„Sumarkúlan“ fórnarkostnaður sem ekki sé metinn til launa Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 22. júlí 2021 13:30 Guðbjörg Pálsdóttir, formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga. Vísir/Sigurjón Heilbrigðisstarfsmenn hafa verið hvattir til þess að búa til eins konar „sumarkúlu“ vegna fjölgunar smitaðra. Formaður félags hjúkrunarfræðinga segir að um fórnarkostnað sé að ræða sem ekki sé metinn til launa. Í gær beindi Farsóttarnefnd Landspítalans þeim tilmælum til starfsfólks að það gæti sín vel í samfélaginu nú þegar faraldurinn er í veldisvexti. Var starfsfólk hvatt til þess að búa til eins konar „sumarkúlu“ með sínum nánustu. Sjá einnig: Hvetur starfsfólk Landspítalans til að búa til sumarkúlu Þessi tilmæli hafa verið umræðuefni á Twitter þar sem heilbrigðisstarfsmenn lýsa misjöfnum skoðunum á þeim. Landspítalinn mætti íhuga að borga starfsfólki peninga fyrir að búa til sumarkúlu fyrst það er svona mikilvægt. https://t.co/ibWQHEsPPT— Margrét Arna (@margretviktors) July 21, 2021 Jólakúla, páskakúla, sumarkúla... hversu margar kúlur fær maður!!?https://t.co/FSgu5qxoOe— Elínb. Erla Knútsd (@ellaknuts) July 21, 2021 Ég get ekki lýst tilfinningum mínum yfir þessari yfirlýsingu um sumarkúlu en þær eru nokkurn vegin svona: — Brynja Viktorsdóttir (@brynjavik) July 21, 2021 Mér finnst þetta svo sturlaður dónaskapur að ég á eiginlega ekki til orð.— Þórunn Jakobs (@torunnjakobs) July 21, 2021 ef að ég heyri aftur eitthvað variation á jólakúlu/sumarkúlu/páskanúlu þá fæ ég kast — felga hanney (@ekkihelga) July 22, 2021 Hjúkrunarfræðingar staðið vaktina Guðbjörg Pálsdóttir, formaður Félags hjúkrunarfræðinga segist skilja þreytu kollega sinna. Þeir hafi staðið vaktina svo um muni og farið í hálfgerða einangrun til að geta stundað sína vinnu. „Þetta er hápunktur sumarfrísins. Hjúkrunarfræðingar eru eins og aðrir landsmenn þreyttir á veirunni. Maður skilur það svo sannarlega. Hjúkrunarfræðingar hafa staðið vaktina svo um munar og farið í hálfgerða einangrun til þess að geta stundað sína vinna. Núna er hásumar og auðvitað er fólk lítið spennt fyrir þessu. En þetta er bara staðan og við breytum þessu ekki nema nú þarf bara að fara í það sem við kunnum vel,“segir Gubjörg og vísar til sóttvarna. Hvetur fólk til að sameinast í því að fara varlega Sumarkúla er ekki einsdæmi. Í faraldri kórónuveirunnar hefur heilbrigðisstarfsfólk þurft að huga að jólakúlum og páskakúlum. Guðbjörg segir um fórnarkostnað að ræða sem ekki sé metinn til launa og hvetur landsmenn til þess að sameinast í því að fara varlega á svo viðkvæmum tímum svo að heilbrigðisstarfsfólk geti notið sumarfrís líkt og aðrir. „Ég hvet alla landsmenn til þess að fara varlega og sameinast í því. Leggjumst öll á eitt og gerum það saman. Þannig að hjúkrunarfræðingar og aðrir heilbrigðisstarfsmenn fái líka frí.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Heilbrigðismál Twitter Tengdar fréttir Starfsfólk sem sótti LungA beðið um að fara í skimun Farsóttanefnd Landspítalans mælist til þess að starfsfólk spítalans, sem sótti hátíðina LungA á Seyðisfirði, fari í skimun fyrir kórónuveirunni eins fljótt og auðið er. 22. júlí 2021 09:58 Óléttar og óbólusettar taka aftur upp grímuna og halda sig heima Barnshafandi konur sem ekki hafa getað fengið bólusetningu upplifa sig nokkuð berskjaldaðar fyrir kórónuveirunni, nú þegar smituðum fjölgar. Þær hafa haldið sig til hlés undanfarna daga og stefna á meiri einangrun síðustu vikur meðgöngunnar. 21. júlí 2021 20:00 Fólki með Janssen verður boðinn annar skammtur af bóluefni Til stendur að bjóða öllum sem hafa verið bólusett með efni Janssen aukaskammt af öðru bóluefni til að efla vernd þeirra gegn kórónuveirunni. Hið sama á við um fólk sem er með bælt ónæmiskerfi eða hefur sýnt veikt ónæmisvar í kjölfar bólusetningar. 22. júlí 2021 11:31 Leggur til takmarkanir innanlands Þórólfur Guðnason sóttvarnalækir mun senda Svandísi Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra minnisblað með tillögum að auknum takmörkunum hér innanlands í dag. Þetta sagði Þórólfur á upplýsingafundi almannavarna. 22. júlí 2021 11:14 Mest lesið „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Innlent Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Innlent Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Erlent Fleiri fréttir Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Sjá meira
