Ferðaskrifstofa Íslands dæmd til að endurgreiða skíðaferð vegna Covid-19 Árni Sæberg skrifar 20. júlí 2021 10:12 Héraðsdómur Reykjaness dæmdi Ferðaskrifstofu Íslands til greiðslu rúmlega 2,6 milljóna króna. Vísir/Vilhelm Héraðsdómur Reykjaness dæmdi á dögunum að stórfjölskyldu hafi verið heimilt að afpanta skíðaferð til Madonna Di Campiglio á Ítalíu með dagsfyrirvara. Ferðaskrifstofan var dæmd til að endurgreiða 2,6 milljónir króna. Um er að ræða þrjú dómsmál sem rekin voru samhliða. Fjölskyldan hafði pantað sér skíðaferð til ítölsku alpanna haustið 2019 hjá Ferðaskrifstofu Íslands, sem rekur meðal annars Úrval Útsýn. Þrettán manns ætluðu í ferðina sem standa átti yfir vikuna 29. febrúar til 7. mars. Í tilefni heimsfaraldurs Covid-19 ákvað fjölskyldan að fara ekki í ferðina. Einn fjölskyldumeðlimur sendi póst fyrir hönd alls hópsins þann 28. febrúar þar sem ferðin var afpöntuð. Í tölvupóstinum kemur fram að í ljósi frétta dagsins og hversu mjög smitum hafi fjölgað á Norður-Ítalíu, sem og að flest smit sem síðar hafi borist um Evrópu megi rekja þangað, hafi stórfjölskyldan tekið þá ákvörðun að fara ekki í fyrirhugaða ferð. Í fréttum var helst 28. febrúar 2020 að fyrsta tilvik Covid-19 hefði greinst á Íslandi. Þá höfðu sóttvarnaryfirvöld skilgreint fjögur héröð á Norður-Ítalíu sem hááhættusvæði þann 25. febrúar. Madonna Di Campiglio er reyndar ekki í einu þeirra héraða líkt og Ferðaskrifstofa Íslands bendir á í málflutningi sínum. Ferðaskrifstofan harðneitaði endurgreiðslu Með bréfi þann 2. mars 2020 staðfesti ferðaskrifstofan móttöku bréfs fjölskyldunnar en endurgreiðslu ferðarinnar var hafnað. Samkvæmt skilmálum ferðaskrifstofunnar verða ferðir sem eru að fullu greiddar ekki endurgreiddar. Fjölskyldan mótmælti ákvörðun ferðaskrifstofunnar með bréfi þann 10. mars 2020. Í umræddu bréfi er vísað til fyrri samskipta aðila og auk annars gerð frekari grein fyrir forsendum afpöntunar ferðarinnar. Þá kemur þar fram að samkvæmt lögum um pakkaferðir og samtengda ferðatilhögun geti ferðamaður afpantað ferð áður en hún hefjist gegn greiðslu sanngjarnrar þóknunar. Enn fremur kemur fram í lögunum að ferðaskrifstofa eigi ekki rétt á greiðslu þóknunar úr hendi ferðamanns hafi ferð verið afpöntuð vegna óvenjulegra og óviðráðanlegra aðstæðna. Óvenjulegar og óviðráðanlegar aðstæður geti auk annars verið útbreiðsla farsótta eða sjúkdóma. Ferðaskrifstofa Íslands hafnaði endurgreiðslu endanlega með bréfi þann 13. mars 2020. Í bréfinu var tekið fram að embætti landlæknis hefði ekki lagst gegn ferðum til Madonna di Campiglio og að lög um pakkaferðir geri ekki ráð fyrir að neytendur megi afpanta ferðir með nokkurra klukkustunda fresti, enda væru forsendur fyrir rekstri ferðaskrifstofa brostinn ef svo væri. Fjölskyldan kvartaði fyrst til kærunefndar vöru-og þjónustukaupa Í framhaldi af framangreindum samskiptum beindi fjölskyldan kvörtun dagsettri 8. apríl 2020 til kærunefndar vöru-og þjónustukaupa og krafðist endurgreiðslu þeirrar fjárhæðar sem hún hafði greitt Ferðaskrifstofu Íslands vegna bókunar sinnar auk dráttarvaxta. Kvað nefndin upp úrskurð í málinu hinn 4. september 2020, fjölskyldunni í vil. Hinn 28. sama mánaðar barst fjölskyldunni tölvupóstur frá nefndinni þar sem fram kom að ferðaskrifstofan