Stjórnandi opnunarhátíðarinnar rekinn fyrir grín um helförina Árni Sæberg skrifar 22. júlí 2021 07:05 Opnunarhátíð Ólympíuleikanna fer fram á morgun. vísir/Getty Stjórnandi opnunarhátíðar Ólympíuleikanna sem hefjast á morgun í Tókýó hefur verið látinn taka pokann sinn vegna gríns um helförina. Myndefni frá tíunda áratugi síðustu aldar hefur komið í ljós þar sem stjórinn, Kentaro Kobayashi, virðist vera að segja brandara af helför nasista gegn gyðingum. Yfirmaður leikanna í Japan, Seiko Hashimoto, segir að myndefnið geri lítið úr sársaukafullum atburðum í sögunni og því hafi verið ákveðið að láta Kentaro fara. „Enginn, sama hversu skapandi, hefur rétt til að gera grín að fórnarlömbum helfararinnar,“ sagði Abraham Cooper, rabbíni og talsmaður Simon Wiesenthal stofnunarinnar, um atvikið. Ekki sá fyrsti til að taka pokann sinn Hvert áfallið á eftir öðru dynur nú á leikunum, auglýsendur hafa dregið sig í hlé, almenningur í Japan er ósáttur og kórónusmitum í Ólympíuþorpinu fjölgar. Þá var tónskáld sem starfaði við opnunarhátíðina einnig rekið í gær eftir að í ljós kom að hann hafði lagt fatlaða samnemendur sína í skóla í einelti á sínum tíma. Fleiri tengdir leikunum hafa helst úr lestinni fyrir óviðeigandi ummæli. Í mars hætti yfirhönnuður leikanna, Hiroshi Sasaki, eftir að hann gerðist uppvís að því að gera grín að holdafari kvenkyns grínista. Hann stakk upp á því að hún kæmi fram á leikunum sem „Olympig“ eða Ólympíusvínið. Þá var Yoshiro Mori, yfirmanni skipulagsnefndar leikanna, gert að segja af sér í febrúar eftir að hann hafði uppi niðrandi ummæli um konur. Hann lét hafa eftir sér að konur tali of mikið og að fundir með konum taki of langan tíma. Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Japan Seinni heimsstyrjöldin Tjáningarfrelsi Mest lesið Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Innlent Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Erlent Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Erlent Settu bílslys á svið Innlent Svik og prettir reyndust falsfréttir Innlent Fleiri fréttir Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Sjá meira
Myndefni frá tíunda áratugi síðustu aldar hefur komið í ljós þar sem stjórinn, Kentaro Kobayashi, virðist vera að segja brandara af helför nasista gegn gyðingum. Yfirmaður leikanna í Japan, Seiko Hashimoto, segir að myndefnið geri lítið úr sársaukafullum atburðum í sögunni og því hafi verið ákveðið að láta Kentaro fara. „Enginn, sama hversu skapandi, hefur rétt til að gera grín að fórnarlömbum helfararinnar,“ sagði Abraham Cooper, rabbíni og talsmaður Simon Wiesenthal stofnunarinnar, um atvikið. Ekki sá fyrsti til að taka pokann sinn Hvert áfallið á eftir öðru dynur nú á leikunum, auglýsendur hafa dregið sig í hlé, almenningur í Japan er ósáttur og kórónusmitum í Ólympíuþorpinu fjölgar. Þá var tónskáld sem starfaði við opnunarhátíðina einnig rekið í gær eftir að í ljós kom að hann hafði lagt fatlaða samnemendur sína í skóla í einelti á sínum tíma. Fleiri tengdir leikunum hafa helst úr lestinni fyrir óviðeigandi ummæli. Í mars hætti yfirhönnuður leikanna, Hiroshi Sasaki, eftir að hann gerðist uppvís að því að gera grín að holdafari kvenkyns grínista. Hann stakk upp á því að hún kæmi fram á leikunum sem „Olympig“ eða Ólympíusvínið. Þá var Yoshiro Mori, yfirmanni skipulagsnefndar leikanna, gert að segja af sér í febrúar eftir að hann hafði uppi niðrandi ummæli um konur. Hann lét hafa eftir sér að konur tali of mikið og að fundir með konum taki of langan tíma.
Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Japan Seinni heimsstyrjöldin Tjáningarfrelsi Mest lesið Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Innlent Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Erlent Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Erlent Settu bílslys á svið Innlent Svik og prettir reyndust falsfréttir Innlent Fleiri fréttir Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Sjá meira