hæfðu markað í þorpinu Togoga í Tigray í gærmorgun. Heilbrigðisstarfsmenn á svæðinu segja minnst áttatíu hafa farist í árásinni og að hermenn hafi meinað heilbrigðisstarfsmönnum aðgang að svæðinu til að hlúa að særðum. 23. júní 2021 12:02 Mest lesið Ný forysta Sjálfstæðisflokksins kjörin Innlent Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Innlent „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Innlent Stór alda skall á óheppinn myndatökumann Innlent Gulli hafi loksins unnið formannsslag Innlent Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Innlent „Ótrúlegt“ að tapa með nítján atkvæðum Innlent Fleiri fréttir Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Boris Spassky er látinn Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Öcalan vill leysa upp PKK Sjá meira
Uppreisnarhermenn hafa háð baráttu við stjórnarhersveitir Eþíópíu síðan í nóvember en þeir vilja sjálfstæði frá landinu. Átök milli hersveitanna hafa verið harðar undanfarna mánuði en í lok júní flúðu stjórnarhersveitir héraðið. Síðan þá hafa hersveitir hinna níu héraða Eþíópíu yfir stuðningi við stjórnarherinn og sagst ætla að senda hersveitir sínar gegn hersveitum frá Tigray. Uppreisnarhermenn segjast þó ekki ætla að leggja niður vopn fyrr en eþíópíska ríkisstjórnin samþykkir kröfur þeirra. Afar-hérað gegnir mikilvægu hernaðarlegu hlutverki. Í gegn um héraðið liggur þjóðvegur og lestarteinar sem tengja Addis Ababa, höfuðborg Eþíópíu sem er í miðju landinu, við hafnarborgina Djibouti. Að sögn Ahmed Koloyta, upplýsingafulltrúa Afar, gengu uppreisnarhermenn berserksgang um héraðið, brenndu niður hús, fóru ránshendi um heimili og myrtu óbreytta borgara. Hann sýndi þó engin sönnunargögn þess efnis og fréttastofa Reuters gat ekki sannreynt staðhæfingu hans. Debretsion Gebremichael, leiðtogi Frelsisfylkingarinnar (TPLF), sagði í samtali við Reuters í morgun að hersveitir Tigray væru staddar í Afar og að áætlunin sé að beina spjótum að hersveitum Amhara-héraðs, nágrannahéraðs Afar. Hersveitir frá Amhara hafa barist fyrir stjórnarherinn undanfarna mánuði.
Eþíópía Hernaður Tengdar fréttir Uppreisnarmenn fagna á götum úti Uppreisnarhersveitir í Tigray héraði, í norðurhluta Eþíópíu, hafa náð völdum að nýju í höfuðborg héraðsins, Mekelle. Það vakti mikla gleði og fögnuðu íbúar á götum úti þegar stjórnarhermenn flúðu borgina. 29. júní 2021 18:20 Her Eþíópíu hörfar og ríkisstjórnin lýsir yfir einhliða vopnahléi Ríkisstjórn Eþíópíu hefur lýst yfir einhliða vopnahléi í Tigray-héraði þar sem harðir bardagar eru sagðir hafa geisað á undanförnum mánuðum. Það var gert í kjölfar þess að forsvarsmenn Frelsisfylkingarinnar, sem stjórnaði Eþíópíu á árum áður, segja að þeir hermenn þeirra hafi náð tökum á borginni Mekelle, höfuðborg héraðsins. 28. júní 2021 19:06 Segja áttatíu hafa farist í loftárásum í Tigray Loftárásir stjórnarhers Eþíópíu hæfðu markað í þorpinu Togoga í Tigray í gærmorgun. Heilbrigðisstarfsmenn á svæðinu segja minnst áttatíu hafa farist í árásinni og að hermenn hafi meinað heilbrigðisstarfsmönnum aðgang að svæðinu til að hlúa að særðum. 23. júní 2021 12:02 Mest lesið Ný forysta Sjálfstæðisflokksins kjörin Innlent Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Innlent „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Innlent Stór alda skall á óheppinn myndatökumann Innlent Gulli hafi loksins unnið formannsslag Innlent Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Innlent „Ótrúlegt“ að tapa með nítján atkvæðum Innlent Fleiri fréttir Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Boris Spassky er látinn Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Öcalan vill leysa upp PKK Sjá meira
Uppreisnarmenn fagna á götum úti Uppreisnarhersveitir í Tigray héraði, í norðurhluta Eþíópíu, hafa náð völdum að nýju í höfuðborg héraðsins, Mekelle. Það vakti mikla gleði og fögnuðu íbúar á götum úti þegar stjórnarhermenn flúðu borgina. 29. júní 2021 18:20
Her Eþíópíu hörfar og ríkisstjórnin lýsir yfir einhliða vopnahléi Ríkisstjórn Eþíópíu hefur lýst yfir einhliða vopnahléi í Tigray-héraði þar sem harðir bardagar eru sagðir hafa geisað á undanförnum mánuðum. Það var gert í kjölfar þess að forsvarsmenn Frelsisfylkingarinnar, sem stjórnaði Eþíópíu á árum áður, segja að þeir hermenn þeirra hafi náð tökum á borginni Mekelle, höfuðborg héraðsins. 28. júní 2021 19:06
Segja áttatíu hafa farist í loftárásum í Tigray Loftárásir stjórnarhers Eþíópíu hæfðu markað í þorpinu Togoga í Tigray í gærmorgun. Heilbrigðisstarfsmenn á svæðinu segja minnst áttatíu hafa farist í árásinni og að hermenn hafi meinað heilbrigðisstarfsmönnum aðgang að svæðinu til að hlúa að særðum. 23. júní 2021 12:02