Keflavíkurflugvöllur að nálgast þolmörk Kristín Ólafsdóttir skrifar 18. júlí 2021 13:32 Arngrímur Guðmundsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá flugstöðvardeild lögreglunnar á Suðurnesjum. Vísir/Arnar Aðstoðaryfirlögregluþjónn á Keflavíkurflugvelli segir flugvöllinn að nálgast þolmörk. Suma daga þurfi lögregla á flugvellinum að taka á móti þrjú þúsund farþegum á einum og hálfum klukkutíma. Mikil örtröð var á Keflavíkurflugvelli snemma í morgun. Raðir hófu að myndast fyrir klukkan fimm en þá voru enn um þrír tímar í að flestar flugvélar legðu af stað. 47 flugvélar eru á áætlun frá vellinum í dag. Arngrímur Guðmundsson aðstoðaryfirlögregluþjónn segir að eftir sem áður séu það kröfur um ýmis vottorð vegna kórónuveirufaraldursins sem tefji innritun á flugvellinum. „Flugfélögin hafa biðlað til farþega að mæta fyrr á morgnana og öryggisleitin hefur opnað fyrr á morgnana. Þannig að það er verið að reyna að lengja þann tíma sem verið er að taka á móti farþegum í innritun til að minnka raðirnar. En farþegar eru flestir að mæta á svipuðum tíma sem gerir það að verkum í brottför að þaðmyndast miklar raðir,“ segir Arngrímur. Þá verður einnig mikið að gera í komusal Leifsstöðvar en 48 flugvélar lenda á Keflavíkurflugvelli í dag. Sóttvarnalæknir hefur boðað hertar aðgerðir á landamærum og sagt kröfu um neikvætt PCR-próf við komu til landsins koma til greina. „Það er náttúrulega í höndum sóttvarnalæknis að taka ákvarðanir á landamærum en hins vegar er það nokkuð ljóst að þau leka,“ segir Arngrímur. „Þó að farþegar sem eru bólusetir þurfi að framvísa PCR-vottorðum, í sjálfu sér tefur það ekki mikil fyrir afgreiðslunni hjá okkur. Þannig að nei, það myndi ekki hafa nein veruleg áhrif á okkur.“ Alveg á grensunni suma daga Heilt yfir hafi gengið vel að taka á móti auknum ferðamannastraumi á flugvellinum. Eins og staðan er núna sé flugvöllurinn þó að nálgast þolmörk. „En við erum með þessa stóru daga í hverri viku þar sem mikill fjöldi farþega kemur til landsins á sama tíma. Og það er ljóst að einhverja daga í viku, sérstaklega í eftirmiðdaginn, þá myndast raðir í flugstöðinni því það er stutt á milli flugvéla og mikill fjöldi. Við erum kannski að taka á móti hátt í þrjú þúsund farþegum á einum og hálfum klukkutíma,“ segir Arngrímur. „En við erum kannski komin ansi nálægt toppnum. Og þetta eru ákveðnir dagar í hverri viku sem eru algjörlega á þolmörkum hjá okkur öllum sem starfa á flugvellinum. Þannig að það þyrfti þá að breyta með einhverjum hætti aðstöðu varðandi vottorð og fleira til að auka afköstin. En suma daga erum við alveg á grensunni.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Keflavíkurflugvöllur Fréttir af flugi Mest lesið Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Innlent „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Innlent Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent Ekki púað á Snorra Innlent Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ Innlent Vill losna við tálma úr vegi sínum Erlent Fleiri fréttir Hrafnar opna lokaðan póstkassa eins og ekkert sé Fyrrverandi félagsmálaráðherra eigi eftir að svara í máli Yazans Hafi ekki sakað blaðamenn um hleranir: „Ég sagði það ekki og hef hvergi sagt það“ „Gæsahúð, án gríns“ Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Leynilegar upptökur og hrafnar sem tæta í sig reikninga fólks Í gæsluvarðhald vegna alvarlegra ofbeldisbrota í Hafnarfirði Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Bein útsending: Tekist á um samgöngur í Norðvesturkjördæmi Hafa tilkynnt E. coli veikindin til Sjóvá Ók á sjö kindur og drap þær Ekki púað á Snorra „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Nauðsynlegt að sameinast um aðgerðir í jafnréttismálum Tálbeita á Edition og vegklæðning flettist af í Öxnadal Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga Settur forstjóri skipaður forstjóri Sautján sóttu um embætti skrifstofustjóra fjármála Pallborðið: Hvaða lausnir bjóða flokkarnir? Fimm prósent segja innflytjendamálin mikilvægust Verðlaunuð fyrir að berjast gegn slúðri Tveir af fimm telja hvalveiðar veikja stöðu Íslands í alþjóðlegum viðskiptum Ósammála því að skoðanakannanir séu ekki nákvæmar Óvenju margar bilanir í götulýsingu í Kópavogbæ Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Segir hafa verið njósnað um son hans Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal Sjá meira
Mikil örtröð var á Keflavíkurflugvelli snemma í morgun. Raðir hófu að myndast fyrir klukkan fimm en þá voru enn um þrír tímar í að flestar flugvélar legðu af stað. 47 flugvélar eru á áætlun frá vellinum í dag. Arngrímur Guðmundsson aðstoðaryfirlögregluþjónn segir að eftir sem áður séu það kröfur um ýmis vottorð vegna kórónuveirufaraldursins sem tefji innritun á flugvellinum. „Flugfélögin hafa biðlað til farþega að mæta fyrr á morgnana og öryggisleitin hefur opnað fyrr á morgnana. Þannig að það er verið að reyna að lengja þann tíma sem verið er að taka á móti farþegum í innritun til að minnka raðirnar. En farþegar eru flestir að mæta á svipuðum tíma sem gerir það að verkum í brottför að þaðmyndast miklar raðir,“ segir Arngrímur. Þá verður einnig mikið að gera í komusal Leifsstöðvar en 48 flugvélar lenda á Keflavíkurflugvelli í dag. Sóttvarnalæknir hefur boðað hertar aðgerðir á landamærum og sagt kröfu um neikvætt PCR-próf við komu til landsins koma til greina. „Það er náttúrulega í höndum sóttvarnalæknis að taka ákvarðanir á landamærum en hins vegar er það nokkuð ljóst að þau leka,“ segir Arngrímur. „Þó að farþegar sem eru bólusetir þurfi að framvísa PCR-vottorðum, í sjálfu sér tefur það ekki mikil fyrir afgreiðslunni hjá okkur. Þannig að nei, það myndi ekki hafa nein veruleg áhrif á okkur.“ Alveg á grensunni suma daga Heilt yfir hafi gengið vel að taka á móti auknum ferðamannastraumi á flugvellinum. Eins og staðan er núna sé flugvöllurinn þó að nálgast þolmörk. „En við erum með þessa stóru daga í hverri viku þar sem mikill fjöldi farþega kemur til landsins á sama tíma. Og það er ljóst að einhverja daga í viku, sérstaklega í eftirmiðdaginn, þá myndast raðir í flugstöðinni því það er stutt á milli flugvéla og mikill fjöldi. Við erum kannski að taka á móti hátt í þrjú þúsund farþegum á einum og hálfum klukkutíma,“ segir Arngrímur. „En við erum kannski komin ansi nálægt toppnum. Og þetta eru ákveðnir dagar í hverri viku sem eru algjörlega á þolmörkum hjá okkur öllum sem starfa á flugvellinum. Þannig að það þyrfti þá að breyta með einhverjum hætti aðstöðu varðandi vottorð og fleira til að auka afköstin. En suma daga erum við alveg á grensunni.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Keflavíkurflugvöllur Fréttir af flugi Mest lesið Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Innlent „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Innlent Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent Ekki púað á Snorra Innlent Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ Innlent Vill losna við tálma úr vegi sínum Erlent Fleiri fréttir Hrafnar opna lokaðan póstkassa eins og ekkert sé Fyrrverandi félagsmálaráðherra eigi eftir að svara í máli Yazans Hafi ekki sakað blaðamenn um hleranir: „Ég sagði það ekki og hef hvergi sagt það“ „Gæsahúð, án gríns“ Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Leynilegar upptökur og hrafnar sem tæta í sig reikninga fólks Í gæsluvarðhald vegna alvarlegra ofbeldisbrota í Hafnarfirði Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Bein útsending: Tekist á um samgöngur í Norðvesturkjördæmi Hafa tilkynnt E. coli veikindin til Sjóvá Ók á sjö kindur og drap þær Ekki púað á Snorra „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Nauðsynlegt að sameinast um aðgerðir í jafnréttismálum Tálbeita á Edition og vegklæðning flettist af í Öxnadal Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga Settur forstjóri skipaður forstjóri Sautján sóttu um embætti skrifstofustjóra fjármála Pallborðið: Hvaða lausnir bjóða flokkarnir? Fimm prósent segja innflytjendamálin mikilvægust Verðlaunuð fyrir að berjast gegn slúðri Tveir af fimm telja hvalveiðar veikja stöðu Íslands í alþjóðlegum viðskiptum Ósammála því að skoðanakannanir séu ekki nákvæmar Óvenju margar bilanir í götulýsingu í Kópavogbæ Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Segir hafa verið njósnað um son hans Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal Sjá meira