Keflavíkurflugvöllur að nálgast þolmörk Kristín Ólafsdóttir skrifar 18. júlí 2021 13:32 Arngrímur Guðmundsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá flugstöðvardeild lögreglunnar á Suðurnesjum. Vísir/Arnar Aðstoðaryfirlögregluþjónn á Keflavíkurflugvelli segir flugvöllinn að nálgast þolmörk. Suma daga þurfi lögregla á flugvellinum að taka á móti þrjú þúsund farþegum á einum og hálfum klukkutíma. Mikil örtröð var á Keflavíkurflugvelli snemma í morgun. Raðir hófu að myndast fyrir klukkan fimm en þá voru enn um þrír tímar í að flestar flugvélar legðu af stað. 47 flugvélar eru á áætlun frá vellinum í dag. Arngrímur Guðmundsson aðstoðaryfirlögregluþjónn segir að eftir sem áður séu það kröfur um ýmis vottorð vegna kórónuveirufaraldursins sem tefji innritun á flugvellinum. „Flugfélögin hafa biðlað til farþega að mæta fyrr á morgnana og öryggisleitin hefur opnað fyrr á morgnana. Þannig að það er verið að reyna að lengja þann tíma sem verið er að taka á móti farþegum í innritun til að minnka raðirnar. En farþegar eru flestir að mæta á svipuðum tíma sem gerir það að verkum í brottför að þaðmyndast miklar raðir,“ segir Arngrímur. Þá verður einnig mikið að gera í komusal Leifsstöðvar en 48 flugvélar lenda á Keflavíkurflugvelli í dag. Sóttvarnalæknir hefur boðað hertar aðgerðir á landamærum og sagt kröfu um neikvætt PCR-próf við komu til landsins koma til greina. „Það er náttúrulega í höndum sóttvarnalæknis að taka ákvarðanir á landamærum en hins vegar er það nokkuð ljóst að þau leka,“ segir Arngrímur. „Þó að farþegar sem eru bólusetir þurfi að framvísa PCR-vottorðum, í sjálfu sér tefur það ekki mikil fyrir afgreiðslunni hjá okkur. Þannig að nei, það myndi ekki hafa nein veruleg áhrif á okkur.“ Alveg á grensunni suma daga Heilt yfir hafi gengið vel að taka á móti auknum ferðamannastraumi á flugvellinum. Eins og staðan er núna sé flugvöllurinn þó að nálgast þolmörk. „En við erum með þessa stóru daga í hverri viku þar sem mikill fjöldi farþega kemur til landsins á sama tíma. Og það er ljóst að einhverja daga í viku, sérstaklega í eftirmiðdaginn, þá myndast raðir í flugstöðinni því það er stutt á milli flugvéla og mikill fjöldi. Við erum kannski að taka á móti hátt í þrjú þúsund farþegum á einum og hálfum klukkutíma,“ segir Arngrímur. „En við erum kannski komin ansi nálægt toppnum. Og þetta eru ákveðnir dagar í hverri viku sem eru algjörlega á þolmörkum hjá okkur öllum sem starfa á flugvellinum. Þannig að það þyrfti þá að breyta með einhverjum hætti aðstöðu varðandi vottorð og fleira til að auka afköstin. En suma daga erum við alveg á grensunni.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Keflavíkurflugvöllur Fréttir af flugi Mest lesið Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Erlent Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar- og aðstæður sem við búum við“ Innlent Leggur strax fram lagabreytingarfrumvarp vegna Hvammsvirkjunar Innlent Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Innlent Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Erlent Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Innlent Landspítalinn vill lóð sem borgin planar undir íbúðabyggð Innlent Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Innlent Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Innlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Fleiri fréttir Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Leggur strax fram lagabreytingarfrumvarp vegna Hvammsvirkjunar Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn á leið í verkfall Styðja sérlög um Hvammsvirkjun Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar- og aðstæður sem við búum við“ Landspítalinn vill lóð sem borgin planar undir íbúðabyggð Barn fæddist á Seyðisfirði í fyrsta sinn í þrjátíu ár Virkjanaleyfið fyrir Hæstarétt og innsetning Trumps Óðu snjóinn upp að mitti meðan þeir slökktu í alelda bíl Fjöldi heimila enn án rafmagns Tveir bílar og smárúta lentu saman á Suðurlandsvegi Telja dóminn rangan og vilja komast beint í Hæstarétt Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Grímsvatnahlaupi lokið Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Gripinn þrisvar sama kvöldið og skuldar rúma milljón Samþykktu verkfall með yfirburðum Svanhildur verður viðstödd innsetningu Trump Aðstoðar Hönnu Katrínu Rýma fleiri hús á Seyðisfirði Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Of snemmt að álykta um þörf á endurtalningu atkvæða Bætti mikið í snjóinn fyrir austan í nótt Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Halla óskar Trump velfarnaðar í embætti Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Nokkur fjöldi fastur á Fjarðarheiði í gær Búið að laga bilunina Sjá meira
