Erlendir ferðamenn hasla sér völl á Akureyri Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 17. júlí 2021 10:46 Mikil veðurblíða hefur leikið við Akureyringa undanfarnar vikur. Sömu sögu má segja í dag. Vísir/Vilhelm Fjöldi erlendra ferðamanna á Akureyri þetta sumarið hefur aukist gífurlega miðað við síðasta sumar. Þetta segir bæði tjaldvörður á Akureyri og starfandi forstöðumaður Sundlaugarinnar á Akureyri. Stríður straumur fólks hefur verið í bæinn undanfarnar tvær vikur að sögn tjaldvarðar á tjaldsvæðinu Hamri á Akureyri. Hann segir veðurblíðuna sem leikið hefur um bæinn hafa verið til þess að tjaldsvæðið hafi verið nær alveg fullt undanfarnar tvær vikur. „Þetta er búið að vera svona í tvær vikur. Frekar fullt en alltaf eitthvað pláss ef það. Það er búið að vera svo gott veður og fólk eltir sólina,“ segir Ingunn Sigurðardóttir, tjaldvörður á Hömrum. Hún segir megn fólksins á svæðinu Íslendinga en einhverjir útlendingar séu þó snúnir aftur. „Þetta eru eiginlega allt Íslendingar, það eru kannski 5 prósent gesta sem eru útlendingar,“ segir Ingunn. Eftir einn góðan rigningardag á Akureyri í miðri þessari viku fór sólin að láta sjá sig aftur og skín hún nú skært yfir bænum. Undirrituð er sjálf stödd á Akureyri og stríður bílastraumur var á leiðinni úr Reykjavík og alla leið norður. Það vakti eftirtekt hjá blaðamanni hve margir ferðalangar voru með tjaldvagna og önnur vagnhýsi í eftirdragi og segir Ingunn það ríma ansi vel við ástandið á tjaldsvæðinu. „Ég held að það hafi allir keypt sér hjólhýsi í fyrra. Mikill meirihluti fólksins á tjaldsvæðinu er í hjólhýsum eða tjaldvögnum,“ segir Ingunn. Að sögn Lögreglunnar á Norðurlandi eystra hefur lítið verið um að vera í umferðinni þrátt fyrir þétta bílalest í bæinn. „Umferðin hefur gengið vel fyrir sig. Nóttin var róleg, fyrir utan slysið í Mývatnssveit sem er í okkar umdæmi. Það er stíft umferðareftirlit á þjóðvegunum og miðað við okkar dagbók var ekki mikið um hraðakstur. Umferðin fór bara vel fram,“ segir varðstjóri hjá lögreglunni á Norðurlandi eystra í samtali við fréttastofu. Hann segir ekki mikið hægt að segja til um hvort aðsóknin í umdæmið verði áfram svo góð. „Þetta fer bara allt eftir veðrinu, hvort fólk elti veðrið endalaust.“ Um leið og sólin skín rignir inn viðskiptavinum Sömu sögu má segja úr sundlauginni hér í bænum. Starfandi forstöðumaður sundlaugarinnar segir að um leið og sólin fór að skína í morgun hafi fólk flykkst í laugina. „Það má eiginlega segja að um leið og sólin fór að skína í morgun þá rigndi inn viðskiptavinum. Það er ekki alveg orðið þétt en það er löng röð í afgreiðslunni og margir á leiðinni í sund,“ segir Valdimar Pálsson, forstöðumaður sundlaugarinnar. „Ég er búinn að taka saman aðsóknina í þessum mánuði og við erum búin að fá einn rigningardag og meira að segja var hann ekki lélegur í fjölda komu viðskiptavina. Og maður tekur eftir mikilli aukningu frá því í fyrra,“ segir Valdimar. „Innlendi túristinn kom í fyrra, nú erum við með innlenda og erlenda. Aukningin er að erlendir ferðamenn eru farnir að láta sjá sig. Íslendingarnir hafa vinningin eins og staðan er núna,“ segir hann. Hann segir megnið af viðskiptavinunum fjölskyldufólk. „Algengasti viðskiptavinurinn er hjón með tvö börn. Það er samasemmerki: sól=full sundlaug, rigning=hálffull sundlaug. Sólin er eiginlega samasemmerki á að mikið sé að gera í vinnunni í dag.“ Akureyri Veður Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Fleiri fréttir Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Sjá meira