hefði tilkynnt nefndinni að hann hygðist ekki una umræddum úrskurði. Í kjölfarið höfðaði fjölskyldan þrjú aðskilin einkamál á hendur Ferðaskrifstofu Íslands þar sem krafist var endurgreiðslu gjalds fyrir alla ferðina auk dráttarvaxta. Athygli vekur að einn fjölskyldumeðlimur er lögmaður og rak hann öll málin þrjú fyrir hönd sjálfs sín og fjölskyldu sinnar. Farið var fram á alls eina og hálfa milljón króna í málskostnað. Héraðsdómur féllst á málatilbúnað fjölskyldunnar Mat héraðsdóms er að þær óvenjulegu og óviðráðanlegu aðstæður sem uppi voru á áfangastað fyrirhugaðrar skíðaferðar fjölskyldunnar þegar hún var afpöntuð, það er ör útbreiðsla Covid-19 sjúkdómsins þar, hafi verið þess eðlis að þær höfðu afgerandi áhrif á fyrirhugað ferðalag hennar og gerðu það að verkum að ekki var öruggt fyrir hana að ferðast þangað. Að því virtu er það niðurstaða dómsins að stefnandi eigi rétt til fullrar endurgreiðslu umræddrar skíðaferðar úr hendi ferðaskrifstofunnar á grundvelli laga um pakkaferðir. Þá þykir ekki hafa þýðingu þótt umrædd skíðaferð hafi verið afpöntuð með svo skömmum fyrirvara sem raun ber vitni enda kemur skýrt fram í lögunum að ferðamaður geti afpantað pakkaferð áður en ferðin hefst. Niðurstaða Héraðsdóms Reykjavíkur er að Ferðaskrifstofa Íslands skuli greiða fjölskyldunni alls 2,6 milljónir króna auk dráttarvaxta frá 13. mars 2020. Þá greiði ferðaskrifstofan eina og hálfa milljón króna í málskostnað. Dómsmál Hafnarfjörður Ferðalög Neytendur Mest lesið Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Erlent Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Erlent Tortryggnir í garð tolla Trumps Erlent Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Innlent Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Fleiri fréttir Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Sjá meira
Fjölskyldan hafði pantað sér skíðaferð til ítölsku alpanna haustið 2019 hjá Ferðaskrifstofu Íslands, sem rekur meðal annars Úrval Útsýn. Þrettán manns ætluðu í ferðina sem standa átti yfir vikuna 29. febrúar til 7. mars. Í tilefni heimsfaraldurs Covid-19 ákvað fjölskyldan að fara ekki í ferðina. Einn fjölskyldumeðlimur sendi póst fyrir hönd alls hópsins þann 28. febrúar þar sem ferðin var afpöntuð. Í tölvupóstinum kemur fram að í ljósi frétta dagsins og hversu mjög smitum hafi fjölgað á Norður-Ítalíu, sem og að flest smit sem síðar hafi borist um Evrópu megi rekja þangað, hafi stórfjölskyldan tekið þá ákvörðun að fara ekki í fyrirhugaða ferð. Í fréttum var helst 28. febrúar 2020 að fyrsta tilvik Covid-19 hefði greinst á Íslandi. Þá höfðu sóttvarnaryfirvöld skilgreint fjögur héröð á Norður-Ítalíu sem hááhættusvæði þann 25. febrúar. Madonna Di Campiglio er reyndar ekki í einu þeirra héraða líkt og Ferðaskrifstofa Íslands bendir á í málflutningi sínum. Ferðaskrifstofan harðneitaði endurgreiðslu Með bréfi þann 2. mars 2020 staðfesti ferðaskrifstofan móttöku bréfs fjölskyldunnar en endurgreiðslu ferðarinnar var hafnað. Samkvæmt skilmálum ferðaskrifstofunnar verða ferðir sem eru að fullu greiddar ekki endurgreiddar. Fjölskyldan mótmælti ákvörðun ferðaskrifstofunnar með bréfi þann 10. mars 2020. Í umræddu bréfi er vísað til fyrri samskipta aðila og auk annars gerð frekari grein fyrir