Mikil örtröð var á Keflavíkurflugvelli snemma í morgun. Raðir hófu að myndast fyrir klukkan fimm en þá voru enn um þrír tímar í að flestar flugvélar legðu af stað. 47 flugvélar eru á áætlun frá vellinum í dag. Arngrímur Guðmundsson aðstoðaryfirlögregluþjónn segir að eftir sem áður séu það kröfur um ýmis vottorð vegna kórónuveirufaraldursins sem tefji innritun á flugvellinum. „Flugfélögin hafa biðlað til farþega að mæta fyrr á morgnana og öryggisleitin hefur opnað fyrr á morgnana. Þannig að það er verið að reyna að lengja þann tíma sem verið er að taka á móti farþegum í innritun til að minnka raðirnar. En farþegar eru flestir að mæta á svipuðum tíma sem gerir það að verkum í brottför að þaðmyndast miklar raðir,“ segir Arngrímur. Þá verður einnig mikið að gera í komusal Leifsstöðvar en 48 flugvélar lenda á Keflavíkurflugvelli í dag. Sóttvarnalæknir hefur boðað hertar aðgerðir á landamærum og sagt kröfu um neikvætt PCR-próf við komu til landsins koma til greina. „Það er náttúrulega í höndum sóttvarnalæknis að taka ákvarðanir á landamærum en hins vegar er það nokkuð ljóst að þau leka,“ segir Arngrímur. „Þó að farþegar sem eru bólusetir þurfi að framvísa PCR-vottorðum, í sjálfu sér tefur það ekki mikil fyrir afgreiðslunni hjá okkur. Þannig að nei, það myndi ekki hafa nein veruleg áhrif á okkur.“ Alveg á grensunni suma daga Heilt yfir hafi gengið vel að taka á móti auknum ferðamannastraumi á flugvellinum. Eins og staðan er núna sé flugvöllurinn þó að nálgast þolmörk. „En við erum með þessa stóru daga í hverri viku þar sem mikill fjöldi farþega kemur til landsins á sama tíma. Og það er ljóst að einhverja daga í viku, sérstaklega í eftirmiðdaginn, þá myndast raðir í flugstöðinni því það er stutt á milli flugvéla og mikill fjöldi. Við erum kannski að taka á móti hátt í þrjú þúsund farþegum á einum og hálfum klukkutíma,“ segir Arngrímur. „En við erum kannski komin ansi nálægt toppnum. Og þetta eru ákveðnir dagar í hverri viku sem eru algjörlega á þolmörkum hjá okkur öllum sem starfa á flugvellinum. Þannig að það þyrfti þá að breyta með einhverjum hætti aðstöðu varðandi vottorð og fleira til að auka afköstin. En suma daga erum við alveg á grensunni.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Keflavíkurflugvöllur Fréttir af flugi Mest lesið Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Erlent Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar- og aðstæður sem við búum við“ Innlent Leggur strax fram lagabreytingarfrumvarp vegna Hvammsvirkjunar Innlent Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Innlent Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Erlent Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Innlent Landspítalinn vill lóð sem borgin planar undir íbúðabyggð Innlent Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Innlent Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Innlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Fleiri fréttir Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Leggur strax fram lagabreytingarfrumvarp vegna Hvammsvirkjunar Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn á leið í verkfall Styðja sérlög um Hvammsvirkjun Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar- og aðstæður sem við búum við“ Landspítalinn vill lóð sem borgin planar undir íbúðabyggð Barn fæddist á Seyðisfirði í fyrsta sinn í þrjátíu ár Virkjanaleyfið fyrir Hæstarétt og innsetning Trumps Óðu snjóinn upp að mitti meðan þeir slökktu í alelda bíl Fjöldi heimila enn án rafmagns Tveir bílar og smárúta lentu saman á Suðurlandsvegi Telja dóminn rangan og vilja komast beint í Hæstarétt Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Grímsvatnahlaupi lokið Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Gripinn þrisvar sama kvöldið og skuldar rúma milljón Samþykktu verkfall með yfirburðum Svanhildur verður viðstödd innsetningu Trump Aðstoðar Hönnu Katrínu Rýma fleiri hús á Seyðisfirði Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Of snemmt að álykta um þörf á endurtalningu atkvæða Bætti mikið í snjóinn fyrir austan í nótt Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Halla óskar Trump velfarnaðar í embætti Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Nokkur fjöldi fastur á Fjarðarheiði í gær Búið að laga bilunina Sjá meira
Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar- og aðstæður sem við búum við“ Innlent
Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar- og aðstæður sem við búum við“ Innlent