Stríður straumur fólks hefur verið í bæinn undanfarnar tvær vikur að sögn tjaldvarðar á tjaldsvæðinu Hamri á Akureyri. Hann segir veðurblíðuna sem leikið hefur um bæinn hafa verið til þess að tjaldsvæðið hafi verið nær alveg fullt undanfarnar tvær vikur. „Þetta er búið að vera svona í tvær vikur. Frekar fullt en alltaf eitthvað pláss ef það. Það er búið að vera svo gott veður og fólk eltir sólina,“ segir Ingunn Sigurðardóttir, tjaldvörður á Hömrum. Hún segir megn fólksins á svæðinu Íslendinga en einhverjir útlendingar séu þó snúnir aftur. „Þetta eru eiginlega allt Íslendingar, það eru kannski 5 prósent gesta sem eru útlendingar,“ segir Ingunn. Eftir einn góðan rigningardag á Akureyri í miðri þessari viku fór sólin að láta sjá sig aftur og skín hún nú skært yfir bænum. Undirrituð er sjálf stödd á Akureyri og stríður bílastraumur var á leiðinni úr Reykjavík og alla leið norður. Það vakti eftirtekt hjá blaðamanni hve margir ferðalangar voru með tjaldvagna og önnur vagnhýsi í eftirdragi og segir Ingunn það ríma ansi vel við ástandið á tjaldsvæðinu. „Ég held að það hafi allir keypt sér hjólhýsi í fyrra. Mikill meirihluti fólksins á tjaldsvæðinu er í hjólhýsum eða tjaldvögnum,“ segir Ingunn. Að sögn Lögreglunnar á Norðurlandi eystra hefur lítið verið um að vera í umferðinni þrátt fyrir þétta bílalest í bæinn. „Umferðin hefur gengið vel fyrir sig. Nóttin var róleg, fyrir utan slysið í Mývatnssveit sem er í okkar umdæmi. Það er stíft umferðareftirlit á þjóðvegunum og miðað við okkar dagbók var ekki mikið um hraðakstur. Umferðin fór bara vel fram,“ segir varðstjóri hjá lögreglunni á Norðurlandi eystra í samtali við fréttastofu. Hann segir ekki mikið hægt að segja til um hvort aðsóknin í umdæmið verði áfram svo góð. „Þetta fer bara allt eftir veðrinu, hvort fólk elti veðrið endalaust.“ Um leið og sólin skín rignir inn viðskiptavinum Sömu sögu má segja úr sundlauginni hér í bænum. Starfandi forstöðumaður sundlaugarinnar segir að um leið og sólin fór að skína í morgun hafi fólk flykkst í laugina. „Það má eiginlega segja að um leið og sólin fór að skína í morgun þá rigndi inn viðskiptavinum. Það er ekki alveg orðið þétt en það er löng röð í afgreiðslunni og margir á leiðinni í sund,“ segir Valdimar Pálsson, forstöðumaður sundlaugarinnar. „Ég er búinn að taka saman aðsóknina í þessum mánuði og við erum búin að fá einn rigningardag og meira að segja var hann ekki lélegur í fjölda komu viðskiptavina. Og maður tekur eftir mikilli aukningu frá því í fyrra,“ segir Valdimar. „Innlendi túristinn kom í fyrra, nú erum við með innlenda og erlenda. Aukningin er að erlendir ferðamenn eru farnir að láta sjá sig. Íslendingarnir hafa vinningin eins og staðan er núna,“ segir hann. Hann segir megnið af viðskiptavinunum fjölskyldufólk. „Algengasti viðskiptavinurinn er hjón með tvö börn. Það er samasemmerki: sól=full sundlaug, rigning=hálffull sundlaug. Sólin er eiginlega samasemmerki á að mikið sé að gera í vinnunni í dag.“
Akureyri Veður Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Fleiri fréttir Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Sjá meira