forsendum afpöntunar ferðarinnar. Þá kemur þar fram að samkvæmt lögum um pakkaferðir og samtengda ferðatilhögun geti ferðamaður afpantað ferð áður en hún hefjist gegn greiðslu sanngjarnrar þóknunar. Enn fremur kemur fram í lögunum að ferðaskrifstofa eigi ekki rétt á greiðslu þóknunar úr hendi ferðamanns hafi ferð verið afpöntuð vegna óvenjulegra og óviðráðanlegra aðstæðna. Óvenjulegar og óviðráðanlegar aðstæður geti auk annars verið útbreiðsla farsótta eða sjúkdóma. Ferðaskrifstofa Íslands hafnaði endurgreiðslu endanlega með bréfi þann 13. mars 2020. Í bréfinu var tekið fram að embætti landlæknis hefði ekki lagst gegn ferðum til Madonna di Campiglio og að lög um pakkaferðir geri ekki ráð fyrir að neytendur megi afpanta ferðir með nokkurra klukkustunda fresti, enda væru forsendur fyrir rekstri ferðaskrifstofa brostinn ef svo væri. Fjölskyldan kvartaði fyrst til kærunefndar vöru-og þjónustukaupa Í framhaldi af framangreindum samskiptum beindi fjölskyldan kvörtun dagsettri 8. apríl 2020 til kærunefndar vöru-og þjónustukaupa og krafðist endurgreiðslu þeirrar fjárhæðar sem hún hafði greitt Ferðaskrifstofu Íslands vegna bókunar sinnar auk dráttarvaxta. Kvað nefndin upp úrskurð í málinu hinn 4. september 2020, fjölskyldunni í vil. Hinn 28. sama mánaðar barst fjölskyldunni tölvupóstur frá nefndinni þar sem fram kom að ferðaskrifstofan hefði tilkynnt nefndinni að hann hygðist ekki una umræddum úrskurði. Í kjölfarið höfðaði fjölskyldan þrjú aðskilin einkamál á hendur Ferðaskrifstofu Íslands þar sem krafist var endurgreiðslu gjalds fyrir alla ferðina auk dráttarvaxta. Athygli vekur að einn fjölskyldumeðlimur er lögmaður og rak hann öll málin þrjú fyrir hönd sjálfs sín og fjölskyldu sinnar. Farið var fram á alls eina og hálfa milljón króna í málskostnað. Héraðsdómur féllst á málatilbúnað fjölskyldunnar Mat héraðsdóms er að þær óvenjulegu og óviðráðanlegu aðstæður sem uppi voru á áfangastað fyrirhugaðrar skíðaferðar fjölskyldunnar þegar hún var afpöntuð, það er ör útbreiðsla Covid-19 sjúkdómsins þar, hafi verið þess eðlis að þær höfðu afgerandi áhrif á fyrirhugað ferðalag hennar og gerðu það að verkum að ekki var öruggt fyrir hana að ferðast þangað. Að því virtu er það niðurstaða dómsins að stefnandi eigi rétt til fullrar endurgreiðslu umræddrar skíðaferðar úr hendi ferðaskrifstofunnar á grundvelli laga um pakkaferðir. Þá þykir ekki hafa þýðingu þótt umrædd skíðaferð hafi verið afpöntuð með svo skömmum fyrirvara sem raun ber vitni enda kemur skýrt fram í lögunum að ferðamaður geti afpantað pakkaferð áður en ferðin hefst. Niðurstaða Héraðsdóms Reykjavíkur er að Ferðaskrifstofa Íslands skuli greiða fjölskyldunni alls 2,6 milljónir króna auk dráttarvaxta frá 13. mars 2020. Þá greiði ferðaskrifstofan eina og hálfa milljón króna í málskostnað.
Dómsmál Hafnarfjörður Ferðalög Neytendur Mest lesið Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Erlent Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Erlent Tortryggnir í garð tolla Trumps Erlent Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Innlent Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Fleiri fréttir Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Sjá meira
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?