Í gær beindi Farsóttarnefnd Landspítalans þeim tilmælum til starfsfólks að það gæti sín vel í samfélaginu nú þegar faraldurinn er í veldisvexti. Var starfsfólk hvatt til þess að búa til eins konar „sumarkúlu“ með sínum nánustu. Sjá einnig: Hvetur starfsfólk Landspítalans til að búa til sumarkúlu Þessi tilmæli hafa verið umræðuefni á Twitter þar sem heilbrigðisstarfsmenn lýsa misjöfnum skoðunum á þeim. Landspítalinn mætti íhuga að borga starfsfólki peninga fyrir að búa til sumarkúlu fyrst það er svona mikilvægt. https://t.co/ibWQHEsPPT— Margrét Arna (@margretviktors) July 21, 2021 Jólakúla, páskakúla, sumarkúla... hversu margar kúlur fær maður!!?https://t.co/FSgu5qxoOe— Elínb. Erla Knútsd (@ellaknuts) July 21, 2021 Ég get ekki lýst tilfinningum mínum yfir þessari yfirlýsingu um sumarkúlu en þær eru nokkurn vegin svona: — Brynja Viktorsdóttir (@brynjavik) July 21, 2021 Mér finnst þetta svo sturlaður dónaskapur að ég á eiginlega ekki til orð.— Þórunn Jakobs (@torunnjakobs) July 21, 2021 ef að ég heyri aftur eitthvað variation á jólakúlu/sumarkúlu/páskanúlu þá fæ ég kast — felga hanney (@ekkihelga) July 22, 2021 Hjúkrunarfræðingar staðið vaktina Guðbjörg Pálsdóttir, formaður Félags hjúkrunarfræðinga segist skilja þreytu kollega sinna. Þeir hafi staðið vaktina svo um muni og farið í hálfgerða einangrun til að geta stundað sína vinnu. „Þetta er hápunktur sumarfrísins. Hjúkrunarfræðingar eru eins og aðrir landsmenn þreyttir á veirunni. Maður skilur það svo sannarlega. Hjúkrunarfræðingar hafa staðið vaktina svo um munar og farið í hálfgerða einangrun til þess að geta stundað sína vinna. Núna er hásumar og auðvitað er fólk lítið spennt fyrir þessu. En þetta er bara staðan og við breytum þessu ekki nema nú þarf bara að fara í það sem við kunnum vel,“segir Gubjörg og vísar til sóttvarna. Hvetur fólk til að sameinast í því að fara varlega Sumarkúla er ekki einsdæmi. Í faraldri kórónuveirunnar hefur heilbrigðisstarfsfólk þurft að huga að jólakúlum og páskakúlum. Guðbjörg segir um fórnarkostnað að ræða sem ekki sé metinn til launa og hvetur landsmenn til þess að sameinast í því að fara varlega á svo viðkvæmum tímum svo að heilbrigðisstarfsfólk geti notið sumarfrís líkt og aðrir. „Ég hvet alla landsmenn til þess að fara varlega og sameinast í því. Leggjumst öll á eitt og gerum það saman. Þannig að hjúkrunarfræðingar og aðrir heilbrigðisstarfsmenn fái líka frí.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Heilbrigðismál Twitter Tengdar fréttir Starfsfólk sem sótti LungA beðið um að fara í skimun Farsóttanefnd Landspítalans mælist til þess að starfsfólk spítalans, sem sótti hátíðina LungA á Seyðisfirði, fari í skimun fyrir kórónuveirunni eins fljótt og auðið er. 22. júlí 2021 09:58 Óléttar og óbólusettar taka aftur upp grímuna og halda sig heima Barnshafandi konur sem ekki hafa getað fengið bólusetningu upplifa sig nokkuð berskjaldaðar fyrir kórónuveirunni, nú þegar smituðum fjölgar. Þær hafa haldið sig til hlés undanfarna daga og stefna á meiri einangrun síðustu vikur meðgöngunnar. 21. júlí 2021 20:00 Fólki með Janssen verður boðinn annar skammtur af bóluefni Til stendur að bjóða öllum sem hafa verið bólusett með efni Janssen aukaskammt af öðru bóluefni til að efla vernd þeirra gegn kórónuveirunni. Hið sama á við um fólk sem er með bælt ónæmiskerfi eða hefur sýnt veikt ónæmisvar í kjölfar bólusetningar. 22. júlí 2021 11:31 Leggur til takmarkanir innanlands Þórólfur Guðnason sóttvarnalækir mun senda Svandísi Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra minnisblað með tillögum að auknum takmörkunum hér innanlands í dag. Þetta sagði Þórólfur á upplýsingafundi almannavarna. 22. júlí 2021 11:14 Mest lesið „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Innlent Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Innlent Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Erlent Fleiri fréttir Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Sjá meira
Starfsfólk sem sótti LungA beðið um að fara í skimun Farsóttanefnd Landspítalans mælist til þess að starfsfólk spítalans, sem sótti hátíðina LungA á Seyðisfirði, fari í skimun fyrir kórónuveirunni eins fljótt og auðið er. 22. júlí 2021 09:58
Óléttar og óbólusettar taka aftur upp grímuna og halda sig heima Barnshafandi konur sem ekki hafa getað fengið bólusetningu upplifa sig nokkuð berskjaldaðar fyrir kórónuveirunni, nú þegar smituðum fjölgar. Þær hafa haldið sig til hlés undanfarna daga og stefna á meiri einangrun síðustu vikur meðgöngunnar. 21. júlí 2021 20:00
Fólki með Janssen verður boðinn annar skammtur af bóluefni Til stendur að bjóða öllum sem hafa verið bólusett með efni Janssen aukaskammt af öðru bóluefni til að efla vernd þeirra gegn kórónuveirunni. Hið sama á við um fólk sem er með bælt ónæmiskerfi eða hefur sýnt veikt ónæmisvar í kjölfar bólusetningar. 22. júlí 2021 11:31
Leggur til takmarkanir innanlands Þórólfur Guðnason sóttvarnalækir mun senda Svandísi Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra minnisblað með tillögum að auknum takmörkunum hér innanlands í dag. Þetta sagði Þórólfur á upplýsingafundi almannavarna. 22. júlí 2021 11:14