Unga fólkið og frystihúsin Hrafndís Bára Einarsdóttir skrifar 22. júlí 2021 08:00 Sköpunarmiðstöðin á Stöðvarfirði hélt á dögunum upp á 10 ára afmæli sitt. Við tækifærið fóru valdir einstaklingar með nokkur orð um tímamótin og var eitt sérstaklega áberandi í máli þeirra allra. Öll áréttuðu þau að þó ástæða væri til að fagna hafi ferðalagið ekki alltaf verið auðvelt og þau vissu sem væri, að ekkert er í hendi. Þarna er mikilvægt að stoppa aðeins við og rýna í þetta fyrirbæri. Ekki bara fyrirbærið Sköpunarmiðstöðina heldur fyrirbærin ungt fólk, sköpun, listir og ný tækifæri í jaðarbyggðum. Hvað rekur fólk til að leggja allt sitt í sölurnar fyrir gamalt hús og hugsjón, eyða ómældum tíma í að berjast fyrir tilveru þess og uppbyggingu? Er það hafið eða fjöllin? Nei, sennilega er það fólkið á þessum stöðum. Fólkið og viljinn til að skapa sér gefandi og nærandi umhverfi þar sem það kýs að búa sér heimili. Unga fólkið sem hefur tekið hvert frystihúsið á fætur öðru, eða annað húsnæði sem áður hýsti gamla tíma, og gefið því nýtt líf og ný verkefni. Með hugviti sínu sem skapar ekki bara störf og dregur að fólk, heldur mótar nærsamfélagið og gefur af sér. En hvers vegna þarf að berjast svona hatrammlega fyrir slíkri tilveru? Eru ekki allir sammála um að það nauðsynlegasta við uppbyggingu brothættra byggða og smærri samfélaga eru tækifæri fyrir ungt fólk og þjónusta við það eldra? Nú virðist vera að nánast hvert einasta pláss á Austurlandi státi af glæsilegri uppbyggingu hugmyndaríkra einstaklinga í gömlum húsum sem ganga í endurnýjun lífdaga. Slíkri uppbyggingu á ekki bara að fagna á tyllidögum og senda fallegar loforðskveðjur korter í kosningar. Slíkri uppbyggingu á að hampa alla daga, bæði í orði og á borði. Draga þarf úr miðstýringu ríkis á sama tíma og stutt er við sjálfbærni sveitarfélaga. Þannig er smærri samfélögum gert kleift að móta sitt umhverfi sjálft. Gefum sköpunarkrafti hvers annars lausan tauminn og hefjum endurreisn á forsendum fólks og hugmynda þeirra. Höfundur er hreinræktaður Hrafnkelsdælingur og skipar annað sæti Pírata í Norðausturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Píratar Skoðun: Kosningar 2021 Fjarðabyggð Mest lesið Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar sannleikurinn krefst vísinda – ekki tilfinninga Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson skrifar Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar Skoðun Í hvað á orkan að fara? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Vegatálmar á skólagöngunni Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Stjórnvöld mega ekki klúðra nýju vaxtaviðmiði Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Að einfalda veruleikann og breyta öllu í pólitískt fóður Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins skrifar Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Sköpunarmiðstöðin á Stöðvarfirði hélt á dögunum upp á 10 ára afmæli sitt. Við tækifærið fóru valdir einstaklingar með nokkur orð um tímamótin og var eitt sérstaklega áberandi í máli þeirra allra. Öll áréttuðu þau að þó ástæða væri til að fagna hafi ferðalagið ekki alltaf verið auðvelt og þau vissu sem væri, að ekkert er í hendi. Þarna er mikilvægt að stoppa aðeins við og rýna í þetta fyrirbæri. Ekki bara fyrirbærið Sköpunarmiðstöðina heldur fyrirbærin ungt fólk, sköpun, listir og ný tækifæri í jaðarbyggðum. Hvað rekur fólk til að leggja allt sitt í sölurnar fyrir gamalt hús og hugsjón, eyða ómældum tíma í að berjast fyrir tilveru þess og uppbyggingu? Er það hafið eða fjöllin? Nei, sennilega er það fólkið á þessum stöðum. Fólkið og viljinn til að skapa sér gefandi og nærandi umhverfi þar sem það kýs að búa sér heimili. Unga fólkið sem hefur tekið hvert frystihúsið á fætur öðru, eða annað húsnæði sem áður hýsti gamla tíma, og gefið því nýtt líf og ný verkefni. Með hugviti sínu sem skapar ekki bara störf og dregur að fólk, heldur mótar nærsamfélagið og gefur af sér. En hvers vegna þarf að berjast svona hatrammlega fyrir slíkri tilveru? Eru ekki allir sammála um að það nauðsynlegasta við uppbyggingu brothættra byggða og smærri samfélaga eru tækifæri fyrir ungt fólk og þjónusta við það eldra? Nú virðist vera að nánast hvert einasta pláss á Austurlandi státi af glæsilegri uppbyggingu hugmyndaríkra einstaklinga í gömlum húsum sem ganga í endurnýjun lífdaga. Slíkri uppbyggingu á ekki bara að fagna á tyllidögum og senda fallegar loforðskveðjur korter í kosningar. Slíkri uppbyggingu á að hampa alla daga, bæði í orði og á borði. Draga þarf úr miðstýringu ríkis á sama tíma og stutt er við sjálfbærni sveitarfélaga. Þannig er smærri samfélögum gert kleift að móta sitt umhverfi sjálft. Gefum sköpunarkrafti hvers annars lausan tauminn og hefjum endurreisn á forsendum fólks og hugmynda þeirra. Höfundur er hreinræktaður Hrafnkelsdælingur og skipar annað sæti Pírata í Norðausturkjördæmi.
Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar
Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar