Virknin komin á fullt eftir sólarhringshlé Kristín Ólafsdóttir og Vésteinn Örn Pétursson skrifa 17. júlí 2021 14:07 Eldgosið er byrjað aftur eftir hlé, enn og aftur. Skjáskot Púlsavirkni í eldgosinu við Fagradalsfjall er aftur komin á fullt eftir rúmlega sólarhrings goshlé nú fyrir helgi. Náttúruvársérfræðingur beinir því sérstaklega til fólks að fara ekki út á hraunið en talsvert hefur borið á slíku undanfarið. Gosvirkni lá niðri í næstum viku á dögunum og þá gerði aftur hlé á virkninni í um sólarhring frá fimmtudegi í gær. Nú er eldgosið hins vegar búið að vera í gangi í alla nótt, að sögn Bjarka Kaldalóns Friis náttúruvársérfræðings hjá Veðurstofu Íslands. „Svo auðvitað lá þetta niðri í rúmlega sólarhring, þrjátíu, þrjátíu og tveir tímar áður en þetta byrjaði aftur í gærmorgun, óróinn byrjaði að vaxa um tíuleytið í gærmorgun og svo klukkan sextán var komin glóð í pottinum sem ég gat séð á vefmyndavél, en auðvitað er skyggnið ekki búið að vera neitt æðislegt,“ segir Bjarki. Hann segir að duglega hafi flætt úr gígnum sjálfum og niður í Meradali. Um miðnætti í nótt hafi púlsavirkni hafist, með púlsum sem standi yfir í um tíu til fimmtán mínútur. Þá hafi borið talsvert á því upp á síðkastið að fólk sé að hætta sér út á hraunið. „Þetta eru auðvitað bæði Íslendingar og erlendir ferðamenn en erlendir eru meira núna að labba út á þetta því gosið liggur niðri og maður sér ekkert rautt. Þá heldur fólk að þetta sé búið en það er auðvitað allt flæðandi í innri rásum og heitt undir hrauninu líka. Sumir taka bara áhættuna en sumir vita bara ekkert af hættunni.“ Veður við gosstöðvarnar hefur verið fínt niðri í Nátthaga en við Langahrygg hefur skyggni verið lélegt í morgun. Það á þó að rofa til með deginum og því ekki loku fyrir það skotið að vel muni viðra til göngu. Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Mest lesið Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Innlent Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Innlent „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Erlent Fleiri fréttir Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Vegir enn lokaðir á Vestfjörðum Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Sjá meira
Gosvirkni lá niðri í næstum viku á dögunum og þá gerði aftur hlé á virkninni í um sólarhring frá fimmtudegi í gær. Nú er eldgosið hins vegar búið að vera í gangi í alla nótt, að sögn Bjarka Kaldalóns Friis náttúruvársérfræðings hjá Veðurstofu Íslands. „Svo auðvitað lá þetta niðri í rúmlega sólarhring, þrjátíu, þrjátíu og tveir tímar áður en þetta byrjaði aftur í gærmorgun, óróinn byrjaði að vaxa um tíuleytið í gærmorgun og svo klukkan sextán var komin glóð í pottinum sem ég gat séð á vefmyndavél, en auðvitað er skyggnið ekki búið að vera neitt æðislegt,“ segir Bjarki. Hann segir að duglega hafi flætt úr gígnum sjálfum og niður í Meradali. Um miðnætti í nótt hafi púlsavirkni hafist, með púlsum sem standi yfir í um tíu til fimmtán mínútur. Þá hafi borið talsvert á því upp á síðkastið að fólk sé að hætta sér út á hraunið. „Þetta eru auðvitað bæði Íslendingar og erlendir ferðamenn en erlendir eru meira núna að labba út á þetta því gosið liggur niðri og maður sér ekkert rautt. Þá heldur fólk að þetta sé búið en það er auðvitað allt flæðandi í innri rásum og heitt undir hrauninu líka. Sumir taka bara áhættuna en sumir vita bara ekkert af hættunni.“ Veður við gosstöðvarnar hefur verið fínt niðri í Nátthaga en við Langahrygg hefur skyggni verið lélegt í morgun. Það á þó að rofa til með deginum og því ekki loku fyrir það skotið að vel muni viðra til göngu.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Mest lesið Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Innlent Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Innlent „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Erlent Fleiri fréttir Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Vegir enn lokaðir á Vestfjörðum Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Sjá meira